Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.01.2003, Page 12

Stúdentablaðið - 01.01.2003, Page 12
12 'jr "l- Stúden^maðið Háskólanemar úti á galeiðunni Helgin 17. -18. janúar Viðskiptafræðinemar eru á Astró og heimspekinemar stunda Sirkus. Al- hæfingar af þessu tagi leiðir til þess að fólk fer að búa til staðalmyndir og geta þær jafnvel skapað fordóma. Er deildaskipting til staðar á djamminu? Þær BRYNJA DÖGG FRIÐRIKS- DÓTTIR, DÖGG HJALTALÍN og HÓLMFRÍÐUR ANNA BALD- URSDÓTTIR, nemendur í hagnýtri ljölmiðlun, vildu sannreyna þær alhæfmgar sem virðast umlykja skemmtanalíf stúdenta, drógu fram hlaupaskóna og lambhúshettumar og litu við á vinsælustu skemmti- stöðunum í 101. Ætlunin var að grafa upp háskólanemana og taka sem flesta tali. Úti var nístingskuldi sem stoppaði ekki víkinga þegar mjöður var annars vegar. Ýmislegt forvitni- legt varð á vegi þeirra þessa helgi. Föstudagskvöldið einkenndist af vísindaferðum og kosningskvöldum Vöku og Röskvu. Laugardags- kvöldið var öllu fjömgra, troðningur á flestum stöðum og góð stemmning. Austurstræti Á föstudagskvöldinu var litið inn á Astró og Kaffihúsið. Þar gaf að líta Vökufólk, verðandi hjúkkur og verk- fræðinema eftir vísindaferðir að nýta sér bjórtilboð á bamum, viðskipta- ffæðinema og gaura í jakkafötum að mæla út „markaðinn". Það var rólegt á Astró, en i seinni viðkomu hafði samsetning hópsins breyst aðeins þar sem eldra fólk hafði bæst við. Háskólanemar höfðu greinilega farið annað fyrir utan nokkra sveitta á dansgólfinu. Ungur verkffæðinemi varð þó á veginum og var hann maður ein- samall. Það kom á daginn að hann djammaði aldrei með samnemum sínum þar sem honum fannst þeir afspyrnu leiðinlegir. Okkur fannst þetta kannski ansi hart og fómm út af Astró í þungum þönkum. Þessa staðhæfmgu varð að athuga nánar. Hafa nemendur kannski fordóma gagnvart eigin deild? Austurvöllur Eldra fólk og eflaust fyrrum háskólanemar dönsuðu og dilluðu sér í takt við Dadda Diskó á Thorvaldsenbar. Að leita að háskólanema var eins og að fmna nál í heystakki en hugsanlega voru ein- hverjir úr endurmenntun á svæðinu. Þrátt fyrir aðstoð dyravarða fannst engin. Á Kaffíbrennslunni var ekki margt um manninn. Við grófum upp eina mannffæðistúdínu á þriðja ári sem sagðist ekki djamma mikið og í raun ekki djamma mikið með mann- fræðinni yfír höfuð vegna anna í vinnu. Áki var „Pain“ í búrinu á Nasa og áhorfendapallarnir voru þétt- skipaðir en dansgólfið tómt. Einn lyfjaffæðinemi var mættur og sagðist fara á Nasa um hverja helgi. Hann munar ekki um að borga 1000 kr. inn á Nasa. „Þetta er bara ein pizza.“ Hann fer ekki út á lífið með skólafélögunum og segir: „Lyfja- fræðinemar eru nördar og sextugar konur." Hmm ... Aðalstræti Plötusnúðurinn Steini í Quarashi trekkti að en hann var að spila á Vídalín. Reyndar barst okkur til eyma eftir helgi að þetta hafi endað í fámennu einkapartýi. Ekki mörg kunnugleg andlit en þar hittum við fyrir sagnffæðinema á 3. ári. Hann segir Vídalín hafa verið ágætan upp á síðkastið en sækir einnig aðra staði. „Það er aldrei neitt að gerast á djamminu. Það lifa allir í þeirri von að maður geti „höstlað" niður í bæ og það virðist vera tilgangurinn. Samt er maður aldrei að höstla neitt þannig að þetta er orðin bara eintóm kvöð að fara niður í bæ um helgar. Ég tek ekki þátt í þessum kjöt- markaði, mér finnst miklu skemmti- legra að bara spjalla og hitta fólk eins og ykkur.