Stúdentablaðið - 01.01.2003, Síða 10
10
Stúdeniililaðíð
igjgí -«>-««
Röskva er leiðandi rödd
Valgerður, eða Vala eins og hún er
kölluð, er Árbæingur í húð og hár.
Hún telur sig hafa verið góðan
ungling en þegar hún lauk námi ífá
Árbæjarskóla söðlaði hún um og fór
í MR m.a. til að komast í nýtt
umhverfí. Þar var hún viðloðandi
ýmis félagsstörf, sat í ritstjóm skóla-
blaðsins og var formaður Herra-
nætur. Vala útskrifaðist úr MR 2001
og þrátt fyrir að hún ætlaði að verða
leikari og stundaði nám á eðlis-
fræðibraut í MR þá valdi hún
laganámið. Vala, sem er á 2. ári í
lögfræði, leiðir lista Röskvu árið
2003 og sver sig þar með í ætt við
bróður sinn, Röskvumanninn og
borgarfulltrúann Dag B. Eggertsson,
sem var formaður SHÍ árið 1993-
1994.
Hreifst af baráttu-
gleði Röskvu
Er Dagur ákveðin fyrirmynd í stjórn-
málunum?
„Maður Iítur auðvitað upp til syst-
kina sinna. Bræður mínir tveir hafa
mótað mig mikið en ég held að for-
eldramir séu aðallyrirmyndimar. En
það hefur alltaf verið þannig á mínu
heimili að allir hafa jatnan rétt til að
tjá sig og mamma og pabbi eru mjög
jafnréttissinnað fólk. Sex ára var ég
farin að tjá mig um ýmsa hluti. Við
Dagur emm ekki sammála um alla
hluti en við emm auðvitað á sömu
félagshyggjulínunni.“
Af hverju velur þú Röskvu?
„Ég hef frá blautu bamsbeini verið
inn á þessari félagshyggjulínu og
jafnréttismál em mér afar hugleikin.
Röskva varð fyrir valinu þess vegna
og eins hef ég íylgst með starfí henn-
ar í mörg ár þótt ung sé. Ég hef alltaf
hrifist af baráttugleði fylkingarinnar
og þegar Röskva var í meirihluta í
ellefu ár þá fannst mér rödd stúdenta
vera leiðandi í umræðunni um
málefni háskólans. Það er mjög
mikilvægt að stúdentar taki þátt í
mótun þjóðfélagsins."
Hver eru nú helstu stefnumál ykkar
fyrir þessar Stúdentaráðskosningar?
„Fyrir þessar kosningar em þijú mál
sem við leggjum aðaláherslu á;
atvinnumál, menntamál og lána-
sjóðsmál. Þetta eru náttúrlega grund-
vallarstoðimar í hagsmunabaráttu
stúdenta. Við tökum undir áhyggjur
Reykjavíkurakademíunnar vegna
skiptingar þess aukna fjármagns sem
ríkið er að veita í atvinnulífíð en svo
virðist sem háskólamenntaðir verði
út undan. Samt sýna tölur það að
aldrei hafa jafnmargir háskóla-
menntaðir verið á atvinnuleysisskrá.
Við teljum að stúdentar geti gripið
inn í þama til að mynda í gegnum
Atvinnumiðstöð námsmanna og
Nýsköpunarsjóð námsmanna. Við
lítum einkum til Atvinnumiðstöðvar-
innar og teljum að þurfa að efla hana.
Atvinnumiðstöðin sinnir mikilvægu
starfi sem atvinnumiðlun stúdenta,
sér um Lokaverkefnabankann og
margt fleira. Það þarf að treysta
fjárhag Atvinnumiðstöðvarinnar og
markaðssetja hana meðal háskóla-
manna til að sýna að þar er hægt að
finna hæfileikaríkt fólk í sumar- og
hlutastörf. Röskva telur einnig að ef
fjárhagur Atvinnumiðstöðvarinnar
verði efldur megi efia starfsemina
enn frekar m.a. með verkefnamiðlun.
