Stúdentablaðið - 01.01.2006, Side 12
EK UEILSA STÉKEUTA TANISKT?
HVER GÆTIR HEILSU STÚDENTA? ÞEIR SJÁLFIR. EN HVER SKYLDI VERA VAKANDI FYRIR RÉTTI STÚDENTA TIL
HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU, TRYGGINGA OG HEILSUVERNDAR? ÞÁ FER AÐ FÆKKA MÖGULEIKUNUM. SVERRIR BOLLASON FÓR Á
STÚFANA OG RÆDDI VIÐ ÞÁ SEM KYNNU AÐ HAFA HALDBÆR SVÖR, SEM REYNDUST FÁTÆKLEGRI EN VONAST VAR TIL.
Fylkingamar sem bjóða sig fram til
Stúdentaráðs hafa enga sjáanlega stefnu
í heilsu- og heilsuvemdarmálum. Þó
leggja allar fylkingamar nokkra áherslu
á jafnrétti til náms, sem heilsufar getur
vissulega haft áhrif á. Umræðan í
Háskólanum þjáist af sömu veikindum
og umræðan um heilbrigðiskerfið í heild
sinni. Fáir velta heilsu almennings fyrir
sér fyrr en kvillar og einkenni gera vart
við sig. Forvamir lúta í lægra haldi fyrir
meðhöndlun einkenna. t>ó er sá munur á að
jafnvel í landsmálunum em heilbrigðismál
fyrirferðarmikill málaflokkur þótt þau
hljóti nær enga umfjöilun í Háskóla
íslands.
Til að gera grein fyrir aðstæðum eins
og þær em nú var leitað til skrifstofu
rektors. Þaðan komu þau svör að Háskóli
íslands mótar stefnu um ýmis heilsumál
starfsmanna sinna sem atvinnuveitandi
þeirra. Stefnumótun í samsvarandi málum
stúdenta er engin. Enginn hefur hlutverk
sem umboðsmaður stúdenta gagnvart
stjóm skólans. Þó er ekki þar með sagt
að Háskólinn láti heilsufar stúdenta sig
engu varða. Amfriður Ólafsdóttir er
forstöðukona Námsráðgjafar Háskóla
íslands og svaraði hún nokkmm
spurningum Stúdentablaðsins.
NáUSIÁNGJtF
ANSTMAE AAE*
FLEIKA Eil IIÁAAIN
Yfirlýstur tilgangur Námsráðgjafarinnar
er orðaður svo: „Að veita ráðgjöf og
stuðning til handa nemendum Háskóla
Islands sem stuðlar að árangri og vellíðan
í námi og starfi". Aftur kemur það þó upp
að engin stefna um heilsumálin sem sllk
er til staðar. Amfriður telur þó að almennt
sé starfsmönnum Háskólans mjög svo
umhugað um heilsu og öryggi stúdenta.
Hún kveður það gilda í öllum deildum og
meðai starfsmanna sem eiga samskipti við
stúdenta. Til hennar og hinna ráðgjafanna
leita margir stúdentar með margs kyns
vandamál sem reynt er að ráða fram úr.
Námskeið sem Námsráðgjöfin heldur
fyrir stúdenta nokkmm sinnum á ári taka
meðal annars heilsu og aðbúnað nokkuð
föstum tökum. Fjallað er um mikilvægi
heilsuræktar, svefns og mataræðis fyrir
bæði andlega og llkamlega velllðan. Þá
er ekki síður rætt um áhrif áfengisneyslu
12
á andlega heilsu og árangur. Rammi
námskeiðanna markast þó af því að
þangað leitar fólk sem vill bæta árangur
sinn í skóla.
„Það er til stefna i.málum fatlaðra, og
geðfötlun fellur þar undir. Vinnuhópur,
sem í eru bæði fulltrúar starfsmanna og
stúdenta, er um þessar mundir að vinna
að geðheilbrigðisáætlun og jafnframt
er átak í vændum til að kynna hlutverk
Námsráðgjafar sem framkvæmdaaðila
geðheilbrigðisstefnu skölans. Svo hafa
verið stofnuð stúdentafélögin Manía,
félag stúdenta með geðfatlanir, og svo
Fortúna, sem er félag um málefni fatlaðra
við Háskóla íslands. Það eru einungis um
10 ár síðan Háskóiinn markaði sér stefnu
í málefnum fatlaðra stúdenta." Amfriður
telur líka að Háskólinn taki á sig vissa
ábyrgð á heilsu stúdenta og nefnir helst
sem dæmi um þátttöku skólans rekstur
íþróttahússins og þann stuðning sem
Námsráðgjöf veitir. Önnur málefni sem
stjóm Háskólans tekur virkan þátt í eru
stefna gegn mismunun og svo hefur
verið unnin talsverð vinna í vömum gegn
kynferðislegu ofbeldi.
