Stúdentablaðið - 01.01.2006, Page 30
•#
>
JAFNRÉTTl TIL NÁMS
Jafnrétti allra til náms - óháð efnahag, búsetu,
fjölskylduaðstæðum, kyni eða öðru - er
meginstoð þeirra hugmynda sem Röskva byggir
allt sitt starf á,
RÖSKVA HAFNAR ÖU.UM
HUGMYNDUM UM SKÓLAGJÖLD
Röskva mun áfram beijast af alefli gegn öllum
hugmyndum um skólagjöld. Röskva hafnar
skólagjöldum alfarið, enda morgunljóst að þá heyrði
jafnrétti til náms sögunni til. Röskva mun hér eftir
sem hingað til standa með grundvallarhugsjón
sinni um jafnrétti til náms og virkja Stúdentaráð í
baráttunni gegn skólagjöldum.
RÖSKVA VILL LAGA KYNJAHLUTFÖLL
KENNARA - FLEIRIKONUR í
PRÓFESSORSSTÖÐUR
Dómnefndir sem sáu um nýráðningar árið 2005
voru skipaðar 79 konum en 168 karlmönnum.
Þetta hlutfall má rekja til þess að mun fleiri karlar
en konur eru prófessorar. Þetta hlutfall hefur áhrif
á það að fleiri karlar eru prófessorar en kannanir
hafa sýnt að karlar ráða frekar aðia karla og
myndast því vítahringur. Röskva mun þrýsta á
breytingar í þessum efnum og að farið verði eftir
atriðum í jafnréttisáætlun Háskólans sem lúta að
kynjaskiptingu kennara.
RÖSKVA VILL AÐ ERLENDIR NEMAR FÁIAÐ
BÚA MEÐAL ÍSLENSKRA STÚDENTA
Erlendir nemar við HÍ koma ekki bara til íslands til
þess að kynnast öðrum útlendingum. Röskva vill að
ítarleg úttekt verði gerð á húsnæðismálum erlendra
nema og leita lausna til þess að aukin blöndun
íslenskra og erlendra nema geti átt sér stað.
RÖSKVA VIIL OPNA ÞJÓÐARBÓKHLÖÐUNA
OG FYLLA HANA AF BÓKUM
Röskva vill snúa vöm í sókn í málefnum
Þjóðarbókhlöðunnar. Þjóðarbókhlaðan á að standa
opin til miðnættis á virkum dögum og afgreiðslutíma
um helgar þarf að rýmka. Á prófatíma skiptir það
nemendur ekki máli hvort það er helgidagur eða
venjulegur vinnudagur - hið sama verður að gilda
um afgreiðslutima Þjóðarbókhlöðunnar.
LEIÐRÉTTUM FRAMFÆRSLUGRUNNINN
- HÆRRIGRUNNFRAMFÆRSLA
Sá framfærslugrunnur sem LÍN miðar við
er úreltur og endurspeglar á engan hátt
raunverulega framfærsluþörf námsmanna.
Nauðsynlegt er að lagfæra grunninn og hækka
með þvi grunnframfærslu lánþega. Sé miðað við
útgjaldarannsókn Hagstofu íslands vanmetur LÍN
framfærsluþörf námsmanna um riflega 25 þúsund
krónur á mánuði.
MÁNAÐARGREIÐSLUR - VAXTASTYRKUR
Að greiða út námslán - framfærslu lánþega - tvisvar
á ári jafngildir þvl að laun eða atvinnuleysisbætur
væru aðeins greiddar út tvisvar á ári. Munurinn er
fyrst og fremst sá að námslán eru endurgreidd að
námi loknu. Varða á leiðinni að mánaðargreiðslum
væri að hækka vaxtastyrk Lánasjóðsins, sem
ætlað er að mæta yfirdrattarkostnaði lánþega.
Hann er nú einungis helmingur af raunverulegum
vaxtaútgjöldum þeirra sem taka bankalán meðan
beðið er eftir námsláni.
AUKIÐ SVIGRÚM VEGNA VEIKINDA,
FÖTLUNAR OG BARNSBURÐAR
Röskva vill auka réttindi námsmanna sem giíma við
veikindi og/eða fötlun. Nú er hámarkslán til þeirra
sem Ienda í tímabundnum veikindum eða eignast
bam einungis 75% af áætlaðri framfærsluþörf.
Ennfremur er lítið tillit tekið til lesblindu, örorku
og geðfatlana, svo dæmi séu tekin, við mat á
nauðsynlegri námsframvindu. Þessu þarf að
breyta!
