Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.01.2006, Side 4

Stúdentablaðið - 01.01.2006, Side 4
I ■IIGT FéUC ÍHALISSAIIAII Ml EIBKA 18. JANÚAR SL. VEITTI FÉLAGSSTOFNUN STÚDENTA AUÐI MAGNDÍSI LEIKNISDÓTTUR VERKEFNISSTYRK FS FYRIR VERKEFNIÐ „BRÁÐUM KEMUR BETRI TÍÐ - UM VIÐHORF TIL JAFNRÉTTISMÁLA í UPPHAFI 21. ALDAR“. VIÐ AFHENDINGUNA SAGÐI ÞÓRLINDUR KJARTANSSON. STJÓRNARFORMAÐUR FS. AÐ RANNSÓKNARVERKEFNIÐ VÆRI STÓRMERKILEGT OG AÐ AUGLJÓSLEGA LÆGI MIKIL OG VÖNDUÐ VINNA ÞVÍ AÐ BAKI. AUÐUR HEFUR LOKIÐ BA-GRÁÐU í FÉLAGS- OG KYNJAFRÆÐUM FRÁ HÁSKÓLA ÍSLANDS. IITTT BEIICillLÍICAii Styrkurinn, sem nemur 150.000 kr., er veittur með það að markmiði að hvetja stúdenta til markvissari undirbúnings og metnaðarfyllri lokaverkefna. Jafnframt til að koma á framfæri og kynna frambærileg verkefni. í verkefni Auðar var kannað viðhorf fólks til hinna ýmsu hliða kynjajafnréttis. „Ég vann það upp úr Gallup-könnun sem var gerð árið 2003," segir hún. „Ég komst að því að það lá fyrir hafsjór af gögnum um viðhorf fólks til þessa málaflokks, en það var hins vegar ekki búið að vinna mikið úr þeim. Pað lá fyrir aragrúi tölfræðiupplýsinga sem leiðbeinandi minn, dr. Þorgerður Einarsdóttir, benti mér á að væri tilvalið að skoða miklu betur. Ég valdi vandlega 14 spurningar úr Gallup-könnuninni og skeytti þeim saman. Pannig bjó ég til mælikvarða sem sýndi viðhorf fólks til jafnréttismála og gat þá iriælt jákvæðni fólks í garð málaflokksins." UAKGT IC«U k éTAIT Auður segir að niðurstöður rannsóknarinnar hreki margar goðsagnir um gang jafnréttismála í landinu. T.d. hafi fólk á aldrinum 18-30 ára mælst með neikvæðari viðhorf til jafnréttismála en fólk á aldrinum 30-47 ára. „Það er líka athyglisvert að atvinnurekendur mældust neikvæðari en launafólk og nemar. Oft er sagt að hagsmunum atvinnurekenda sé borgið í jákvæðni í garð jafnréttismála. Jákvæðni leiði til þess að þeir geti valið starfsfólk úr stærri mannflöru. Þeir tapi því beinlínis á að mismuna fólki þar sem það takmarki möguleika þeirra á að velja hæfustu manneskjuna í hvert starf. Þetta virðist þó ekki vera skoðun þeirra því eins og áður sagði aðhyllast þeir íhaldssamari viðhorf heldur en launafólk og nemar." Athuganir Auðar leiddu einnig í ljós að karlar eru neikvæðari en konur í garð jafnréttismála og að stúdents- eða iðnskólapróf hefur litil sem engin áhrif á viðhorf til jafnréttis. „Það þótti mér mjög merkilegt þar sem það er í námsskrá framhaldsskólanna að fræða eigi um jafnréttismál og lýðræði almennt. Aftur á móti hafði talsverð áhrif hvort fólk var með háskólapróf eða ekki. Ef ég ætti að giska á einhverjar ástæður fyrir þessu þá gæti verið að einhverjar aðrar breytur en háskólamenntunin sjálf hafi áhrif. Það gæti t.d. verið efnahagur foreldra, eða að menntun foreldra skipti máli. Það getur haft áhrif á getu fólks og vilja til að fara í hásköla eða leitt til þess að svarandi sé opnari fyrir ákveðnum hlutum. Svo gæti verið mjög skemmtilegt að skoða hvað fólk lærir í háskóla og hvort námsval hafi áhrif. Þær upplýsingar hef ég ekki frá Gallup en það gæti verið fróðlegt að sjá hvort þær hefðu áhrif á lokaniðurstöðuna. Önnur ástæða sem mér dettur í hug til viðbótar er að fólk í há'skóla sé ef til vill meðvitaðra um það sem það „á" að segja í svona könnunum. Þetta eru þó bara getgátur sem ég get ekki stutt með gögnum." KETKJATÍK - ICAIKé - LéHBIN Þorgerður Einarsdóttir, dósent í kynjafræði, aðstoðaði Auði við gerð verkefnisins. Undanfarið