Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.01.2006, Page 8

Stúdentablaðið - 01.01.2006, Page 8
I . Al BJEAl m/L mm WLJKikWr I ■ •> ORÐIÐ MILLJÓNAMÆRINGUR VARÐ VÆNTANLEGA TIL í ÍSLENSKU MÁLI EINHVERN TÍMANN Á 20. ÖLD. FYRIR ÞANN TÍMA VAR VARLA HUGSANLEGT AÐ NOKKUR MAÐUR MYNDI EIGNAST HEILA MILLJÓN KRÓNA OG LÍKLEGA VORU FLESTIR FYRSTU MILLJÓNAMÆRINGARNIR ÚTLENDINGAR. EN TÍMARNIR ERU BREYTTIR. NÚ ERU MILLJÓN KRÓNUR VARLA FRÉTTNÆMAR OG UPPHÆÐIRNAR SEM AUÐKÝFINGARNIR HUGSA í ERU SVO STJARNFRÆÐILEGAR AÐ VENJULEGT FÓLK (LESIST: ÞEIR SEM EIGA EKKI STÓRAN HLUT í BANKA EÐA EIMSKIPAFÉLAGI) GETUR EKKI SKILIÐ ÞÆR. ; i l iFSTMIK KNIMGM Það er svo mikill munur á lífssýn þessara auðmanna og okkar hinna að réttast væri að tala um sitt hvom veruleikann. Hvemig geta sb'kir menn skilið líf þeirra sem berjast í bökkum við að ná endum saman um hver mánaðamót? Hvemig eiga sllkir menn að átta sig á því að það er ekkert Securitas, og kaupverðið var greitt með hlutabréfum í Dagsbrún. Kannski er ég að afhjúpa heimsku mína, en ég skil ekki hvemig A getur keypt B fyrir hluta af A, þar sem þá er B orðið hluti af A og þannig vom kaupin á B borguð með hluta af B(!) En þetta er líklega ástæðan fyrir því að ég verð aldrei rikur. Peningar em i dag aðallega með tvennum hætti: Hækkun launa og lækkun skatta. Gott og vel. Þetta er síðan yfirleitt framkvæmt með ákveðinni prósentuhækkun/lækkun. Sem sagt; skattar em lækkaðir um 1% og þá græða allir jafnmikið og pólitíkusamir berja sér á brjðst og búast við a.m.k. 1% fleiri atkvæði í næstu kosningum. Ég vil bogið við þessar aðferðir. Og varðandi Launaskriðið, sem yfirleitt er útmálað sem einhvers konar náttúmhamfarir, þá er bara eitthvað alvarlega að því kerfi sem leyfir lögfræðingum að heimta auka 50 þúsund kall af því að ræstitæknar fá auka fimm þúsund. Þá þarf einfaldlega að breyta kerfinu en ekki að afturkalla launahækkun ræstitæknanna. Eiður Smári Guðjohnsen var kjörinn íþróttamaður ársins (réttilega, til hamingju með það) og gaf vinningsféð til góðgerðarmála. Að vísu fær hann sjö milljónir í hverri viku þannig að þessar 500 þúsund krónur sem hann gaf jafngilda laununum sem hann fær fyrir hádegi á hverjum virkum degi! HROI HOTTUR NUTIMANS RÆNIR EKKI FRA ÞEIM RÍKU/VONDU OG GEFUR HINUM FÁTÆKU HELDUR KAUPIR ÚT ALLA HINA RIKU KALLANA OG KAUPIR SIÐAN RITARA MANNKYNSSÖGUNNAR, FJÖLMIÐLA, TIL AÐ VERA VISS UM AÐ HANN SÉ SKRAÐUR I HOP GOÐU KALLANNA I HINU SVART-HVÍTA UPPGJÖRI FRÉTTAINNSLAGA OG FYRIRSAGNA einfalt val að senda böm sín í einkaskóla eða tónlistarskóla? Svarið er einfalt: Alveg eins og við hin getum ekki skilið hvað það þýðir að græða 100 milljarða á því að gengi hlutabréfa hækkar vegna jákvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar þá geta þeir ekki skilið vandamál þeirra sem búa við lakari kjör. Afleiðingin verður að sumir halda því fram að þessi vandamál séu ekki til. Pétur Blöndal segir hægðarleik að sjá fyrir fjölskyldu með lágmarkslaunum, bara ef maður pantar aidrei pítsu. Hann ætti að þekkja það - það er ekki eins og hann hafi alla tíð fengið ofurlaun og eigi að minnsta kosti einn sparisjóð... Því fyrr sem við áttum okkur á því að á íslandi er að myndast stétt manna sem lifir í öðrum heimi, því betra. Fyrir þá skipta