EKKI NÆGAR FJÁRVEITINGAR
T1L HÁSKÓLANS
Fjárveitingar til félags- og hugvísindanáms eru
ekki í samræmi við raunveruleikann. Ekki er
hægt að halda úti nútimalegri kennslu í nokkurri
fræðigrein fyrir einungis 400 þúsund krónur á
stúdent. Kom þetta meðal annars fram í yfirlýsingu
fimm deildarforseta við Háskóla íslands núna í
desember.
MEIRA GREITT MEÐ STÚDENTUM
V® EINKAREKNA HÁSKÓLA
Einkareknu háskólamir fá í raun meira borgað
með hveijum stúdent heldur en Háskóli íslands.
Núna borga stjómvöld ekki með fleiri hundmð
stúdentum við HÍ, en greitt er með öllum
stúdentum einkareknu háskólanna. Á sama tíma
eru skólagjöld við einkareknu skólana niðurgreidd
í gegnum Lánasjóð íslenskra námsmanna.
Leiðrétta þarf þessa mismunun strax í dag.
3t
ALDREI
MIKILVÆGARA
AÐ STÚDENTAR
GELTI HÁTT
DAGNÝ ÓSK ARADÓTTIR LEIÐIR
LISTA RÖSKVU í KOSNINGUNUM TIL
STÚDENTARÁÐS HÁSKÓLA ÍSLANDS í
ÁR. HÚN ER LAGANEMI Á ÖÐRU ÁRI
0G HEFUR STARFAÐ MEÐ RÖSKVU
ALLT FRÁ ÞVÍ HÚN BYRJAÐI í
HÁSKÓLANUM, EN ÞANGAÐ FÓR HÚN UM
LEIÐ OG HÚN LAUK STÚDENTSPRÓFI
FRÁ VERZLUNARSKÓLA ÍSLANDS.
„Ég hef alltaf fylgst með stúdentapólitik með öðru
auganu, meira að segja meðan ég var í gmnnsköla og
menntaskóla. Þegar ég byijaði í Háskólanum þá kom
hreinlega ekkert annað til greina en að starfa með
Röskvu. Ég kom mér þægilega fyrirí stjóm samtakanna
og þar hef ég setið síðastliðið eitt og hálft ár," segir
Dagný þegar hún er spurð um hvemig hún byijaði í
stúdentapólitíkinni.
HVAÐ ER ÞAÐ SEM HEILLAÐI ÞIG SVONA?
„Ég hef rosalega mikinn áhuga á pólitík, hvort sem það
er í Háskólanum, í sveitarfélögunum eða á landsvísu.
Það er dálítið fyndin saga á bak við það hvers vegna
stúdentapólitíkin heillar mig kannski einna mest. Þegar
ég var í Verzló skrifaði ég ritgerð um '68 kynslóðina og
í framhaldinu sá ég stúdentahreyfinguna í ákveðnum
dýrðarljóma. Sú kynslóð var öhrædd við að láta i sér
heyra með öllum tiltækum ráðum, nemendur fóm
í verkfall, réðust inn í ráðuneyti og þar fram eftir
götunum. Ég geri mér að sjálfsögðu grein fyrir þvi að
þá vom baráttumálin önnur og heimurinn kannski
lika. Engu að síður er það þessi andi sem mig langar
til þess að tengja við stúdentahreyfinguna, jafnvel þótt
aðferðimar verði aðeins aðrar."
HVAÐ FINNST ÞÉR STANDA UPP ÚR
HJÁ SHÍ Á SÍÐASTA ÁRI?
„Klárlega lánasjóðsmálin. Stúdentaráðið sem var við
völd í upphafi siðasta árs tókst að sb'ta samstarfinu við
hinar námsmannahreyfingamar á landinu, sem gerði
það að verkum að ekki leit út fyrir að við gætum náð
hagstæðum samningum þegar úthlutunarreglumar
vom endurskoðaðar I vor. Þessu gerðu fulltrúar
Röskvu sér fulla grein fyrir og komu samstarfinu aftur
á hið fyrsta. Þeim tókst það og í kjölfarið vom gerðar
umtalsverðar breytingar á Lánasjóðnum. Það varð til
þess að grunnframfærsla meðalnámsmannsins hækkaði
um u.þ.b. 10.000 krónur á mánuði og Lánasjóðurinn
fékk aukafjárveitingu upp á hálfan milljarð til þess að
breytingamar gætu átt sér stað.
„ÉG SKRIFAÐI RITGERÐ
UM '68 KYNSLÓÐINA OG
í FRAMHALDINU SÁ ÉG
STÚDENTAHREYFINGUNA í
ÁKVEÐNUM DÝRÐARUÓMA..."
Auk þess finnst mér mjög flott hversu vel okkur tókst
að rifa jafnréttismálin upp. Þetta er byrjunin á breyttu
hugarfari, það er eins og fólk sé að gera sér grein fyrir
þvi hvað jafnréttismálin em griðarlega mikilvæg."
