Stúdentablaðið - 01.01.2003, Page 8
8
Stúdentablaðið
mwiKiw 3Æ: wMasmsai
Kosníngar til Stúdentaráðs og Háskólafundar
Röskva, öflugur málsvari stúdenta
26. og 27. febrúar n.k. verður kosið
til Stúdentaráðs og Háskólafundar. í
Stúdentaráði sitja 20 fúlltrúar stúd-
enta og er kosið ár hvert. Setutími í
ráðinu er hins vegar tvö ár og er kerf-
ið þannig til þess að ákveðin reynsla
haldist inni en á sama tíma eigi
endumýjun sér stað á hverju ári.
Stúdentaráð hefur mikil áhrif
og í gegnum SHÍ eiga stúdentar fúll-
trúar í flestum nefndum og ráðum
Háskólans, í stjóm Lánasjóðs ísl-
enskra námsmanna og víðar. Stúd-
entaráð er einnig helsti málsvari
stúdenta við HÍ og er því mjög
sterkur þrýstihópur og á Stúdentaráð
að vera leiðandi í hagsmunabaráttu
stúdenta. Það skiptir því miklu máli
hveijir leiða þessa baráttu stúdenta.
Stúdentaráð þarf að vera óhrætt við
að láta i sér heyra og beijast af krafti
fyrir hagsmunum stúdenta; hærri
námslánum, fleiri stúdentaíbúðum,
betri aðstöðu, gegn skólagjöldum og
svo mætti lengi telja.
Röskva, samtök félagshyggju-
fólks við HÍ, em 15 ára gömul fylk-
ing. Einkennisorð fylkingarinnar
hafa frá upphafi verið Jafnrétti til
náms í víðasta skilningi. Allt starf
Röskvu gengur út frá því að tryggja
þettajafnrétti til náms óháð efnahagi,
búsetu, aldri, kyni, kynhneigð og svo
framvegis.
Stór þáttur í baráttunni fyrir
jafhrétti til náms er baráttan gegn
skólagjöldum. Á síðustu ámm hefur
orðið mikil fjölgun háskóla í landinu
og hefur það orðið til þess að
Háskóli íslands á nú í samkeppni á
ýmsum sviðum s.s. í viðskiptafræði
og lögfræði. Þessi samkeppni er
auðvitað af hinu góða og hafa margar
jákvæðar breytingar orðið í áður-
nefndum greinum vegna hennar.
Samkeppnin þarf þó að eiga sér stað
á jafhréttisgrundvelli. Eins og staðan
er í dag fá allir háskólar sama fjár-
magn á hvem nemanda ffá ríkinu
burtséð ffá því hvort þeir innheimti
auk þess skólagjöld. Þessi staða gerir
Háskóla íslands erfitt fyrir þar sem
ofl er staðan þannig að hinir ríkis-
styrktu „einkaskólar" hafa úr allt að
tvöfalt meira fjármagni á hvem stúd-
ent að moða. Röskva hefúr alla tíð
bent á þessa skekktu samkeppnis-
stöðu HÍ og bent á að með þessu
kerfi sé verið að ýta Háskóla íslands
út á braut skólagjalda,
Aðgengismál fatlaðra em
annað jafnréttismál sem Röskva
hefur lagt mikla áherslu á. Svo hægt
sé að tala um jafnrétti til náms er
algjör grundvallarkrafa að fatlaðir
geti stundað nám við skólann. Á 15
ára afmælisdegi Röskvu þann 12.
feb. sl. úthlutaði Röskva einmitt
300.000 kr. styrk til Námsráðgjafar
úr styrktarsjóði Röskvu vegna fatl-
aðra stúdenta. Styrkurinn verður
notaður til að kaupa búnað fýrir
heymarskerta nemendur við skólann
en hingað til hefúr enginn mikið
heymarskertur stúdent útskrifast úr
HÍ.
Þau ár sem Röskva hefur verið
í meirihluta í Stúdentaráði hefur
árangurinn ekki látið á sér standa.
