Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.01.2003, Síða 11

Stúdentablaðið - 01.01.2003, Síða 11
11 Stúdeniablaðið Leiðtogar framboðanna: Háskólalistinn (H) .■f- '• RK'USSI Háskólalistinn Auður Lilja Erlingsdóttir skipar fyrs- ta sæti á framboðslista Háskóla- listans til Stúdentaráðs Háskóla íslands í komandi kosningum. Hún segir grundvallarmuninn á Há- skólalistanum og hinum fram- boðunum vera sýn Háskólalistans á opið kosningakerfí þar sem að ólíkir einstaklingar geti boðið sig fram að eigin frumkvæði og átt raunhæfa möguleika á því að fmna hljóm- grunn. Auður mun brautskrást frá Háskóla íslands sem stjómmála- og atvinnulífsfræðingur 22. febrúar næstkomandi og hyggur síðan á framhaldssnám. Hún er fædd árið 1979 og hefúr búið viða um land. Auður stundaði framhaldsskólanám á Akranesi og Sauðárkróki þaðan sem hún útskrifaðist árið 1999. Á skólaferli sínum hefúr Auður gegnt fjölmörgum störfum á sviði félagsmála. Hvers vegna ákvaðst þú að fara í framboð i stúdentastjórnmálunum? „Flestir sem hafa yfirhöfuð mætt í skólann hafa ekki komist hjá þvi að taka eftir baráttu fylkinganna tveggja sem hafa einokað hagsmunabaráttu stúdenta undanfarin ár. Sjálf hef ég alltaf verið mjög áhugasöm um stjómmál og raunar um hagsmuna- og réttindamál af öllu tagi. Það var því ekki tilviljun að ég fór að kynna mér málin og það kom þeim sem þekkja mig ekki á óvart. Margt ýtti við mér og má þar t.d. nefna að ég er utan af landi og var ég lengi vel á biðlista eftir því að komast að á Stúdentagörðunum. í millitíðinni leigði ég bílskúr þar sem ég lærði undir lokaprófín kappklædd með húfu og vettlinga! Á tímabili vann ég með Röskvu en komst fljótlega að því að þar skorti ýmislegt sem ég lagði áherslu á. Til að mynda hefúr listi Röskvu venjulega komið af himnum ofan fyrir kosningar, þ.e. stjórn Röskvu veit ekki almennilega hverjir eru á listanum fyrr en á listakynn- ingunni. Mér fmnst slíkt fyrirkomu- lag ekki til fyrirmyndar og tel ég hægt að hafa annan hátt á því. Það var ekki að minu frumkvæði að ég fór í framboð - það bara gerðist. Fyrir síðustu jól hitti ég tvo ákafa menn sem ræddu sin á milli um vankanta á háskólastjóm- málunum. Eg reyndi að sannfæra þá um að ástandið væri nú ekki svo slæmt en tókst það ekki; það var ffemur á hinn veginn. Fyrr en varði var ég boðuð á fúndi og sagt að þar sem að ég gæti ekki haldið mínum skoðunum fyrir mig yrði ég hreinle- ga að taka þátt af fullu afli sem ég ákvað svo að gera.“ Þörf á nýju blóði Hvers vegna teljið þið vera þörf á nýju framboði til Stúdentaráðs? „Eg er orðin langþreytt á ríkjandi stöðu og tel Háskólalistann vera veg- vísi í nýja átt sem ég er tilbúin að stefna að. Það er full þörf fyrir nýtt blóð í hagsmunabaráttu stúdenta. Til að byrja með er augljóst að formið á kosningunum er ekki við- unandi. Það, ásamt öðru, veldur því að einungis um helmingur stúdenta sér hag sínum borgið með því að mæta á kjörstað. Það er vissulega áhyggjuefni. Það er ekki að ástæðulausu sem stúdentastjórnmálunum hefur verið líkt við sandkassaleik. Megin- hluti orku núverandi fylkinga fer á stundum í það að rífast um hver var fyrstur að koma með hvaða hug- mynd og jafnvel þó að allir séu sam- mála er varla hægt að komast að niðurstöðu vegna viðleitni fylk- inganna við að greina sig hvor ffá annarri. Vaka og Röskva eru oft ræddar sem framlenging af hinni hefðbundnu landsmálapólitík og þeim skipt í hægri og vinstri blokk, þrátt fyrir að hvorug fylkingin vilji kannast við það opinberlega. Þrátt fyrir þau mótmæli eru margir stúd- entar sem vilja ekki kjósa á milli vinstri og hægri í málefúum sínum heldur kjósa fremur annan valkost. Háskólalistinn stefnir að því að búa til opinn og skemmtilegan vettvang fyrir skoðanaskipti stúdenta án verulegra áhrifa frá landsmálapóli- tikinni. Ef stefna Háskólalistans gengur eftir fá stúdentar fleiri valkosti og aukna möguleika á því að taka þátt í stúdentastjómmálunum." Hver eru ykkar helstu stefnumál? „Okkar áhersla er fyrst og ffemst sú að auðvelda aðgang stúdenta að hagsmunabaráttu þeirra. Það er markmið okkar að því formi sem hefur verið á kosningum til Stúd- entaráðs verði breytt með það að tak- marki að gera einstaklingum og fámennum framboðum kleyft að bjóða fram krafita sína. Það er á engan hátt flókið að koma þessu við og við teljum okkur ekki eiga í neinum erfiðleikum með að sýna ffam á það. Kerfíð í dag er fáranlega