hálft ár hefur Auður starfað við kennsluogrannsóknirviðRannsóknastofnun Háskólans á Akureyri og samstarfsmaður hennar þar, Kjartan Ólafsson, aðstoðaði við útfærslu reiknilíkansins. Auður er nú stödd í Kairó í Egyptalandi ásamt kærasta sínum. „Hann er að fara í eins árs meistaranám hér og á meðan ætla ég að njóta lífsins. I næstu viku byrja ég í sjálfboðaliðavinnu við kennslu í bamaskóla sem sjálfstæð samtök reka. Skólinn er fyrir flóttafólk sem kemur einkum frá Darfur- héraði í Súdan, en flóttafólk þaðan skiptir tugum þúsvmda hér í Kairó. Kannski reyni ég líka að læra arabísku. Egyptaland gæti líka verið spennandi vettvangur fyrir kynjafræðirannsóknir. Mér finnst mjög áhugavert að kynna mér stöðu kvenna og stöðu jafnréttis. Egyptaland er talið eitt af opnustu rikjum Mið-Austurlanda en engu að síður er margt þar sem kemur eflaust mörgum Vesturlandabúum spánskt fyrir sjónir," segir Auður sem hyggur á meistaranám í London School of Economics að Egyptalandsferðinni lokinni. Verkefnastyrkur FS verður næst veittur í febrúar 2006 en þá verður einn styrkur veittur fyrir BA- eða BS-verkefni. Tvenns konar BS- og BA-verkefni eru styrkhæf. Annars vegar lokaverkefni, enda útskrifist nemandi innan þriggja mánaða. Hins vegar verkefni sem unnin hafa verið á námsferlinum, í greinum þar sem nemar vinna ekki eiginleg lokaverkefni og verkefni veita sex einingar eða meira. Skilyrði er að umsækjandi útskrifist i október 2006. Meistara- og doktorsnemar sem útskrifast hafa á liðnu skólaári, þ.e. á tímabilinu eftir útskrift í júní 2005 til og með útskrift í júnl 2006, geta sótt um í júní 2006. ■ Magnús Bjöm Ólafsson. FRÁ NÝSKÖPUNARSJÓÐI Frestur til að skila inn umsóknum um styrki úr Nýsköpunarsjóði námsmanna rennur út 10. mars nk. Á síðasta ári bárust sjóðnum tæpar 300 umsóknir um styrki og 142 verkefni hlutu styrk. Verkefnin voru af margvíslegum toga og endurspegluðu þá miklu grósku sem rikir meðal háskólanema þegar kemur að rannsóknarstarfi. Verkefni, sem nemendur við HÍ á síðasta ári unnu, komu m.a. úrguðfræðideild, félagsvlsindadeild, hugvlsindadeild, lagadeild, læknadeild, raunvísindadeild, verkfræðideild og viðskipta- og hagfræðideild svo eitthvað sé nefnt. 23. febrúar nk. verða Nýsköpunarverðlaun forseta íslands veitt fyrir athyglisverðasta verkefni ársins 2005, en fjögur verkefni eru tilnefnd og hljóta þau öll sérstaka viðurkenningu. Stúdentar eru hvattir til að kynna sér þá möguleika sem felast I því að vinna verkefni með styrk frá sjöðnum. Nánari upplýsingar og umsóknareyðubiað er að finna á heimasíðu sjóðsins, www.nsn. is. ■ NÁM í BANDARÍKJUNUM Að sækja um námsmannaáritun til Bandaríkjanna er auðveldara en'margir telja. Ferlið er mjög skipulagt og gegnsætt. Það fyrsta sem gert er, er að finna skóla. íslensk-ameriska Fulbright- stofnunin getur aðstoðað tilvonandi námsmenn með umsóknarferlið. Heimasíða Fulbright-stofnunarinnar er www.fulbright.is. Eftir að námsmaður er samþykktur inn I bandarískan skóla ætti hann að fá sent form 1-20 frá skólanum og getur þá pantað sér tíma I viðtal hjá Ræðismáladeild sendiráðs Bandarikjanna allt að 120 dögum fyrir brottför. Þetta er hægt að gera rafrænt með því að fara á heimasíðu sendiráðsins, http://iceland.usembassy.gov. Þegar umsækjandinn kemur I viðtalið þarf hann að koma með þau gögn sem tekin eru fram 4 á gátlista sem er á heimasíðunni, ásamt 100 dollara umsóknargjaldi sem hægt er að greiða með reiðufé I bandarískum dollurum eða