HVAÐ FINNST ÞÉR MIKILVÆGAST AÐ SHÍ
BEITI SÉR FYRIR Á KOMANDI STARFSÁRI?
„Það er mjög mikilvægt að rifa Stúdentaráð upp og
gera það að því sterka afli sem það getur verið og á að
vera. Það standa tæplega tíu þúsund stúdentar á bak
við ráðið og þeir geta vel hjálpað Háskólanum, sem er
í afskaplega slæmri stöðu. Kannski hefur aldrei verið
mikilvægara að stúdentar risi upp á afturlappimar og
gelti hátt, t.d. vegna aukinnar samkeppni á háskólastigi
og langvarandi fjársveltis.
Það er augljöslega hræðileg fjárhagsstaða skólans
sem er langmikilvægasta málefnið. Það er ekki
mál sem er einfalt að bæta úr, en í breyttu
háskólaumhverfi er mikilvægt að bregðast hratt við
og berjast af krafti. Við þurfum að fá samfélagið
allt með okkur og standa við hlið Háskólans gegn
stjórnvöldum þar til skólinn fær það sem honum ber.
Samkeppnisstaða Háskólans er rammskökk og það
er vel áþreifanlegt í minni deild, lagadeild. Það þarf
að koma fólki í skilning um mikilvægi þjóðskólans,
sem er líka eini íslenski háskólinn sem getur orðið
alvöru rannsóknaháskóli.
Hér má þó ekki gleyma þvi að fókusinn á alltaf að
vera á nemendur og kennslu, það eru þau atriði
sem ég set I algjöran forgang. Þar á eftir kemur
aðstaðan, sem er ótrúlega slæm sums staðar, t.d. í
hugvísindadeild."
EITTHVAÐ AÐ LOKUM?
„Þetta verða mjög spennandi kosningar, svo mikið get
ég sagt þér! Ég finn mikinn meðbyr úti I skóla og ég veit
að Röskva er með virkilega sterkan Usta. Auk þess erum
við búin að vinna heimavinnuna okkar mjöööög vel og
þess vegna verður gaman að sjá úrslitin."
1. SÆTITIL HÁSKÓLARÁÐS
NAFN
Sigurrós Eiðsdóttir
ALDUR
24 ára
NÁM
íslenska
ÁHUGAMÁL
Ég hef mikinn áhuga á dansi. Tónlistin er vitaskuld
fylgifiskur dansins og svo hef ég líka gaman af þvi að
ferðast.
REYNSLA AF FÉLAGSSTÖRFUM
Ég sat í stjórn Mímis, félags íslenskunáms, 2004 og
2005. Sömu ár gegndi ég hlutverki skorarfulltrúa og ég
er aftur í þvi hlutverki í ár. Ég var einnig námsráðgjafi
Mímis árin 2004 og 2005 og 2005 og 2006. Félag
stúdenta við hugvísindadeild var endurvakið nú
í ár, en starfsemi þess hefur legið niðri í mörg ár.
Félagið beitir sér fyrir hagsmunamálum stúdenta í
hugvísindadeild og var ég kjörin formaður féiagsins.
Það er von min að fleiri deildarfélög verði stofnuð
sem geti einbeitt sér að hagsmunamálum sem snerta
einstakar deildir beint.
HVAÐ ER HÁSKÓLARÁÐ OG
HVAÐ FER ÞAR FRAM?
Háskólaráð er æðsta ákvörðunarvald skólans og
fundar að meðaltali tvisvarí mánuði. Þar sitja fulltrúar
frá helstu sviðum skölans, t.d. hugvisindasviði,
félagsvisindasviði, heilbrigðisgreinunum, raun-
vísindasviði o.s.frv., auk rektors, fulltrúa úr
þjóðbfinu, fulltrúa frá Félagi háskólakennara og
tveggja fulltrúa stúdenta. Ráðið fer með eftirlit
með rekstri skólans og þvi er augljóst að skoðanir
stúdenta skipta afskaplega miklu máli þegar kemur
að þvi að ræða hagsmunamál þeirra.
HVERJU MUNT ÞÚ VEKJA ATHYGU Á
í HÁSKÓLARÁÐI?
Aðstöðumálin eru það sem mér þykir brýnast að
vekja máls á. Lesrými skortir tilfinnanlega, nemendur
eiga í vandræðum með að skrifa ritgerðir vegna bágs
bókakosts á Þjóðarbókhlöðunni, félagsaðstaðan er
engin og svona mætti áfram telja. Félag stúdenta
við hugvísindadeild hefur náð árangri í umleitunum
sínum og það er engin ástæða til að trúa öðru en
fulltrúi stúdenta í Háskólaráði muni ná viðlíka
árangri á því stigi.