þungt í vöfúm og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir margra stúdenta til að skilja það gefast margir upp áður en tak- markinu er náð. Það er til að mynda út í hött, i tilviki fyrsta árs nema, að þeir sem hljóta kosningu taka með sér í Stúdentaráð einhvem sem var í ffamboði árið áður, áður en viðkom- andi fyrsta árs nemi hóf nám sitt. Ef ég vil kjósa lista Röskvu í ár er ég um leið að kjósa alla þá sem voru i ffamboði árið áður sem þykir sjálfsagt mál samkvæmt núverandi kerfi. Við teljum að miklu betra væri að kjósa til eins árs i senn og að hægt sé að finna aðrar leiðir til að halda inni reynslu af starfmu. Ein- staklingar geta auðveldlega boðið sig ffam aftur hafi þeir hug á því og að sama skapi viljum við að fram- kvæmdastjóri Stúdentaráðs sé kosinn til lengri tíma í senn. Annað sem við teljum var- hugavert við núverandi kerfi er hvemig formaður Stúdentaráðs er valinn. Það eru nánast svik við stúd- enta að bjóða þeim upp á að kjósa á milli lista ef að formaður Stúd- entaráðs verður svo maður í þriðja sæti listans frá árinu áður. Það skiptir stúdenta miklu máli hver verður tals- maður þeirra út á við og augljós krafa að oddviti hverrar fylkingar sé hennar formannsefni. Það er þó margt sem þarf að breyta samfara nýju kosningafyrirkomulagi. Við bjóðum upp á margar lausnir hvað þetta varðar. Það þarf ekki að vera flókið að auka aðgengi stúdenta að stúdentastjómmálum og slíkt mætti jafnvel verða til þess að þeir mættu betur á kjörstað. Háskólalistinn vill þó ekki láta líta á sig sem eins málefnis framboð. Þegar ákvörðun var tekin um að er nýr kostur Auður Lilja Erlingsdóttir: 55Háskólalistinn er þverpólitískt framboð sem skil- greinir málefni sín á vettvangi háskólastjórnmálanna en ekki eftir landsmálavettvanginum. í okkar röðum er fólk sem hefur starfað innan allra flokkaéí bjóða fram var um leið sett sú stefna að móta ffá grunni stefnumarkmið okkar í helstu hagsmunamálum stúd- enta. Margt af því sem við höfúm ffam að færa kann að vera kunnug- legt enda eru mörg hagsmunamál stúdenta sígild. Engu að síður er skýrt fyrir hvað við stöndum og að við höfum víðfema þekkingu á margvíslegum sviðum er tengjast aðstöðu, réttindum og hagsmunum stúdenta." Þverpólitískt framboð Hvar standa félagsmenn ykkar í póli- tík? „Háskólalistinn er þverpólitiskt ffamboð sem skilgreinir málefni sín út ffá háskólastjómmálunum en ekki eftir landsmálavettvanginum. í okkar röðum er fólk sem hefur stutt eða starfað innan Framsóknarflokks, Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. 1 okkar röðum er líka fólk sem hefúr hingað til ekki skipt sér af pólitík. Stúdentastjómmál em fyrst og ffemst hagsmunabarátta og að okkar mati kemur landsmálapólitíkin háskólastjómmálunum ekki við. Að standa í hagsmunabaráttu fyrir stúd- enta undir flokkspólitískum for- merkjum getur rekist á og orðið til trafala þurfí fulltrúar stúdenta að standa baráttu við sína eigin flokks- menn. Slíkt gæti komið niður á hagsmunum stúdenta." Ef þið kœmust í oddaaðstöðu og gcetuð valið ykkur samstarfsflokk, hvort er líklegra að þið mynduð starfa með Röskvu eða Vöku? „Þetta er skemmtileg spuming! í fyrsta lagi veltur það algjörlega á niðurstöðum kosninganna í hvaða “stöðu” við verðum. Að sjálfsögðu vildum við helst fá hreinan meiri- hluta en við gerum okkur grein fyrir því að sá möguleiki er fjarlægur. í öðru lagi höfum við haft hugann við flest annað en þetta atriði í okkar baráttu. Það væri annars einkennileg afstaða nýs ffamboðs að gefa það út fyrir kosningar með hverjum það vildi starfa eftir kosningar, sérstak- lega í ljósi þess sem fyrr greinir, að Vaka og Röskva hafa enn ekki gefið út sínar stefnuskrár. Ef við fáum aðstöðu til að vera í forystu fyrir stúdenta viljum við að sem flestum stefnumálum okkar verði komið í ffamkvæmd eins og gefúr að skilja. Það veltur því auð- vitað á stefnumálum og samstarfs- vilja þeirra aðila sem þar að koma. Við útilokum að sjálfsögðu hvorugan kostinn.“ Eitthvað að lokum? „Þar sem að við erum fátækt fram- boð vil ég benda fólki á heimasíðu okkar þar sem hægt er að afla sér upplýsinga um málstað okkar. Við munum ekki ónáða stúdenta með því að skrá niður þá sem mæta á kjörstað né stunda markvissar úthringingar. Því vil ég segja að lokum: „Munið eftir okkur þegar hinir hringja á kjördag." Þórhallur Ásbjörnsson thorhas@hi.is

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.