íslenskum krónum. Það mikilvægasta sem þarf að muna áður en farið er í viðtalið er að borga SEVIS-gjaldið (Student and Exchange Visitor System). Það eru 100 dollarar, sem greiddir eru fyrirfram I gegnum heimaslðuna www.fmjfee. com. Umsækjandinn þarf að koma með sönnun á greiðslu I viðtalið, þ.e. útprentaða kvittun. Viðtalið og taka rafrænna fingrafara tekur vanalega um fimm mínútur og I flestum tilvikum getur umsækjandinn fengið að vita að viðtalinu loknu hvort hann hefur fengið áritun. Ef þörf er á frekari umsýslu er umsækjandanum tilkynnt það meðan á viðtalinu stendur. Venjulega getur umsækjandinn sótt vegabréfiið sitt, sem inniheldur nýju námsmannaáritunina, þann sama dag eða innan tveggja virkra daga. Vegabréfsáritunin er gild eins lengi og námið I viðkomandi skóla tekur og nú geta námsmenn ferðast til Bandaríkjanna allt að 45 dögum áður en námið hefst. Þessi breyting, sem Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og heimavamaráðherra Bandaríkjanna, Michael Chertoff, tilkynntu I janúar 2006, lengir þann tímaramma, sem námsmenn hafa haft til að fara inn I Bandaríkin áður en nám hefst, frá 30 dögum upp I 45 daga. Bandaríkin bjöða upp á 7.000 framhaldsskóla, háskóla og miðstöðvar fyrir æðri menntun. Hver skóli býður margar greinar og mörg svið. Bandarískir skólar virða fjölbreytileika og sækjast eftir að fá erlenda námsmenn. íslenskir námsmenn eru sérstaklega velkomnir vegna þess hve þjóðin er smá og hversu gott vald þeir hafa á enskri tungu. Það er ekki flökið að safna saman þeim gögnum sem sýna fram á að viðkomandi nemandi hafi verið samþykktur I skólann. Viðtalið tekur aðeins nokkrar mínútur og biðtíminn eftir árituninni er mjög stuttur. Eins og utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, sagði 17. janúar sl.: „Það er að verða forgangsmál að veita erlendum nemendum áritanir." Það er nefnilega miklu auðveldara en margan grunar að læra I Bandaríkjunum. ■ Árlega veitir Landsbankinn námsmönnum á ýmsum skólastigum veglega námsstyrki. I ár verða veittir níu styrkir til háskólanema og hefur upphæð þeirra allra verið hækkuð umtalsvert. Umsóknarfrestur er til og með föstudeginum 24. febrúar. Fjórir styrkir að fjárhæð 300.000 kr. verða veittir til stúdenta I háskólanámi á Islandi. Styrkir til háskólanáms erlendis eru þrír - 350.000 kr. hver. Loks eru veittir tveir styrkir til listnáms á háskólastigi, 300.000 kr. hvor. Umsækjendur eru hvattir til að senda með skráningarblaðinu öll þau gögn sem geta komið að gagni við mat á umsóknum, s.s. einkunnir, meðmæli, greinaskrif eftir umsækjanda o.s.frv. I umsókn skal greina frá nafni, heimili, kennitölu, síma, tölvupóstfangi, námsferli, námsárangri, starfsferli og framtíðaráformum. Nauðsyn-legt er að fylla út sérstakt skráningarblað sem hægt er að sækja á vef Landsbankans. ■ VETRARHÁTÍÐ í REYKJAVíK Hin árlega vetrarhátíð I Reykjavík hefst formlega með Ijósatónleikum á Austurvelli fimmtudagskvöldið 23. febrúar kl. 20. Hópurinn Norðanbál skipulegguropnunarviðburðhátíðarinnar I annað sinn, en hann sá um glæsilega ljósatónleika I Hallgrímskirkju I fyrra. Að atriðinu koma fjölmargir - tónlistarmenn, dansarar og leikarar. Að opnunarviðburði loknum taka við skemmtanir af ýmsu tagi. I Tjörninni verður afhjúpuð sýning Stellu Sigurgeirsdóttur, Where do we go now but nowhere, og Garðyrkjufélag Reykjavíkur lýsir upp elstu tré borgarinnar. Danshátíð Kramhússins hefst á Nasa klukkan 21, ljúf dægurlög verða sungin I