Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.01.2003, Síða 9

Stúdentablaðið - 01.01.2003, Síða 9
Stúdengblaðið 9 Leiðtogar framboðanna: Vaka (A) Vaka hefur sýnt að hún er traustsins verð Vaka kynnti framboðslista sína til Stúdentaráðs og háskólafúndar þann 31. janúar síðastliðinn. Efsta sæti listans til Stúdentaráðs skipar Jarþrúður Ásmundsdóttir en hún er 26 ára gömul og stundar nám í viðskiptafræði við HÍ. Stúdenta- blaðið tók Jarþrúði tali nú á dögunum og bað hana fyrst um að segja einhver deili á sér. „Ég er fædd á Húsavík og bjó fyrstu fimm ár ævinnar við Mývatn. Þá flutti ég í Breiðholtið og gekk í Hólabrekkuskóla og svo í FB. Núna er ég á þriðja ári í viðskiptafræðinni í HÍ og stefhi á mastersnám að því loknu. Ég er gift Viggó Ásgeirssyni, forstöðumanni vefdeildar Búnaðar- banka íslands." Hefurðu verið mikið ifélagsstörfum? „Ég var varaformaður framkvæmda- stjómar Félags framhaldsskóla 1996- 1997. í vetur hefur ég gegnt starfi ritara og varaformanns Mágusar, félags viðskiptafræðinema, auk þess að hafa starfað með NESU, samtökum viðskipta- og hagfræði- nema á Norðurlöndunum. Ég fór meðal annars út á ráðstefnu hjá þeim fyrr í vetur og fer á aðra þegar nær dregur vori.“ Hefurðu eitthvað tekið þátt í pólitik? „Nei, ég hef ekki tekið þátt í neinni pólitík hingað til.“ Áhersla á kennslumál Hver eru aðal stefnumál Vöku jyrir komandi kosningar? „Vaka leggur aðaláherslu á kennslumál því þau eru helsta hagsmunamál stúdenta. í fyrsta lagi viljum við að kennurum verði metið til tekna að taka námskeið í kennslu- fræðum en kennarar á háskólastigi eru þeir einu sem ekki em gerðar neinar kennslufræðilegar kröfúr til. Við viljum að kennarar tileinki sér vandaða kennsluhætti og sýni við- leitni til að bæta sig sem kennarar. Það skilar okkur árangursríkari kennslustundum og þar af leiðandi betri menntun. í öðm lagi viljum við halda áffarn að efla og þróa prófasafhið á netinu, sem opnað var nú á haust- misseri. Það vom sjálfboðaliðar úr hagsmunabaráttu stúdenta sem alls vörðu 150 vinnustundum í að skanna inn yfír 3000 próf frá undanfomum tveimur ámm. Prófin em nú aðgengi- leg í vefkerfi Háskóla íslands. Stúdentaráð opnaði jafnframt síðuna www.prof.is en þar eru einnig ýmsar gagnlegar upplýsingar sem tengjast prófum. Á næsta starfsári viljum við fá tækifæri til að halda áfram með það starf sem unnið hefur verið með opnun prófasafns. Við viljum að prófsýningar verði auglýstar á prof.is og að þar verði einnig að finna upplýsingar um tölfræði prófa. Að sjálfsögðu munum við halda áffarn að beita okkur fyrir því að kennarar skili inn prófum að loknu hverju próftímabili. í þriðja lagi hvað varðar kennslumálin viljum við sjá frjálst og fjölbreytt nám við Háskólann, sem meðal annars felur í sér sumarönn, fleiri námskeið á ensku og styttri námskeið. Eitt af því sem náðist fram í Lánasjóðsmálunum síðastliðið vor var að stúdentar geta nú fengið lán fyrir próf tekin i ágúst. Við í Vöku viljum að þessi mögu- leiki verði nýttur enn ffekar þannig að skólinn bjóði upp á sumarönn. Ég tel að flölgun námskeiða sem kennd eru á ensku sé af hinu góða, sérstak- lega þegar litið er til þess fjölda erlendra nema sem koma hingað til lands til að taka hluta af sínu námi við HÍ. Styttri námskeið, þ.e. námskeið sem kennd eru hluta annarinnar en í staðinn oftar í viku, auka möguleika okkar á að fá erl- enda gestakennara. Þessi nýbreytni hefur meðal annars rutt sér rúms í lagadeild, en við viljum að sem flestar deildir Háskólans skoði þenn- an möguleika. Mesta hækkun grunnfram- færslu í áratug Hver er áhersla ykkar í öðrum málum, eins og lánasjóðs- og aðstöðu- málum stúdenta? „Við viljum lækka skerðingarhlutfallið í lánasjóðsmálunum vegna þess að það er alveg ljóst að þeir sem vinna með námi eru væntanlega þeir sem þurfa mest á lán- unum að halda. Núna er skerðingarhlutfallið 40% sem þýðir einfaldlega að fyrir hveijar þúsund krónur