Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.01.2003, Side 26

Stúdentablaðið - 01.01.2003, Side 26
26 Sfuden|§íis8aðið sýnilegri en við erum búin að vera með skrifstofu á íslandi í um það bil 50 ár. Það sem mér hefur fundist vanta er að Kanada er ekki nógu sýnilegt á Islandi þó mikið hafi verið skrifað um Vestur-íslendinga. Það vantar meiri umræðu um Kanada eitt og sér og kanadíska skóla sem þykja mjög góðir,“ segir Kristbjörg. Samkvæmt samanburðarskýrslu á ijórum helstu enskumælandi lönd- unum; Kanada, Bandaríkjunum, Ástralíu og Bretlandi segir Kristbjörg það koma langbest út að fara í skóla til Kanada, „bæði hvað varðar skólagjöld og svo er ódýrara að lifa.“ Hún segir sendiráðió veita al- hliða ráðgjöf og upplýsingar um skóla í Kanada. „Þeir sem hafa áhuga geta komið til okkar og svo þarf nemendaáritun og þá er bæði hægt að fara á netið og koma til okkar." Kristbjörgu til aðstoðar á Alþjóðadeginum voru Shawn Bryant, frá Nanaimo, Bresku- Kólumbíu í Kanada og Tricia Signý McKay, frá Selkirk, Manitóba í Kanada, en þau aðstoðuðu einnig við kynningu á Snorra West-verkefninu (www.snorri.is). Verkefnið gefur ungu fólki á aldrinum 18-23+ ára tækifæri til að bæta ensku- kunnáttuna, ferðast, eignast nýja vini og jafhvel hitta kanadíska ættingja í sex vikna sumardagskrá í Manitóba. Shawn og Tricia eru bæði af íslensk- um ættum og á fyrsta ári í íslensku fyrir erlenda stúdenta. „Lærið í Kanada því þar er gaman að læra,“segir Tricia. „Bjórinn er líka miklu ódýrari í Kanada. Þar er líka frábærlega skemmtilegt að vera, ódýrt, fallegt og góð tónlist. Við tölum líka öll íslensku," bætir Tricia Signý við og brosir út i eitt. Shawn segist einnig mæla með því að íslendingar heimsæki Kanada og fari jafnvel þangað í nám því nám í Kanada sé ódýrt í samanburði við önnur lönd.“ Evrópa alltaf vinsæl Áslaug Jónsdóttir hjá Al- þjóðaskrifstofu háskólastigsins segir Evrópu vera stærsta þegar kemur að stúdentaskiptum. „Erasmus er langstærstur hluti af þessu og voru íslenskir stúdentar mjög fljótir að taka við sér þegar stúdentaskiptin byrjuðu." Fjöldinn allur af nemum úr ólíkum áttum kynntu nám við er- lenda háskóla og má þar nefna Kína, Frakkland, Ítalíu, Sviss, Norður- löndin og fleiri. Ungt fólk í Evrópu (www.ufe.is) er eitt af þeim verkefhum sem tengist óformlegri menntun en ekki háskólanámi eða skólum almennt. Verkefnið er styrkjaáætlun á vegum Evrópu- sambandsins og segir Lára S. Baldursdóttir, forstöðumaður lands- skrifstofú Ungs fólks í Evrópu sem er staðsett í Hinu húsinu, áætlunina styrkja alls konar verkefni sem eru unnin af ungu fólki á aldrinum 15-25 ára. Þetta eru margvísleg verkefni sem tengjast nánast hverju sem er. „Þetta getur verið allt frá umhverfísvemd upp í menn- ingartengd verkefhi, listgreinar og einnig hópverkefni. Það sem við Framandi og ekki svo fram- andi menning í brennidepli Alþjóða- og lista- dagar í HÍ Erlendir stúdentar við Háskóla íslands og fyrrum íslenskir skiptistúdentar veittu upp- lýsingar um nám í hinum ýmsum -löndum á Alþjóðadegi HI fímmtu- daginn 23. janúar sl. í Háskólabíó. Auk þess voru ýmsir aðilar með kynningarborð og kynntu þjónustu sína fyrir námsmönnum og öðmm áhugasömum. Dagur þessi var nú haldinn í 6. sinn og það með pompi og prakt. Hann er samstarfsverkefhi Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins, Stúdentaráðs HÍ og Atvinnu- miðstöðvar stúdenta. Guðrún Helga Jóhannsdóttir, alþjóðafulltrúi Stúd- ventaráðs, segir Félag erlendra nema (á ensku: Foreign Student Association - FSA) sem var nýlega stofhað, einnig hafa aðstoðað við skipulagningu þótt það hefði ekki staóið að deginum. „Það hefúr aldrei verið félag fyrir alla erlenda nema áður heldur einungis félag sem tak- markaóist við nema í íslensku fyrir erlenda stúdenta," segir Guðrún Helga. „Þetta er flottasti dagurinn sem haldinn hefur verið, hann hefúr aldrei verið svona stór. Auk þess var ýmsum aðilum bætt við eins og til dæmis sendiráðum Japans og Kanada. Það var endalaus straumur ^.fólks allan daginn og síðan sáu erlendir nemar um alþjóðakvöld sem gekk rosalega vel.