Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.01.2003, Síða 6

Stúdentablaðið - 01.01.2003, Síða 6
6 Stúden!|blaðíð 1. tbl. 2003 LXXIX árg. Utgefandi: Stúdentaráð Háskóla íslands Ritstjóri: Eggert Þór Aðalsteinsson Ritnefnd: Albertína Elíasdóttir, Guðmundur Andri Hjálmarsson, Kristján Hrafn Guðmundsson, Þórhallur Asbjömsson og Þórhildur Birgisdóttir Framkvæmdastjóri: Brynjólfur Ægir Sævarsson Ljósmyndir: Myndasafn SHÍ, Hólmfríður Anna Baldursdóttur o.fl. Forsíðumynd: Eggert Þór Aðalsteinsson Umbrot: Pétur Hrafn Ámason Prentvinnsla: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: Morgunblaðið Auglýsingasími: 5 700 850 Netfang ritstjóra: etha@hi.is Veffang: www.student.is Vegna fréttaskýringar sem birtist í síðasta Stúdentablaði undir yfir- skriftinni Stúdentastjórnmál á tímamótum: Ætlar VG að kljúfa Röskvu er rétt að taka það fram að ekkert bendir til þess að félagar úr Vinstri grænum ætli að kljúfa Röskvu, samtök félagshyggjufólks. Háskólalistinn sem er nýtt ffamboð til Stúdentaráðskosninga hefúr skýrt frá því að þar sé á ferðinni framboð sem óháð hinum stúdenta- hreyfmgum og stjómmálaflokkum. Beðist er velvirðingar á því. 0Ö o 'd) Konur í forsvari Eins og flestir vita er kosið til Stúdentaráðs á hverju ári og fara kosningar fram í næstu viku. Það vekur athygli að konur skipa efsta sæti framboðanna þriggja sem hljóta að teljast nokkur tíðindi. Efst á lista Há- skólalistans er Auður Lilja Erlingsdóttir, Valgerður B. Eggertsdóttir skipar fýrsta sæti Röskvu og Jarþrúður Ásmundsdóttir leiðir lista Vöku. Fylkingarnar sem bjóða fram til Stúdentaráðs hafa þó verið meðvitaðar um mikil- vægi þess að tefla fram svipuðum fjölda karla og kvenna á hverju ári. Oft er sagt að það sé auðveldara að fá karlmenn til þess að taka þátt í stjómmálastarfi og eflaust er eitt- hvað til í því. En ekki verður betur séð en að innan stúdentastjórn- málanna hafi konur mikil áhrif og mættu margir, sem taka þátt í pól- itísku starfí, taka sér háskólapólitík- ina til fyrirmyndar. Sýnilegt Stúdentaráð Þegar breytingar áttu sér stað í Stúdentaráði með sigri Vöku í fyrra fýlgdu óhjákvæmilega nýjar áhersl- ur í starfi SHÍ. Þar má neiha dreif- ingu Stúdentablaðsins með Morgun- blaðinu sem hefur aukið upp- lagstölur Stúdentablaðsins verulega. Sú hugmynd var unnin í samvinnu við ritstjóra þessa blaðs og fékk hann frjálsar hendur við að móta efni og umfjöllun blaðsins. Þessi dreifing var reyndar eina lausnin til að tryggja tilveru Stúdentablaðsins sem stóð höllum fæti íjárhagslega, enda hafði það lent undir í sam- keppni við önnur blöð og tímarit. Markmiðið var ekki síður að auka sýnileika SHÍ. Stúdentablaðið hefúr sérstöðu í íslenska dagblaðaheiminum fyrir að vera málgagn stúdenta, stúdenta- hreyfingarinnar og ungs fólks og ennfremur hefur Háskóli íslands átt greiðan aðgang að blaðinu. Þess vegna er mikilvægt að standa vörð um Stúdentablaðið og sérkenni þess sem felst t.d. í því skoðanafrelsi sem ríkir á síðum þess. Það er svo stúdenta að skera úr um hvort það hafi tekist að gera Stúdentaráð sýnilegra með því að gera svo viðamiklar breytingar á útgáfu blaðsins eins og fyrr var greint. Stöðugleika náð Það er merkilegt að vita til þess að á sama tíma og ríkisstjómin hefur náð umtalsverðum árangri í efna- hagsmálum er Samfylkingin að bæta við sig fýlgi. Þegar litið er tvö ár aftur í tímann er staða íslensks efna- hagslífs næsta ótrúleg. Vorið 2001 spáðu margir hruni í efna- hagsmálum þegar gengi krónunnar hríðlækkaði. En síðan hefur margt breyst fyrir tilstuðlan styrkrar efnahagsstjórnunar og öflugs atvinnulífs. Vextir hafa ekki verið lægri síðan 1994, verðbólga er undir 2%, erlendar skuldir eru hafa farið lækkandi og spáð er áframhaldandi hagvexti