Menntamál tengjast atvinnu-
málum að miklu leyti og því er
mikilvægt að efla ffamhaldsmennt-
un. Það sýnir sig að ásókn í
framhaldsmenntun eykst þegar
atvinnuástandið er eins og það er í
dag. Þá þarf að huga verulega að
samkeppnisstöðu Háskólans sem er
þvi miður ekki á jafnréttisgrundvelli
í dag. Hinir svokölluðu einkareknu
skólar eru með allt að helmingi
meira fjármagn milli handanna en HÍ
og það gerir samkeppnisstöðu Há-
skóla íslands auðvitað mjög erfíða.
Háskólinn hlýtur eðlilega að dragast
aftur úr. Samkeppnin er af hinu góða
en okkur finnst samt sem áður að rík-
inu beri að auka framlag til HI vegna
sérstöðu hans auk þess sem hann er
ríkisrekinn og á að standa öllum
opinn.
Það þarf að endurskoða reglur
um fjölda nemenda í hverjum kúrs.
Eins og kerfíð er núna þarf 30
nemendur í hvert námskeið til að
kennsla standi undir sér. Þetta er ekki
raunhæft kerfi því hinar smáu skorir
eru einfaldlega ekki að fá 30 manns í
alla kúrsa. Þannig er farið að borga
með námskeiðum. Þessar reglur
ber að endurskoða og miða við
minni íjölda, t.d. 10 manns.
Það skapar auðvitað tog-
streitu innan Háskólans
þegar stærri deildunum
finnst eins og að þær
séu að borga fyrir þær
minni.“
Engin skólagjöld
„Þá komum við að skólagjöldunum.
Umræðan síðustu mánuði hefur
verið þannig að það geti verið
jákvætt að koma á skólagjöldum og
líst mér illa á það. Háskóli Islands
ætti ekki undir neinum kringum-
stæðum að íhuga að taka upp slík
gjöld. Það er grundvallaratriði í að
stuðla að jafnrétti til náms að fólk
þurfi ekki að greiða fýrir sína mennt-
un. Háskólinn ætti að hafa þá megin-
reglu að vera opinn öllum og allir
geti fengið þar samkeppnishæfa
menntun.
Grunnhugmynd Röskvu í
lánasjóðsmálunum er að hækka
grunnframfærsluna þannig að það
skili sér jafnt til allra. Einnig er það
baráttumál okkar að hækka ffítekju-
markið. Nú þegar margir eru horfnir
aftur til náms vegna atvinnu-
ástandsins er mjög slæmt að rét-
tarstaða þessara stúdenta hafi verið
skert. Þar til síðasta vor máttu þeir
sem voru
að koma úr námshléi vera með þre-
falt frítekjumark áður en lán þeirra
skertust. Vaka samdi svo af sér sl.
vor og nú má fólk aðeins hafa tvöfalt
frítekjumark. Það er 280.000 kr.
lækkun. Þetta viljum við leiðrétta.
Vökumenn hafa talað um að þeir hafi
náð mestu hækkun námslána þegar
fékkst ffam 8,63% hækkun en það
virðist gleymast hér að á sama tíma
hækkaði vísitala neysluverðs um
8,7% svo ekki'var um neina raun-
hækkun að ræða.“
Hvað með önnur
málefni?
„Það er af svo mörgu að taka. Við
viljum samræma vinnuálag á bak við
einingar, auka verkefnaskil á netinu
og svona mætti áfram telja hvað
varðar menntamálin. í fjölskyldu-
málunum viljum við íþróttaskóla
fyrir böm stúdenta í íþróttahúsinu. I
málefnum stúdentagarða viljum við
Qölga stúdentagörðum. í stjómartíð
Röskvu var fyrst farið að kanna
hvort hægt væri að byggja garða í
Hafnarfirði og á Barónsstígsreitnum
og þarf að fylgja þeim málum
betur eftir. Þá viljum við einnig
taka á öryggismálum á stúd-
entagörðunum en mikið er
brotist inn í bíla á
svæðinu. Allt háskóla-
svæðið er vaktað af
starfsmönnum Secur-
itas. Stúdentaráð og FS
ættu að leita sömu að-
Vaigerður B. Eggertsdóttir:
99Hinir svokölluðu einkareknu skólar eru með allt að
helmingi meira fjármagn milli handanna en HÍ og það
gerir samkeppnisstöðu Háskóla íslands auðvitað
mjög erfiða64
stoðar fyrir stúdenta sem búa á
Görðunum.“
Rödd stúdenta
hefur þagnað
Hvar eru helstu ágreiningsmálin
innan Stúdentaráðs í dag?