Sigursteinn Másson, formaður
Öryrkjabandalagsins, vakti töluverða
athygli á því sl. haust hvemig margir
stúdentar spilla fyrir sér með ofneyslu
áfengis í vísindaferðum og á öðmm
stúdentaskemmtunum. Einnigurðumikiar
kröfur í námi honum að umræðuefni.
Greiður aðgangur þessara ummæla
Sigursteins að umræðunni sýnir ef til vill
að skortur hafi verið á nægilegri umfjöllun
um þessi mál. Getur verið að stúdentar
vanræki að tala um sína eigin vellíðan?
HEILSIGASLAN
SIUkllR STÉRENTIAA
Islendingar allir njóta almannatrygginga
og hafa aðgang að opinberri
heilbrigðisþjónustu. 5 heilbrigðiskerfinu
er heilsugæslan skilgreind sem fyrsta
stigs þjónusta utan spítala. Þó er staða
heilsugæslunnar nokkuð óskýr að því
leyti að margir fara fram hjá fyrsta stiginu
og beint til sérfræðinga, jafnvel að óþörfu.
Annað sem grefur undan hlutverki
heilsugæslunnar er vanþróun og smæð
kerfisins. Sum hverfi borgarinnar em
algerlega án heilsugæslustöðva og sums
staðar hafa hverfin vaxið margfalt á við
þjónustuna. Voga- og Heimahverfi fengu
sem dæmi fyrst eigin heilsugæslustöð í
janúar þessa árs. Staðsetning stöðvanna
innan sinna þjónustusvæða er heldur
ekki sérlega skynsamleg í mörgum
tilvikum. T.d. nær þjónustusvæði
heilsugæslustöðvarinnar á Seltjamamesi
út í Skerjafjörð.
Guðmundur Einarsson er forstjóri
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
og hann sat fyrir svömm um þátt
heilsugæslunnar í heilbrigðismálum
stúdenta. Guðmundur bendir fyrst
á uppbyggingu kerfisins þar sem
þjónustan er aðgreind í læknisþjónustu
og hjúkrunarþjónustu. Heilsuvemdin
greinist svo í mæðravernd,
ungbamavemd og skólaheilsugæslu.
Telur Guðmundur að heilsuvemd mæðra
og bama sé einn sterkasti þátturinn í
heilbrigðismálum þjóðarinnar og að þar
hafi tekist að bæta almenna heilsu fólks
með áhrifarikustum hætti, ef almennt
hreinlæti er frátalið. Stöðvamar sinna
að miklu leyti verðandi og nýorðnum
foreldrum með heilsuvernd og ráðgjöf
um heilbrigði og uppeldi. Flestir ungir
skjólstæðingar heilsugæslustöðvanna
koma inn með tilfallandi sjúkdóma en
krónísk vandamál em mun færri. Aukin
áhersla er nú á geðheilbrigðisþjónustuna
á heilsugæslustöðvum þar sem sinnt
er eftirfylgni við meðferð og greiningu
sjúkdóma, og unnið er með skólum að
greiningu og meðferð.
Hvað stúdenta sem hóp varðar eru þeir
almennt ungt fólk á bameignaraldri og
markar það hvað mest þörf hópsins fyrir
heilbrigðisþjónustu fyrir utan tilfallandi
veikindi.Þákunnageðheilbrigðisvandamál
að vera töluverður hluti af heilsumálum
stúdenta. Stúdentar eiga þá eins og aðrir
að leita til síns heimilislæknis á sinni
heilsugæslustöð þurfi þeir á aðstoð að
halda. En hvert eiga aðfluttir stúdentar
þá að leita? Guðmundur upplýsir að
Heilsugæslustöðin á Seltjarnarnesi sé
heilsugæslustöð stúdenta og þangað
geti þeir leitað hvort sem þeir hafi þar
heimilislækni eða ekki. En skyldi einhver
vita það nema heilsugæslan? „Ja, ég skal
ekki fullyrða um það," segir Guðmundur,
og viðurkennir að hugsanlega sé ekki
nóg að gert til að auglýsa tilvist og
aðgang að stöðinni. „Ég býst nú við að
það verði auðveldara með tilkomu nýs
vefsíðukerfis sem ég vona að stúdentar
kynni sér."