sem þú vinnur þér inn umffam ffítekju- markið, lækkar lánið um 400 krónur. Frítekjumarkið þarf einnig að hækka, en það er nú 280.000 krónur sem er algjörlega óásættanlegt. Jafhvel þeir stúdentar sem hafa lágmarkstekjur yfir sumarið fara flestir yfir þessa upphæð. Að sjálfsögðu þarf áffarn að beijast fyrir hækkun grunnffam- færslunnar og einnig viljum við beita okkur fyrir því að nemendur geti fengið lán fyrir lyfja- og lækniskost- naði. Þess má einnig geta, að á síð- asta ári kom Stúdentaráð því til leiðar að grunnffamfærsla háskóla- nema hækkaði meira en hún hafði gert undanfarinn áratug. Hvað húsnæðis- og aðstöðu- málin varðar viljum við tryggja sólarhringsaðgang að byggingum skólans og hraðari uppbyggingu Stúdentagarða. Á prófatímanum síðasta vor vöktuðu stúdentaráðs- liðar Odda til að sýna ffam á þörfina á lengri opnunartíma og nýttu marg- ir stúdentar sér aðstöðuna. Nú hefur verið ákveðið að setja upp aðgangsstýrikerfi í allar helstu byggingar skólans og er gert ráð fyrir að þeirri vinnu verði lokið næsta haust. Með aðgangs- stýrikerfinu geta nemendur fengið Jarþrúður Ásmundsdóttir: 55Við viljum vekja athygli á sérstöðu Háskóla íslands sem rannsóknarháskóla og nýta þá möguleika sem í því felstíé aðgang að byggingum háskólans allan sólarhringinn en það hefúr lengi verið baráttumál Vöku. Auk þess viljum við að gerðar verði úrbætur hvað varðar aðgengi fatlaðra en því er víða ábótavant á háskóla- svæðinu." Hvaða tillögur hafið þið varðandi breytta stöðu Háskóla Islands með tilkomu fleiri háskóla hér á landi? „Við viljum vekja athygli á sérstöðu Háskóla íslands sem rannsóknar- háskóla og nýta þá möguleika sem í því felst. Við lítum á samkeppni sem jákvæðan áhrifavald á starf skólans. Við viljum þó vekja athygli á vand- ræðum fámennra greina en allt of algengt er að námskeið séu felld niður vegna fjárskorts. Við höfum einnig lagt til að fyrirtæki fái skattaafslátt fyrir að styrkja háskólastarf. Vísindagarðar í Vatnsmýrinni er ffamkvæmd sem við viljum að verði hraðað enda er mikil- vægt að samstarf Háskóla íslands og atvinnulífsins sé á sem flestum sviðum. Stundatöflur og próftöflur til staðar við skráningu í námskeið Hvað með mál sem snúa að fjöl- skyldufólki? „Um fjórðungur háskólastúdenta eiga böm og er því afar mikilvægt að gæta sérstaklega að hagsmunum þeirra. Vaka hefur tekið mikið ffumkvæði í þessum efnum. Fyrr í vetur stofnaði Háskólinn sérstaka nefhd sem fjallar um fjölskyldumál en ffam að því hafði þessum hópi verið gefinn litill gaumur innan Háskólans. Við fengum einnig í gegn afnám tekjutengingar við maka sem er eitt stærsta skrefið í baráttunni fyrir jafnrétti til náms í langan tíma. Fjölmargir hafa komið að máli við Stúdentaráð og sagt okkur að án afnáms tekjutengingarinnar hefði það ekki haft tækifæri til að stunda nám nú í vetur. Það sem við leggjum mikla áherslu á fjöskyldumálin er að stundatöflur og próftöflur séu til staðar við upphaf skólaárs, þ.e. þegar þú ferð og skráir þig í námskeið þá áttu að geta séð á hvaða dögum og klukkan hvað fyrirlestamir eru, og hver dagsetning lokaprófsins er. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir fjölskyldufólk - að það geti samræmt stunda- og próftöfluna annars vegar, og fjöskyldulífið hins vegar." Er einhver beygur i Vökufólki vegna þriðja framboðsins? „Nei, alls ekki. Við fognum bara því ffamboði. Á þessari stundu hef ég aftur á móti ekki heyrt hver þeirra málefni eru, en þau eiga væntanlega eftir að kynna það á næstunni.“ Eitthvað að lokum? „Vaka leggur áherslu á að jákvæðni og ffumkvæði séu höfð að leiðarljósi og að hugsað sé í lausnum en ekki vandamálum. Vaka hefur sýnt að hún er traustsins verð og við biðjum stúd- enta um að veita okkur umboð til að leiða áffam starfið í Stúdentaráði og tryggja þar með áframhaldandi árangur." Kristján Hrafn Guðmundsson Kristjg@hi.is

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.