peningaupphæðir einfaldlega engu máli. Og nú er þetta endanlega komið I hring. Dagsbrún (móðurfélag 365 miðla, sem kennir sig svo ósmekklega við verkalýðsfélag) er nýlega búið að kaupa orðnir algerlega afstæðir og I raun og veru gagnslausir I heimi þessara manna. LálMASKIW «G AKKAK UAAAFAKIK Þegar við höfum horfst í augu við það að sumir eiga ekki nógu mikla peninga en aðrir eiga svo mikið af þeim að þeir eru I vandræðum með að eyða þeim þá hljótum við að komast að þeirri niðurstöðu að betra væri að allir ættu nógu mikla peninga. Þannig sé betra að allir eigi nóg heldur en sumir eigi of lítið. Það er víst nógu erfitt að sættast á þessa niðurstöðu, eins og pólitískar deilur síðustu 200 ára sanna. Ennþá erfiðara er að finna út hvemig á að bæta ástandið, og ég ætla ekki að láta eins og ég sé með einhverja lausn (en ef ég ætti lausn myndi ég liklega halda henni fyrir sjálfan mig, eða setja hana á frjálsan markað og selja hlutabréf I henni).. Hins vegar er ljóst að undanfarið hefur verið reynt að bæta kjör fólks á íslandi ekki vera að tyggja hið augljósa ofan I fólk en þegar skattar em lækkaðir um 1% þá græða þeir rikustu mest en þeir snauðu minnst. Það er nákvæmlega enginn ávinningur af skattalækkunum sitjandi rikisstjómar nema kannski fyrir þá sem eiga þær minnst skilið, af þvl að þeir eiga hvort sem er svo mikið af peningum að það tekur þá hálfan mánuð að telja I buddunni. Ef fólk myndi átta sig og hætta að horfa endalaust I prósentutölur þá sæjum við líka að launahækkanir, sem þarf yfirleitt að berja út úr atvinnurekendum af því að annars gæti hið ægilega Launaskrið farið af stað, em ekki að skila sér á rétta staði. Við erum að tala um skitinn 5-10 þúsund kall á mánuði, að sjálfsögðu fyrir skatta. En síðan fá hálaunamennimir sömu prósentuhækkun, til að gæta jafnræðis, og launin þeirra hækka um 100 þúsund kall. Kannski er ég enn og aftur að opinbera hvað ég er fattlaus en mér finnst eitthvað AIIIIEMMI = GéGUEIiyi Kannski er þetta þó ekkert slæmt eftir allt saman. Auðmennimir em jú alltaf að skila aftur til samfélagsins. Björgólfur ætlar að kaupa DV bara til að leggja það niður og bjarga okkur þannig frá þessum vondu mönnum. Hrói höttur nútímans rænir ekki frá þeim ríku/vondu og gefur hinum fátæku heldur kaupir út alla hina ríku kallana og kaupir síðan ritara mannkynssögunnar, fjölmiðla, til að vera viss um að hann sé skráður I hóp góðu kallanna í hinu svart-hvíta uppgjöri fréttainnslaga og fyrirsagna. Jóhannes I Bónus gaf Mæðrastyrksnefnd 100.000 kr. af því að hann er svo góður. Enginn talar um að hann græðir 100.000 kr. á meðan hann segir „hundrað þúsund krónur". Hann gaf stöðumælapeningana sina, skiptimyntina sem hann fann I söfanum, hætti við að fá sér kaffi og gaf andvirðið. Og honum er hampað sem gjafmildinni uppmálaðri. Þetta er eins og ef stúdent á námslánum færi á forsíður fyrir að gefa Rauða krossinum tvö þúsund kall. Þvíllk hetjudáð! Við lifum ekki í sama heimi og þeir sem telja peningana I hillumetrum. Ég vildi óska þess að svo efnislegir og hégómlegir hlutir skiptu engu máli, að allir gætu setið sáttir við sinn keipdunk, þó að sumir eigi meira en aðrir, en við verðum að horfast I augu við raunveruleikann. ■ s

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.