Stúdentablaðið - 01.01.2003, Síða 24
24
Stúdentsblaðið
■ nnan veggja Háskóla íslands er
I stöðugt verið að leita nýrrar
I þekkingar og vinna að firamþróun
á öllum sviðum, meðal annars á sviði
tölvu- og upplýsingatækni. Sem
dæmi um þetta má nefna að fyrir
nokkrum misserum var tekið í
notkun það sem í daglegu tali er
nefnt vefkerfí Háskólans.
Og það er óhætt að fullyrða að
kerfið hefur hreinlega slegið í gegn.
Notkunin á vefkerfmu hefur verið
•aí
griðarleg, bæði hjá nemendum og
kennurum. Því til sönnunar má til-
færa nokkrar tölur sem segja sína
sögu.
Á síðastliðnu ári hafa notendur
skráð sig í yfir 700 þúsund skipti í
vefkerfið. Yfir 3500 nemendur hafa
pantað einkunnasendingar í farsíma,
um 10 þúsund atburðir hafa verið
skráðir í dagatal notenda og nemend-
ur hafa í yfir 300 þúsund skipti náð í
skrár á skráasvæði námskeiða, svo
nokkur dæmi séu tekin.
Hér er því í raun gríðarlega
öflugt og hagnýtt innra net fyrir
starfsmenn og nemendur skólans.
A Markmiðið með vefkerfinu er að
auðvelda aðgengi að upplýsingum
með því að flétta öll upplýsingakerfi
Háskólans saman í eina heild. Sá
sem fer inn í vefkerfi Háskólans fær
þær upplýsingar og aðgang að þeim
verkfærum sem snúa að honum.
Vefurinn er því sérsniðinn að þörf-
um hvers einstaklings.
Annar megintilgangur kerf-
isins er að búa til samskiptavettvang
fyrir nemendur og starfsmenn
Háskólans. Háskóli snýst nefnilega
ekki bara um samskipti milli kennara
og nemenda, þótt þau séu auðvitað
veigamikill þáttur í starfi Háskólans.
Fjölmargir aðrir aðilar, starfsmenn
Nemendaskrár, deildarskrifstofa og
Námsráðgjafar auk fjölda annarra
starfsmanna þurfa að hafa samskipti
við nemendur. Nýja kerfið hefúr
valdið byltingu fyrir þetta fólk, því
nú geta starfsmenn Háskólans meðal
annars sent nemendum í tilteknum
námskeiðum tilkynningu sem berst
þeim bæði í tölvupósti og birtist á
forsíðu nemandans í vefkerfmu.
Aögangsstýring
Á innra neti er hægt að nálgast
viðkvæmar trúnaðarupplýsingar sem
eðli málsins samkvæmt þarf að stýra
aðgengi að. Þannig geta til að
mynda nemendur eingöngu séð sínar
eigin einkunnir og kennari getur stýrt
því hverjir geti séð fyrirlestrana
hans.
Með því að nýta aðgangshluta
vefkerfisins er hægt að stýra aðgangi
að mikilvægum skjölum sem eiga
eingöngu að vera sýnileg ákveðnum
starfsmönnum eða nemendum.
Vefkerfið er grunnur sem hægt
er að nýta sem undirstöðu fyrir önnur
kerfi og koma þannig upplýsingum á
einfaldan og þægilegan máta til
notenda.
í fyrstu áfongum á smíði vef-
kerfisins var lögð áhersla á þá hluti
sem snúa að nemendum og kennur-
um. Hægt er að skipta vefkerfinu
upp í tvo meginhluta, kennarahluta
annars vegar og notendahluta hins
vegar.
Til þess að tengjast vefkerfmu
er farið inn á Háskólasíðuna
(www.hi.is) og viðkomandi skráir
notendanafnið sitt og lykilorð í sam-
nefnda reiti. Eftir þetta athugar vef-
kerfið hvaða notandi þetta er og
tengir hann við þær upplýsingar og
verkfæri sem hann þarf á að halda.
Upphafssíðan sem notandi fær
eftir að hafa skráð sig inn í vefkerfið
er nokkurs konar gátt sem bæði
starfsmenn og nemendur þurfa að
fara um. Þar er hægt að afhenda
notendum þær upplýsingar sem hann
varða. Þama væri hægt að birta t.d.
fréttir sem tengjast starfi eða námi
notandans.
Metþátttaka í
rafrænni kennslu-
könnun HÍ
Dagana 20. nóvember til 1. desem-
ber var kennslukönnun Háskólans
iögð fyrir um leið og nemendur
skráðu sig inn í vefkerfið og gaf það
afar góða raun. Um 20.000 svör
bárust í kennslukönnunina sem lögð
var fyrir rafrænt í fyrsta skipti. Þetta
er um 30% meiri þátttaka en áður
hefur fengist í kennslukönnun sem
hingað til hefúr verið lögð fyrir á
pappírsformi. Um 60% allra nem-
enda tóku þátt í könnuninni og
skiluðu inn mati fyrir 577 námskeið
og 687 kennara.
Þessi árangur sýnir svo ekki
verður um villst að nemendur við
Háskóla íslands eru framarlega í
notkun vefsins og er háskólanum
hvatning til að halda áfiam á sömu
braut. Með því að nýta upphafssíðu
vefkerfisins náðust mun betri skil en
með hefðbundinni pappírskönnun.
Á forsíðu notenda er dagatal
þar sem þeir geta sett inn bæði pers-
ónulega atburði til minnis, auk þess
sem dagatalið er tengt við nám-
skeiðin sem viðkomandi kennir eða
er nemandi í. Merkisdagar Há-
skólans, eins og almennir ffídagar,
próftímabil, skráningardagar o.s.frv.
sjást einnig á dagatölum notenda.