Leiguíbúðum fyrir stúdenta hefúr
fjölgað markvisst, leikskólaplássum
fyrir böm stúdenta hefur fjölgað
mikið, námslánin hafa hækkað
umfram vísitölu og svo mætti lengi
telja. Stúdentaráð undir forystu
Röskvu stóð fyrir Þjóðarátaki í þágu
Háskóla íslands í fyrra á 90 ára
afmæli skólans. Átakið fólst í því að
virkja atvinnulífið, ríkið, sveitar-
félögin og almenning í landinu til
hagsbóta fyrir Háskólann. Mikill
árangur varð af þjóðarátakinu og má
þar m.a. nefha að hafnar voru
samningaviðræður við Hafnar-
fjarðarbæ um byggingu stúdenta-
íbúða þar í bæ, samkomulag náðist
við Reykjavíkurborg um stúdenta-
garð í miðbænum og viðamikil
könnun á viðhorfum fyrirtækja til
samstarfs við Háskólann var kannað.
Einnig var komið á fót viðmiklum
styrktarsjóði fyrir stúdenta sem hafa
áhuga á að stunda rannsóknir tengdar
landsbyggðinni. Sjóðurinn Þekking
stúdenta í þágu þjóðar er sam-
starfsverkefni Byggðastofnunnar,
Sambands íslenskra sveitarfélaga,
Rannsóknarþjónustu Háskólans og
SHÍ. í fyrra var tíu 500.000 kr.
styrkjum úthlutað úr sjóðnum.
í þessum kosningum leggur
Röskva áherslu á menntamál,
lánasjóðsmál og atvinnumál stúd-
enta. Þessir málaflokkar tengjast allir
náið og eru grundvallarþættir varð-
andi framtíðarhorfur stúdenta. Það
skiptir okkur öll miklu máli að það
nám sem við stundum sé sam-
keppnishæft og það best sem völ er
á. Þess vegna skiptir baráttan fyrir
bættri samkeppnisstöðu Háskóla
íslands öllu máli. Námslánin eru
grundvöllur þess að margir stúdentar
geti stundað nám. Því er það krafa
Röskvu sem fyrr að grunnfram-
færsian hækki og þá jafnframt
ffítekjumarkið. Einnig er mikilvægt
að leiðrétta stöðu þeirra sem eru að
koma úr námshléi en því miður
versnaði sú staða mikið síðasta vor
þegar Vaka sá um samningaviðræður
við LÍN. Áður gat fólk sem var að
koma úr námshléi haft 3x frítekju-
mark eða tæpar 900.000 kr. í tekjur
áður en námslánin skertust en nú fara
láninn að skerðast við 600.000 kr.
markið. Þetta er mál sem Röskva
mun berjast fyrir að leiðrétta.
Varðandi atvinnumálin þá
mun Röskva leggja mikla áherslu á
að tryggja rekstrargrundvöll
Atvinnumiðstöðvar stúdenta, efla
hana og flölga verkefnum. Styrktar-
sjóðurinn Þekking stúdenta í þágu
þjóðar er einnig gott tækifæri fýrir
stúdenta þar sem þeir geta unnið að
rannsóknum yfir sumartímann
tengdum námi sínu og fengið til þess
veglega styrki.
Röskva hvetur alla stúdenta til
þess að kynna sér málefni allra
fýlkinga, taka málefnalega afstöðu
og nýta kosningarétt sinn. Mjög
mikilvægt er að stúdentar eigi sér
öflugan málsvara í Stúdentaráði og
Röskva hefur sýnt í gegnum árin að
hún hefur þor og dug til beijast af
alefli fýrir hagsmunum stúdenta.
Traust forysta Vöku skilar glæsilegu starfsári!
- Vaka leggur verk sín undir dóm
stúdenta í kosningunum 26. og 27.
febrúar
Kosningar til Stúdentaráðs í fýrra
voru sannarlega sögulegar. Eftir 11
ára stjómartíð Röskvu vann Vaka
meirihluta í ráðinu með fjögurra
atkvæða mun. Stúdentar höfðu óskað
eftir nýjum starfsháttum og var
Vökufólk því staðráðið í að breyta
starfsemi Stúdentaráðs til hins betra.
í síðustu kosningum lagði Vaka
mikla áherslu á samstöðu í Stúd-
entaráði, enda næst mestur árangur
með samstilltu átaki fýlkinganna.
