Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1940, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.05.1940, Blaðsíða 6
30 D Ý R AV ERNDARINN Hann leit alls ekki á það: að bændakonur geta ekki bætt á sig ásau'ðamjöltum ofan á aðrar annir. Og kaupakonur (flestar úr þorpurn eða borginni) kunna ekki til mjalta og mundu aldrei vilja læra þau störf, né geta lært þau, svo að í lagi yrði. Með- an ær voru hafðar í kvíum, þurfti einn til tvo mán- uði til þess að spekja tvævetlur, svo að þær yrði mjaltaðar og þurfti til þess lag og skapgæði. — Mundu málaðar stúlkur úr kaupstað leggja sig eftir slíku? Dýravernd er að sumu leyti á valdi löggjafar. Hún setur reglur, sem eru þó aðhald fyrir mis- gerðamenn, sem breyta illmannlega við skepnurn- ar. Klögumál á hendur níðingum, sem misþyrma dýrum, myndu verða árangurslaus, ef engin lög- gjöf væri. Dýravinir geta kallað á lögregluna, ef hesti er misboðið með harðúð, eða sauðfé fóðrað svo illa, að liggi við iiorfelli. Þá getur löggjöfin sett lög um friðun dýra og fugla. Og hún hefir gert það hér á landi. En því er eigi að heilsa, að þau lög sé haldin. Það er opinbert leyndarmál, að í landi voru eru allir fuglar, sem munnbiti matar er í, drepnir, þó friðaðir sé. Sökudólgar hylma yfir brotin hver með öðrum. — En þeir, sem eru sak- lausir, fá sig eigi til þess að kæra sökudólgana, vilja vera lausir við óvild, sem stafa myndi af erj ■ unum. Jafnvel varpeigendur hliðra sér hjá, að kæra æðarfugla-drápsmenn, vegna þess, að málaferlin mundu valda meinsærum, fjandskap og — endur- nýjuðum fuglamorðum. Aðbúnaður við fugla í landi voru er í aðra rönd- ina siðferðilegs eðlis en á hinn bóginn fagurfræði- legt og er eg nú kominn að kjarna máls mins — senr átti að vera. Löggjöf um fuglafriðun nær eigi tilgangi sín- um, nema því að eins, að landslýðurinn opni aug- un fyrir fegurð þeirri, sem fuglarnir eru búnir og unni hugástum því skrauti. Fólkið þarf að mann- ast, svo að það komist á þessa sjónarhæð, vaxa andlega. Eg nefndi að unna hugástum fegurð og söng fugla. Það orðatiltæki var með ráði valið. Vissu- lega er fegurð fuglanna ástræn (þarna hraut af vörum mér nýyrði). Ástúð milli maka veldur þvi (að ætlun Darwins) að fuglarnir skreytast á vorin, þegar þeir eru að draga sig saman. Hvort senr „náttúrlegt úrval“ er gerandinn í þessu æfintýri eða þá forsjón, sem er vitandi vits, kemur í líkan stað. Alúð eða ástúð er aö verki. Því skyldi ástúð áhorfenda vera ofaukið í þessum leik — eða á leik- sviðinu? Ef mannfólkið í landinu elskaði fuglana, mundi það eigi ofsækja þá. Reyndar neyðast fjáreigend- ur til þess úrræðis að lífláta fénað sinn. En undan því verður eigi komist, af því að það dráp er lífs- nauðsyn, þeirra sem hlut eiga að máli. En fugla- dráp er alls engin lífsnauðsyn. Það er skemtun (sport) þó ógeðsleg sé. „Fáir verða feitir að fugla- drápi“. En surnir menn bíða bana á þeim veiðum, svo sem dæmin sýna. Þá kem eg að siðferðislega atriðinu, og er mest- ur vandinn að útlista það. Lífið er af einni rót runnið, hvort sem vér köll- um þá rót Náttúru eða Móður, svo sem Lao Tse nefndi uppsprettu lífsins. Þau lög gilda í náttur- unnar ríki (með undantekningum þó), að engar skepnur drepa aðra skepnu að óþöríu nema mann- skepnan. Flest önnur dýr drepa aðeins sér til mat- ar. — Fálkinn kveinar sáran yfir því, að þurfa að drepa systur sina, rjúpuna. Hann getur setið hálfan dag á hávaða og horft á fuglahóp, án þess að áreita hann, ef hann er saddur. Sulturinn rek- ur valinn út í ófriðinn. Þörfin krefur matar. Ef mennirnir mætu lífi'ð, elskuðu það, einkanlega í fegurstu myndum þess, dáðust að þvi og skoð- uðú það svo sem nokkurskonar helgidóm — rnyndi þörfin á friðunarlögum minka og jafnvel hverfa. Tökum dæmi : Líf unga er helgidómur móður þeirra. Líf unga- móður er og helgidómur unganna á sama hátt, sem líf konu og barna, eða foreldra og barna er helgi- dómur, sitt á hva'ð. Þessi helgi er nauðsynleg til þess að kynslóðin haldist. Og hún er á hinn bóg- inn tilfinning, sem eigi má misbjóða aö ósekju. Móðurást er svo vel ættuð og svo hátigin, að sú skynsemd, sem kann grein á henni — skynjuu mannsins, ætti að láta í friði, t. d. eggjamóður og ungafóstru. Krjúptu, maður minn, við rjúpuhreið- ur eða æðardyngju og horfðu i augun fögru, stilli- legu en þó óttaslegnu, og þér mun gefa sýn inn í nýja, fagra veröld. Ef þú stillir þinn verri mann og lætur alt í friði: móður og egg, hefir þú gert bæn þína frammi fyrir helgidómi, og ert betri mað- ur, þegar þú fer frá hreiðrinu, en þú varst, þegar þú komst að því. Eg dæmi eigi um þetta mál svo sem blindur maður dæmir um lit, því a'ö eg hefi,

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.