Dagatalið auðveldar þannig notand-
anum mjög að skipuleggja vinnu
sína. Tilkynningar frá námskeiðum
eru birtar á forsíðunni ásamt lista yfir
þau námskeið sem viðkomandi er
skráður i með tengingu yfir á
heimasíður námskeiðanna. Þetta
þýðir margs konar hagræði og sparar
fólki ómældan tíma og fyrirhöfn.
Nemendur geta fengið yfirlit
yfir námsferil sinn í vefkerfmu og
séð hvaða námskeið þeir eru skráðir
í ásamt tilheyrandi upplýsingum.
Nemandi getur séð hvemig
hann stendur sig í samanburði við
aðra nemendur. Hann getur fengið
upp einkunnadreifingu, ásamt töl-
fræði eins og meðaleinkunn, hversu
margir stóðust námskeiðið o.s.ffv.
Skráarsvæðið mitt
Allir notendur hafa sitt eigið heima-
svæði. Heimasvæðið er gagna-
geymsla þar sem notendur vista
skjölin sín. Hægt er að tengjast
heimasvæðinu á einfaldan hátt í
gegnum vefkerfið með því að fara á
heimasíðu Háskólans.
Notendur geta nálgast gögnin
sín hvar sem er, hérlendis sem
erlendis, með því að nýta þennan
möguleika. Þannig getur nemandi
náð í ritgerð sem hann var að vinna í
tölvuverum skólans, haldið áfram
með ritgerðina heima hjá sér og sent
aftur til baka á heimavæðið að vinnu
Iokinni.
Síðastliðið sumar var greiðslu-
kerfi sett upp í tengslum við vef-
kerfið. Með greiðslukerfmu opnast
möguleikar fyrir Háskólann að taka
við kreditkortagreiðslum í vefkerfi
Háskólans. Greiðslukerfið getur í
ffamtíðinni nýst fyrir ýmsa þjónustu
á Netinu eins og greiðslu á skóla-
gjöldum, ráðstefhugjöldum o.s.ffv.
Prentkvótakerfi Háskólans er
fyrsta kerfið sem notar greiðslu-
kerfið. Prentkvótakerfið er sjálfsaf-
greiðslukerfi fyrir nemendur sem
gerir þeim kleift að skoða og kaupa
prentkvóta á vefnum, en prentkvóti
er tiltekinn Qölda blaða sem þeir geta
prentað út í tölvuverum.
Með þessu er Reiknistofnun
að bæta þjónustuna við nemendur
þar sem þeir þurfa ekki lengur að
fara í Nemendaskrána til að kaupa
prentkvóta. Þetta er til mikils
hagræðis fyrir nemendur, sérstaklega
þá sem eru ekki staddir á
háskólasvæðinu, til dæmis í tölvu-
verunum á Grensásvegi, við
Skógarhlíð og í Eirbergi. Nemendur
geta núna keypt prentkvóta á vefhum
og geta farið að nota hann innan
fimm mínútna í stað þess að þurfa að
bíða klukkutímum saman eftir því að
geta prentað út eins og verið hefur.
Einnig léttir þetta fyrirkomulag mjög
á Nemendaskránni sem hefur átt fullt
í fangi með að sinna þessari af-
greiðslu, en samkvæmt tölum
Reiknistofnunar komu nemendur
hátt i fjögur þúsund sinnum á síðasta
ári í Nemendaskrána til að kaupa
prentkvóta.
Annar og ekki síður mikil-
vægur liður í sjálfsafgreiðslu nem-
enda er sá möguleiki að skrá sig úr
námskeiðum í vefkerfmu. Þannig er
vefkerfið þegar farið að stytta mjög
biðraðir í Aðalbyggingu og spara
Háskólanum og nemendum dýrmæt-
an tíma, fé og fyrirhöfn.
Námskeiðavefur
En möguleikamir eru fleiri. Öll
námskeið sem boðið er upp á innan
Háskólans em komin með sinn eigin
vef um leið og þau eru stofhuð í
nemendakerfmu. Á námskeiða-
vefnum geta kennarar komið upp-
lýsingum á ffamfæri til sinna nem-
endum á auðveldan og fljótvirkan
hátt.
Kennari getur sett kennslu-
áætlun sína á vefinn þar sem hann
getur bætt við atburðum fyrir
ákveðnar vikur eða dagsetningar.
Hvert námskeið hefur
skráasvæði þar sem kennarar geta
sett inn þau skjöl sem tilheyra
námskeiðinu og nemendur þurfa að
geta nálgast. Með þessu er leikur
einn fyrir kennarana að koma t.d.
fyrirlestraglærum á framfæri við
nemendur sína.
Fyrir tíma nýja kerfisins þurftu
kennaramir að hafa samband við
Nemendaskrá eða viðkomandi
deildarskrifstofu til að fá lista yfir þá
nemendur sem skráðir væru í þau
námskeið sem þeir kenndu. Listinn
varð fljótt úreldur þar sem
skráningarstaða nemenda er síbreyti-
leg. Nú er þetta hins vegar mun ein-
faldara og þægilegra, því kennaramir
geta nálgast listann beint á
námskeiðavefnum. Og þar sem vef-
kerfið tengist nemendakerfinu er
listinn alltaf réttur, uppfærður til
samræmis við skráningarstöðu
hverju sinni.
59Árangurinn sýnir svo ekki verður
um villst að nemendur við Háskóla
íslands eru framarlega í notkun
vefsinsíí
-F