Hlutfollum í stjóm Stúdentaráðs var
því breytt í samræmi við úrslit kosn-
inga og fulltrúum minnihlutans
fjölgaö um einn. Jafhframt var
minnihlutanum boðið að taka við
formennsku í tveimur starfsnefnda
SHÍ. Samstarf fylkinganna í
Stúdentaráði hefúr gengið vel í vetur
og langflestar tillögur bæði meiri-
og minnihlutans vom samþykktar
einróma í Stúdentaráði.
Vaka tók þá stefhu strax í upphafi
vetrar að leggja sitt af mörkum til að
skapa jákvæða umræðu um Háskóla
íslands og beita nýjum aðferðum til
að bæta hag stúdenta. Vaka hefur
sýnt að stúdentar og Stúdentaráð
geta komið miklu til leiðar með
frumkvæði og einbeittum vilja.
Meðal árangurs í hagsmunamálum
okkar stúdenta á starfsárinu má
nefna að námslánin hækkuðu meira
en undanfarinn áratug, og var fram-
lag ríkisins í ár þrisvar sinnum hærra
en í fýrra. Tenging námslána við
tekjur maka var afnumin og
gjaldeyristryggingu komið á vegna
lána við nám erlendis. Stúdentaráð
þrýsti á lækkun virðisaukaskatts á
erlendum bókum sem leiddi til þess
að fjármálaráðherra flýtti fýrir breyt-
ingu á lögum þess efnis. Þessar að-
gerðir tryggðu að námsbækur lækk-
uðu strax síðasta haust. Stúdentaráð
beitti sér einnig fýrir því að náttúru-
fræðahúsinu í Vatnsmýrinni yrði lok-
ið á árinu og Háskólanum voru
tryggðir miklir fjármunir þegar
hámarksfjöldi virkra nemenda var
hækkaður í samningi Háskólans og
rikisins.
í byijun febrúar kom Réttindaskrá
stúdenta út, en unnið hefúr verið að
útgáfúnni síðan í sumar. í kennslu-
málum má nefna prófasafn á netinu.
Áður urðu námsfúsir stúdentar að
ljósrita próf á Bókhlöðunni, en vegna
rúmlega 150 klukkustunda sjálf-
boðavinnu stúdenta við að skanna
inn yfir 3000 próf, eru þau nú að-
gengileg í vefkerfi Háskóla Islands.
Á starfsárinu voru kennslukannanir
einnig settar á netið og einkunnaskil
kennara bötnuðu. Fjármálum
Stúdentaráðs var komið í betra horf
og rekstri þess var snúið úr einnar og
hálfrar milljón króna halla í hagnað.
Stúdentaráð fækkaði starfsmönnum
og hagræddi í rekstrinum en tryggði
jafhframt betri þjónustu.
Vaka telur að jákvæð og uppbyggileg
umræða skili mestum árangri og
betra sé að leysa ágreiningsmál með
sanngjömum sáttaleiðum en með
skotgrafahemaði. Vaka hefur lagt sig
fram á starfsárinu við að bæta ímynd
Háskólans. Haldinn var glæsilegur
Stúdentadagur í september, Menn-
ingar- og listavika í janúar og
Atvinnulífsdagar í febrúar. Þetta
færði aukið líf í skólann og vakti
athygli á mikilvægum hagsmuna-
málum stúdenta eins og auknum
tengslum Háskólans og atvinnulífs-
ins. Vaka tók einnig ákvörðun um að
gjörbylta Stúdentablaðinu og er því
nú dreift í um 60 þúsund eintökum
með Morgunblaðinu og fer inn á flest
heimili í landinu. Þannig hafa
almenn hagsmunamál stúdenta
fengið meiri athygli en áður og
Stúdentablaðið er orðið beitt vopn í
hagsmunabaráttu okkar allra.
Það má því segja að stúdentar hafi
ekki bara upplifað sigur þegar Vaka
vann kosningamar í fýrra. Oll mál-
efnin sem talin eru upp hér að ofan
eru litlir og stórir sigrar fýrir alla
stúdenta. Með áffamhaldandi sam-
starfí, jákvæðni og drifkrafti í Stúd-
entaráði verður þetta aðeins byrjun-
in. Frumkvæði okkar stúdenta skiptir
öllu um árangur í hagsmunamálum
okkar. Vöku er treystandi til að halda
áfram og ná enn betri árangri á næsta
ári. Leggjumst öll á eitt, tryggjum
áframhaldandi árangur og trygga
hagsmunagæslu. Kjósum Vöku.