Stutt könnun Stúdentablaðsins benti
þó til að fleiri en stúdentar mættu
kynna sér málin. Hringt var til
Heilsugæslustöðvarinnar Miðbæjar
og reynt að fá tíma fyrir stúdent á
Görðunum, nýfluttan frá Akureyri.
Sá sem fyrir svömm varð virtist með
það á hreinu að hverfisstöð fólks með
lögheimili í Skerjafirði væri í miðbænum.
Nafn Seltjarnarness kom hvergi fram
en bent var á lækni á vakt stöðvarinnar
eftir hefðbundinn afgreiðslutíma. Á
Seltjarnarnesi voru þó svarendur með
það á hreinu að þar væri stöð fyrir
stúdenta.
UEILSRGÆSLA
▼ÆNTAMLEG A
HÁSKéLASTJLIINI?
Aðfluttir stúdentar eru ekki einir um að
vera í vandræðum með að rata gegnum
heilbrigðiskerfið. Um 3.000 manns í
borginni eru talin vera heimilislæknislaus.
En hversu margir skyldu vera með
heimilislækni án þess að hafa hugmynd
um það? Erfitt er að segja til um það en
fullvíst er að fjöldamargt fólk veit ekki
hver heimilislæknir þess er. Hugsanlega er
kominn timi til að Tryggingastofnun sinni
betur kynningarstörfum og hjálpi þeim
sem eru nýfluttir að heiman með svör um
hvemig kerfið virkar.
Greinarhöfundur veltir þvi fyrir sér hvort
ekki væri mun þægilegra ef stúdínur hefðu
aðgang að mæðra- og ungbarnavemd á
háskólasvæðinu. Eða hvort létta mætti
álagi á Seltjamames eða Miðbæ með
því að hafa opna litla heilsugæslustöð á
Görðunum eða lóð Hl. Hefur aldrei komið
til tals að koma með heilbrigðisþjönustuna
nær stúdentum?
„ Jú," segir Guðmundur. „Við höfum mikinn
áhuga á þvi að koma upp heilsugæslustöð
á háskólasvæðinu en þú getur rétt
ímyndað þér hversu vel það gengur þegar
okkur hefur ekki einu sinni tekist að
dekka hverfin í borginni. Það er þó mjög
framarlega á forgangslista okkar."
Tvennt kom þó Arnfriði Ólafsdóttur hjá
Námsráðgjöf HÍ á óvart: Að stúdentar
skyldu aldrei hafa farið fram á betri
heiibrigðisþjónustu í sinu nágrenni og hitt
að heilsugæslan sýndi háskólasvæðinu
áhuga sem uppbyggingarsvæði. Almenn
vitneskja um það virðist geymd innan
heilsugæslunnar.
Fleira en þjónusta við stúdenta vakir
þó fyrir heilsugæslunni með því að
vilja staðsetja sig nær Háskóla íslands.
Stöðvarnar sem starfa á svæðinu em mjög
aðþrengdar og umsetnar og þvi þörf á meiri
afkastagetu. Einnig hefði heilsugæslan
áhuga á að standa að uppbyggingu
sérfræðináms I heimilislækningum í
samvinnu við Læknadeild HÍ, sem gæti
haft aðseturí nágrenninu.
Lausleg könnun á heimasíðum háskóla
vestanhafs og austan bendir til þess
að unnið sé nokkuð markvisst að góðri
heilsu stúdenta við marga háskóla. T.d. er
lagt upp úr bæði forvömum og greiningu/
meðhöndlun jöfnum höndum við marga
skóla. Ef starfrækt er heilsugæslustöð
má oft finna Iþróttahús nálægt og á
heimasíðum stofnananna em gefin ráð
um heilsusamlegt lífemi. Einnig getur
maður velt þvi fyrir sér hvort framboð
matar í Háskóla Islands sé til fyrirmyndar
miðað við mötuneyti sem mynda sér
skýra stefnu og fylgja henni. Skyldi þess
vera langt að bíða að Hl eða Stúdentaráð
taki á heilsumálum stúdenta og gem
stefnumótun þar um? Kosningar em í
nánd og hvenær er betri timi til breytinga
en í kosningum? ■
Gagulegar vefsíður:
Lýðheilsustöð: www.lydheilsustod.is
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins:
www.heilsugaesla.is
Tryggingastofnun rikisins: www.tr.is
Námsráðgjöf Hl: www.hi.is/id/1001885
vkiJ ,