Fríkirkjunni eins og undanfarin ár, en þar hafa færri komist að en vildu, en I Hinu húsinu hljómar ungt rokk á Fimmtudagsforleik. Þunglyndi á Vetrarhátíð er yfirskrift sýningar I Ráðhúsi Reykjavíkur, þar sem fram kemur hópur ungra listamanna með tónlist og myndlist. Norðrið í borgarrýminu kallast innsetning I borgarlandslaginu sem nemendur úr Myndlistarskólanum I Reykjavík hafa unnið í grennd við Iðnó. Þetta kvöld verða höfundar verka á staðnum og leiðsegja og lýsa hugmyndum sínum. Listflæði af ýmsu tagi verður I Iðnó og I Dómkirkjunni verður orgelið I aðalhlutverki. Undanfarin ár hefur Borgarbókasafnið boðið upp á bókmenntagöngur á setningarkvöldi Vetrarhátiðar, en I ár verður bókmenntaáhugafólki boðið I rútuferð þar sem komið verður við á ýmsum stöðum, þekktum úr íslenskum bókmenntum, og ýmislegt fleira spennandi verður á seyði I Kvosinni. FÖSTUDAGURINN 24. FEBRÚAR Mannréttindi I Ráðhúsinu kallast dagskrá sem fjölmörg samtök sem láta sig mannréttindi varða setja saman og verður hægt að líta til þeirra I Tjarnarsal Ráðhússins allan daginn og fram á kvöld. í fyrra var Safnanótt haldin I fyrsta sinn á Vetrarhátlð I Reykjavík og tókst hún gríðarvel. Það stefnir allt I að hún verði enn glæsilegri I ár, en söfnin verða opnuð kl. 19 og flest hafa opið til kl. 01. Að sjálfsögðu er aðgangur ókeypis og spennandi dagskrá I hverju safni. LAUGARDAGURINN 25. FEBRÚAR Laugardagurinn er mikill tónlistardagur á Vetrarhátíð í ár og flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem áhugasviðið er klassík, heimstónlist eða rokk - eða að fá að syngja með góðu fólki. Eitt af glæsilegri tónlistaratriðum hátíðarinnar að þessu sinni er flutningur Megasar á Passíusálmum ásamt hljóðfæraleikara og barnakór Skálholtskirkju. Tónleikarnir verða I Hallgrímskirkju, en betri umgjörð er vart hægt að hugsa sér. Söngskólinn I Reykjavík býður fólki á Skammdegissöng. Bæði gefst gestum kostur á að hlýða á nemendur á burtfararprófsári en á milli stuttra tónleikanna er samsöngur. Forsöngvarar eru frá Söngskólanum, það verða textablöð fyrir alla þátttakendur og einnig verður kenndur og stiginn íslenskur Vikivakadans. Vaxtarbroddur verður í Hinu húsinu, en þeir sem vilja fylgjast með stjörnum morgundagsins I tónlistinni ættu ekki að láta sig vanta þar þvl þar stlgur á stokk ungt hæfileikafólk og rokkar og rappar til miðnættis. Likt og undanfarin ár hefur hátíðin kryddað dagskrána með komu erlendra gesta. í ár mun samíska söngkonan Marit Haetta koma fram I Islensku óperunni, ásamt þekktum íslenskum tónlistarmönnum. Fremstir í flokki Islendinganna eru þeir Hilmar Örn Hilmarsson og Steindór Andersen. SUNNUDAGURINN 26. FEBRÚAR Undanfarin ár hafa einstök hverfi verið I kastljösi hátíðarinnar á sunnudeginum - lokadegi Vetrarhátlðar. I ár verður Reykvíkingum boðið að kynnast Laugardalnum og umhverfi hans I sinni fjölbreyttustu mynd. I Laugardalnum og umhverfi er fjölbreytt skólastarf, glæsileg sundlaug, íþróttastarf af öllu mögulegu tagi og söfn og kirkjur með kraftmikla starfsemi. Þar að auki er Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn innan hve'rfisins, Grasagarðurinn, Skautahöllin, Laugardalsvöllurinn og svo mætti lengi telja. Dagskrá sunnudagsins I Laugardalnum verður enda með eindæmum fjölbreytt og skemmtileg. Það hefur aðeins verið minnst á brot af viðburðum hátíðarinnar, en viðbuiðir á Vetrarhátíð I Reykjavík 2006 eru á annað hundrað.

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.