Hvers vegna Háskólalistinn?
Þeir sem hafa reynslu af
Háskólasamfélaginu í Háskóla
íslands hafa frá ýmsu að greina, jafnt
góðu sem slæmu. Reynsla ein-
staklinganna verður alltaf misjöfn
eftir afstöðu þeirra til hlutanna og
því er nauðsynlegt að sem flestar
raddir heyrist. Þeir sem standa að
Háskólalistanum telja sig hafa víða
sýn á aðstöðu stúdenta við HÍ og lýsa
sig því reiðubúna að vinna að
hagsmunum þeirra. Liðsmenn Há-
skólalistans hafa jafnt verið áhorf-
endur sem þátttakendur í hags-
munabaráttunni og telja að þar megi
ýmislegt betur fara.
í dag er um tvo valkosti að ræða,
Vöku og Röskvu, en báðar
fylkingarnar einkennast að miklu
leyti af hópi stúdentaráðsliða,
fyrrverandi sem núverandi, og
endumýjun innan fýlkinganna á sér
stað bakvið tjöldin þar sem að fáir
hafa aðgang. Stúdentar eiga því oft
erfítt um vik að koma sínum sjón-
armiðum að þó svo að þeir hafí á því
mikinn hug, slíkt er í valdi þeirra
hópa sem ráða hverju sinni. Ekki má
heldur gleyma þeim stúdentum sem
hafa einfaldlega ekki áhuga á að
tengjast annari hvorri fýlkingunni en
kysu ffernur annan valkost sem ekki
væri hægt að þvinga upp á
hægri/vinstri kvarða.
En hvað er þá í boði? í dag er erfítt
að koma saman lista og má nefna
margar ástæður þar að lútandi.
Kosningabarátta felur í sér talsverð
fjárútlát og langtímaskuldbindingar
af hálfu þeirra sem í framboði eru.
Vaka og Röskva hafa báðar að ein-
hveiju leyti nýtt sér aðstöðu stjóm-
málaflokka til að brúa bilið hvað
varðar fjármagn. Má þar nefna
úthringingar þeirra sem dæmi,
nokkuð sem margir stúdentar myndu
vilja vera lausir við! Slík aðstaða
stendur ekki öllum til boða og langt
frá því að allir séu til í að innleiða
stjómmálaflokka landsins í hags-
munabaráttu okkar stúdenta. Þetta
em okkar hagsmunir, ekki þeirra.
Við stúdentar þekkjum þessa
hagsmuni og eigum því að móta þá
og forgangsraða. Eftir það geta
stjómmálaflokkar hveiju sinni tekið
við.
Til að auðvelda aðgang stúdenta að
hagsmunabaráttunni teljum við
margar leiðir færar. í bæklingi sem
við sendum frá okkur í síðustu viku
kynntum við stefnumið okkar og
hvetjum við alla stúdenta til að
kynna sér þann bækling. Efhi hans
verður einnig að fínna á heimasíðu
okkar á háskólavefnum. Við höfum
lagt mikla vinnu í að móta stefnur í
margvíslegum málefnum sem tengj-
ast hagsmunum stúdenta, þ.m.t.
hugmyndir um breytt kosningakerfí
sem miðar að því að auðvelda ein-
staklingsframboð.
Við viljum opna bókhald þeirra sem
bjóða sig ffarn og búa til vettvang á
vegum stúdentaráðs þar sem aó
frambjóðendur hvers árs geta kynnt
sig. Það þarf ekki að vera flókið að
auka aðgengi stúdenta að stúdenta-
stjómmálum og slíkt myndi jafhvel
verða til þess að fleiri mættu á
kjörstað! Einfalt og aðgengilegt er
okkar takmark.
Þar sem því hefur verið fleygt að
Háskólalistinn sé framboð Vinstri
grænna í Háskóla ísland er rétt að
eftirfarandi komi fram: Háskóla-
listinn er þverpólitískt framboð stúd-
enta sem vilja vinna að hagsmuna-
málum stúdenta í Háskóla íslands.
Við teljum landsmálapólitíkina vera
stúdentastjórnmálunum óviðkom-
andi og því er Háskólalistinn alls
ótengdur landsmálaflokkunum, sama
hvaða nafni þeir nefnast.
Við hvetjum þig til að kynna þér
málin!
Háskólalistinn