„Hagsmunabarátta sem slík felur það
í sér að báðar fylkingamar, sem sitja
í SHÍ, hafa hagsmuni stúdenta að
leiðarljósi. Það er meira spuming um
aðferðarffæði - hvaða aðferðum fólk
vill beita til að ná markmiðunum. Ég
get ekki svarað fýrir Vöku í lána-
sjóðsmálunum en okkar fýrsta mál í
Röskvu er að hækka grunnfram-
færsluna. Einnig er afstaða fylk-
inganna hvað varðar samkeppnis-
stöðu Háskóla íslands ólík. Við
teljum að núverandi kerfi neyði
Háskóla íslands inn á braut skóla-
gjalda og það getum við ekki
samþykkt. Þetta er svona það helsta
sem ég get nefnt.
Röskva hefúr i gegnum tíðina
einbeitt sér mikið að því að
Stúdentaráð sé leiðandi rödd úti í
þjóðfélaginu, þ.e.a.s. virkur þrýsti-
hópur og leiðandi afl í námsmanna-
baráttunni um leið og Röskva hefur
beitt sér fyrir umbótum innan
háskólans. Þetta finnst mér vera eitt
af helstu hlutverkum SHÍ. Ef ég á að
segja eins og er þá finnst mér rödd
stúdenta hafi þagnað svolítið í vetur.
Það hefúr ekki verið skrifað eins og
mikið og fféttaflutningur af mál-
efnum stúdenta er minni. í umræð-
unni um Lánasjóðinn, endurgreiðslu-
byrði lánanna, atvinnuástandið,
samkeppnisstöðu Háskólans og
skólagjöld hefur því miður lítið
heyrst í Stúdentaráði, þessu þarf að
breyta.“
Verða kosningarnar i ár ekki spenn-
andi?
„Þær verða mjög spennandi. Það er
gaman að fá inn þriðja aflið sem
hleypur lífi í mannskapinn. Vonandi
verður það til þess að enn fleiri stúd-
entar kynni sér málefnin og nýti sér
atkvæðisrétt sinn því það eykur vigt
málflutnings Stúdentaráðs í þjóðfél-
aginu. Við í Röskvu kynnum í þess-
um kosningum góð málefni og um
leið mikið af góðu fólki sem er til-
búið til að axla þá ábyrgð sem fýlgir
forystu Stúdentaráðs. Það verða
okkar helstu vopn í þessari baráttu.“
Hvers vegna á fólk að kjósa Röskvu?
„Fólk verður að kynna sér málefhin
og kynna sér listana svo það sjái
hverjum það treystir til að leiða sína
hagsmunabaráttu. Þá er gott að líta á
staðreyndir og skoða hvað Röskva
og Vaka hafa gert í gegnum árin.
Röskva hefur hrint í ffamkvæmd
mörgum, góðum málum. Á þeim
tíma sem Röskva var í meirihluta
hækkuðu námslánin, t.a.m. um 6,7%
umffam hækkun vísitölu neysluverðs
síðustu 3 ár sem Röskva var í meiri-
hluta, íbúðum fýrir stúdenta fjölgaði
og leikskólaplássi fýrir böm stúdenta
einnig. Röskva hefur sýnt það og
sannað í gegnum árin að hún þorir að
berjast fýrir réttindum stúdenta og
láta í sér heyra. Innan Röskvu starfar
dugmikið fólk sem er til í slaginn
fýrir hönd stúdenta .“
Eggert Þór Aðalstcinsson
etha@hi.is