“ ÁSTA SÓL KRISTJÁNS- DÓTTIR og EVA HRÖNN STEF- ÁNSDÓTTIR, nemendur í hagnýtri fjölmiðlun, mættu galvaskar á alþjóðadaginn og ræddu við þátttak- endur. Tískusveiflur í nemendaskiptum Áslaug Jónsdóttir, starfsmaður á Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins, tekur undir með Guðrúnu Helgu og segir aldrei jafn marga hafa tekið þátt í þessum degi sem yfirleitt er haldinn í janúar á ári hverju og að vel hafi tekist að bæta fleiri aðilum við. „Erlendum skiptistúdentum hefur á fimm árum fjölgað úr 80 í rúmlega 200 og svo eru einhverjir stúdentar sem koma á eigin vegum. Fjöldi stúdenta sem fara frá HÍ eru nú álíka margir og þeir sem koma. Það hefúr verið mjög vinsælt að fara til Spánar bótt allt sé kennt á spænsku. Núna ‘hefur áhuginn á Þýskalandi og Frakklandi aukist en hann hefur legið aðeins niðri. Það eru tísku- sveiflur í þessu eins og öðru. Það eru miklu fleiri sem fara í skiptum til Evrópu, áhuginn á Bandaríkjunum hefur minnkað á síðasta ári og mikill áhugi er á Ástralíu, auk þess sem forsætisráðherra hafi verið mjög velkominn til Japans þar sem hann var nýlega í opinberri heimsókn. „Mér finnst þessi gagnkvæmi áhugi vera markverður." Annað dæmi um aukinn áhuga íslendinga á Japan segir hann vera ritgerðasamkeppni sem staðið var að nýlega en umsóknarfresturinn rann út mánudaginn 20. janúar sl. Stjómvöld í Japan og sendiráðið hér kemur svo til með að veija um- sækjendur. Verðlaunin eru tveggja vikna menningarferð til Japans í mars n.k. og mun ungu fólki á aldrinum 18-33 ára frá samtals tutt- ugu og fjórum löndum gefast tæki- færi til að taka þátt. Á óvart kom að umsækjendur voru nærri tvö hundr- uð talsins. „Samkvæmt upplýsingum sem ég hef frá Tokyo er þessi fjöldi umsækjenda frá íslandi mjög óvenjulegur og því á ég í viðræðum við Tokyo um að auka fjölda þeirra sem boðið verður að taka þátt frá íslandi, “ segir Okazaki en bætir við að þó hann hafi ekki upplýsingar um hversu margir hafa sótt um í öðrum löndum þá telji hann, miðað yið mannfjöldan á íslandi, að hlutfalls- lega komi flestar umsóknimar héðan. „Ég fagna áhuga íslendinga á námi í Japan, það era ótakmarkaðir möguleikar." Kanada ódýrast - bjórinn líka Kristbjörg Ágústsdóttir, starfsmaður hjá sendiráði Kanada, segir ýmislegt hafa breyst síðan sendiráðið var opnað á síðasta ári. „Við erum orðin Ótrúlegur áhugi á Japan Sendiráð Japans á íslandi (www.japan-embassy.no) kynnti nemendaskipti auk ýmissa námsmöguleika í Japan. Minoro Okazaki sendiráðsfúlltrúi og Mikiko Kogashi, starfsmaður sendiráðsins, segja íslenska stúdenta hafa sýnt mikinn áhuga og að margir sæki í sendiráðið til að fá stúdentaáritanir. Okazaki segir mikið af ungum íslendingum fara í nám til Japans og að japönsk stjómvöld séu með umfangsmikið styrkjakerfí fyrir erlenda skiptistúdenta sem hægt er að sækja um á ári hverju. Hann segist binda vonir við að stjómvöld í Japan opni styrkjakerfi sín enn frekar fyrir íslendingum því nú standi til að Háskóli íslands bjóði upp á nám í japönsku í fyrsta skipti næsta haust. Japönsk stjómvöld koma til með að styðja námið fjárhagslega. „Þetta nám er mjög mikilvægt skref í því að efla tengslin á milli íslands og Japans. Auk þess eiga löndin margt sameiginlegt. Bæði löndin eru eyjur, mikið af fjöllum og eldíjöllum, jarðhiti og hverir, fisk- og hvalveiðar og vegna alls þess sem hefúr verið í umræðunni trúi ég því að margt eigi eftir að gerast í samskiptum milli landanna,“ segir Okazaki og leggur áherslu á að Davíð Oddsson Danmörk er alltaf vinsæl,“ segir Áslaug og undirstrikar að Félag erlendra stúdenta hafi verið mjög virkt í að aðstoða við skipu- lagningu Alþjóðadagsins. Einnig vom helstu möguleikar stúdentaskipta og gildi þeirra rædd. Auk þess héldu nokkrir íslenskir og erlendir skiptistúdentar erindi og deildu reynslu sinni af háskólum víða um heim. Almenn ánægja var meðal nemendanna og vakti Ulf Viðar Nielsson, ISEP skiptistúdent í Suður-Karólinu í Bandaríkjunum, athygli á því aó ekki skipti máli hvaða land eða skóla nem- endur veldu, heldur sé mikilvægast að fara eitthvað. „Ég er viss um að öllum þeim sem talað hafa hér í dag finnst þeirra staður bestur. Ég hef farið bæði til Danmerkur og Bandaríkjanna og mér fannst bæði best. Mikilvægast er að fólk drífi sig út og það skiptir ekki máli hvert fólk fer það verður alltaf gaman.“

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.