“ Tryggvagata Sssól átti að spila á Gauknum en voru ekki mættir. Stemmningin í lág- marki enda fáir komnir en fólk týndist inn til að hoppa og syngja „húsið er að gráta.“ Lengi lifír í gömlum (gl)æðum. Læknanemi utan að landi ffæddi okkur um að lækna- deildin, líkt og margar aðrar deildir, færu á Astró eftir vísindaferðir eða á Hverfísbarinn. Hafnarstræti Við fundum engan á Dubliners en gólfíð á effi hæðinni átti eflaust eftir að dúa vel síðar um kvöldið. Spuming hvenær það hrynur. Á röltinu ffam hjá Píanó- bamum hittum við fýrir hagffæði- nema. Hann sagðist fara sjaldan á Píanóbarinn og sækja frekar staði eins og Astró, Sólon og Hverfis- barinn. „Margir úr hagfræði sækja þessa staði, Hverfisbarinn af því það er „east-side place“og Astró af því það er tilboð á bamum eftir vísinda- ferðir.“ Þingholtsstræti Nemar í sparnaðarhugleiðingum vom á Nelly's eða týndir í tíma og rúmi. Hilmir Snær er fastagestur - enda fastur á veggnum. Á Nelly's grófúm við upp syng- jandi sálfræðinema sem djammar einna helst á Astró og oft með sálfræðinni. „En þegar ég er með alþýðufólki þá læt ég sjá mig á Nelly's,“ sagði hann og bætti svo við „ég mundi segja að það væm þrjár ástæður fyrir því að ég djamma, lyfta mér upp með fél- ögunum, dansa og stelpur." Nelly’s ætti í raun ekki að vera verri staður en hver annar til að uppfylla þessar litlu kröf- ur skemmtanaglaðra stúdenta. Á Sportkaffi er málið að mæta í hvítu ef tilgangurinn er að slá í gegn á gólfinu. Reykurinn og bláa ljósið slæva skilningarvitin og skapa stemmningu sem er einstök. Mann- skapurinn var að komast í stuð þegar við áttum leið hjá en við hittum meðal annarra nema í viðskipta- ffæði, sem vildi ekki heyra minnst á viðtal en var alveg til í að láta taka mynd af sér. 55 Ég tek ekki þátt í þessum kjötmarkaðiu Ingólfsstræti Á föstudagskvöldinu var Sólon staðurinn fyrir Röskvufólk sem var að koma sér í gír fyrir kosningarnar. Þar var nemi í íslensku og félags- ffæði. Hún sagði íslenskunema ekki fara mikið út að djamma heldur vera ffekar í „lokal“-partýum. Hún sagði Kaffibarinn þó stundum verða fyrir valinu. „Við eigum rosalega erfitt með að fara á skemmtistaði vegna þess að þar er töluð svo léleg ísl- enska á djamminu, mikið um þágu- fallssýki og okkur finnst rosalega erfitt að heyra slangrið. Gaurarnir segja til dæmis „vantar þig „light“ elskan? “ Við erum ekki alveg að skilja hvað „light" er. Það er engin spumig að ef þú vilt „höstla" ísl- enskunemana er best að skoða orðabókina vel og helst að taka ein- hver falleg og ónýtt orð, einhver orð sem helst enginn veit hvað þýða,“ sagði íslenskuneminn. Á Sólon sást einnig til nema í jarðfræði og viðskiptaffæði. Eftir Sólon var rokið yfir á rauðu ljósi og hlömmuðum við okkur næst niður hjá sagn- ffæðinema og heimspeki- nema á effi hæð Priksins. Þeir eiga ættir sínar að rekja til Húsavíkur en segjst sjaldan sækja í sveitaballastemmninguna á Gauknum. Heimspekineminn sagðist djamma tvisvar i mánuði en mjög sjaldan með skólafélögunum. Sagn- Föstudagurinn 17.janúar 23:25 Sólon 23:40 Astró 0:02 Kaffibrennslan 0:45 Astró 1:15 Sólon 1:25 Prikið 1:30 Hverfisbarinn 1:43 Grandrokk 1:48 Celtic Cross 1:55 Vegamót 2:05 Ölstofan 2:15 Kalfibarinn

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.