á næstu árin. Það tókst að ná mjúkri lendingu í efna- hagsmálum eftir þensluskeið áranna 1998-2000. Það eina sem veldur áhyggjum þessa dagana er vaxandi atvinnuleysi sem bitnar hart á ungu fólki. Fyrirhugaðar framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun og nýjasta útspil ríkisstjómarinnar í vega- og menningarmálum og framkvæmdir Reykjavíkurborgar verða vonandi til þess að draga úr atvinnuleysinu. Á sama tíma og valdhafar ná áþreifanlegum árangri hefur Sam- fylkingin, undir stjóm Össurar og Ingibjargar, sett upp vinsælt leikrit sem þegar grannt er skoðað er laust við allt innihald og boðskap. Leikritið nefnist einfaldlega Þörfin á breytingum breytinganna vegna. Ef íslendingar halda það að samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks sé orðin eins og þreyttur hrút- ur þá er það öðm nær eins og nýleg- ir efnahagssigrar hafa sýnt. Viðreisnarstjómin hélt ekki velli árið 1971 þegar margir vildu breytingar. í staðinn kom vinstri óstjóm sem sprakk eftir væringar i efnahags- og utanriksmálum og hjaðningavíg stjómarliða. Eggert Þór Aðalsteinsson Innsend grein Vér mótmælum aldrei! Sú var tíðin að háskólanemar á ís- landi, sem og í öðmm löndum, höfðu skoðanir og töldu sér fátt óviðkom- andi. Þeir voru duglegir við að láta í sér heyra og mótmæltu þegar þeim fannst ástæða til. Að eigin sögn höfðu stúdentar hugsjónir sem þeir voru tilbúnir að berjast fyrir. Vopnaðir mótmælaspjöldum og slag- orðum í skítakulda niðri í bæ börðust þeir, meðal annars, á móti arðráni auðvaldsins. Uppistaða margra gras- rótarhreyfinga þeirra tíma voru háskólanemar. Hreyfíngamar mót- mæltu mannréttindabrotum, um- hverfísspjöllum og öðm óréttlæti. Oft höfðu stúdentar árangur sem erfíði og varð heimurinn betri fýrir vikið að þeirra mati. Enn í dag em háskólanemar víða um heim öflugir talsmenn ým- issa málaflokka en sem betur fer heyrir það hér um bil sögunni til á Fróni. Ennþá em samt örfáar hræður innan veggja Háskólans sem em ekki búnar að ná því hvað mótmæli em hallærisleg, ekki enn búnar að kveikja á því hvað það er lummulegt að viðra skoðanir sínar opinberlega. Það þykir voða smart að hafa eitthvað smá vit á stjómmálum en allir vita samt að best er að hugsa bara um þau á fjögurra ára fresti, það er mgl að vera að velta sér upp úr pólitík þess á milli. Við stúdentar þurfum að vara okkur á því að falla ekki aftur í þá gryfju að vera sífellt að skipta okkur af hinu og þessu. Stjómmál snúast um launakjör, lánamál, skatta, skólagjöld, virkjanir og þess háttar leiðindamál, ekki eit- thvað sem hugsandi fólk vill vera að blanda sér í. Að sjálfsögðu hafa stúdentar oft skoðanir á hitamálum þjóðfélags- ins, svo sem á virkjanamálum. Sumir telja Kárahnjúkavirkjun, ef af henni verður, vera stærsta framfaraskref íslandssögunnar á meðan aðrir telja að hún muni valda mestu náttúru- spjöllum sem dunið hafa á landinu frá því sögur hófúst. Auðvitað er okkur ekki sama, við bara nennum ekki að gera neitt í málunum enda svo óskaplega upp- tekin af því að stúdera gagnrýna hugsun fýrir próf. íslenskir stúdentar hafa nefnilega fundið hinn gullna meðalveg sem er að láta raddir sínar ekki heyrast í þjóðfélagsumræðunni og þar af leiðandi em þeir ekkert að troða skoðunum sínum upp á al- menning og stjómvöld. Við skulum ekki láta þá sem mótmæla hafa áhrif á aðgerðaleysi okkar. Höldum áfram að gera ekki neitt, það er miklu betra að líta undan heldur en að blanda sér í málin; það krefst svo mikillar ábyrgðar að taka afstöðu. Sitjum áfram á skoðunum okkar hvert í sínu homi og munum að fæst orð hafa minnsta ábyrgð. Lifí lýðræðið! Björk Þorleifsdóttir sagnfræðinemi og Hildur Arna Gunnarsdóttir cnskuncmi

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.