Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1940, Blaðsíða 9

Dýraverndarinn - 01.05.1940, Blaðsíða 9
DÝRAVERNDARINN 33 Útigönguhross í Skagafirði. Stjórn Dýraverndunarfélags íslands hefir borist svohljóSandi bréf, dags. 7. þ. m., frá merkum manni á Akureyri: „Dýraverndunarfélag íslands, Reykjavík. Eg hefi haft sannar spurnir af, aS mikill fjöldi utigönguhesta í Skagafiröi sé nú sármagur undan vetrinum. Eg hefi þó ekki átt kost á a'S kynna mér ástandiS sjálfur meS eigin sjón og raun, en eg ferS- aSist um SkagafjörS í fyrravor og sá þá mikil merki hinnar herfilegu meSferSar á útigönguhross- unum. Mér er sagt, aS nú sé ástandiS þó miklu verra. Hestafjöldinn fer sivaxandi og vetur eru nú heldur harSari en var á tímabili. ForSagæslan má gera ráS fyrir, aS sé mjög gagnslítil, einkum vegna tíundarsvika lirossakónganna. Eg var rétt búinn aS semja áskorunarskjal til dómsmálaráSu- neytisins út af þessu, en mér vanst ekki tími til aS safna undirskriftunum. Eg læt þetta lílaS þó fylgja bréfi þessu því til uppfyllingar. Nú vildi eg fastlega mælast til, aS DýraverndunarfélagiS taki mál þetta upp á sina arma til sem allra skjótastra aSgjörSa. Eg legg áherslu á, aS fengnir verSi utan- héraSsmenn til aS rannsaka ástandiS, smala verstu hagana, og draga sundur eftir mörkum. Kvaldóm- urinn á útigönguhestunum í vissum héruSum lands- ins er raunar alþektur fyr og síSar og sorglegast er þaS, ef ástandiS fer versnandi í seinni tíS, þrátt fyrir allar framfarir í búnaSarháttum og lifnaSar- háttum bænda. Slíka skoSun hefi eg þó heyrt full- yrta af munni mjög greinargóSs SkagfirSings. — Án þess eg vilji á nokkurn hátt gera lítiS úr starfi Dýraverndunarfélagsins í þágu súlunnar, get eg ekki varist þeirri hugsun, aS útigangshrossamáliS sé enn meira aSkallandi. ÞjóSinni eru húsdýrin miklu meir vandabundin en aSrar skepnur og ill nieSferS þeirra hlýtur aS leiSa til úrkynjunar á þeim og þar meS til tjóns fyrir búskap landsmanna. Þessi hrossamisþyrming fer líka fram fyrir allra augum og verSur þar meS til þess aS spilla hugsunarhætti allra þeirra, sem á þetta horfa aS staSaldri og venj- ast viS þetta ástand, enda má svo a'S orSi komast, aS hér sé um vanaglæp og þjóSarglæp íslendinga aS ræSa. ! Eg veit, aS hér muni vera viS ramman reip aS draga meS allar tilraunir til lagfæringar. Málarekst- urinn yrSi óvinsæll innan hinna seku héraSa og áreiSanlega ekki til pólitísks framdráttar fyrir neinn, aS bendla sig viS slikar framkvæmdir. Þetta myndi verSa stærsta málefni, sem Dýraverndunar- félagiS hefSi nokkru sinni haft afskifti af. En slík tillit mega ekki hamla framkvæmdum dýravina landsins og eg treysti því, a'S stjórn Dýraverndun- arfélagsins taki máliS föstum tökum, helst, aS hún fái stjórnarráSiS þegar i liS meS sér, en ef þaS tekst ekki, sjái þá um á eigin spýtur, aS menn verSi sendir til athugunar." Ath.: Ásakanir þær, sem fram eru bornar í bréfi þessu, beinast hvorki a'S nafngreindum mönnum né einstökum heimilum. VerSur því aS ætla, aS höf. sé þeirrar skoSunar, aS allur þorri þeirra bænda um gervalt héraSiS, sem á útigang treysta fyrir hross sín, eigi hér óskiliS mál. Hrossin — eSa stóSiS aS minsta kosti — sé víSast hvar „sett á guS og gadd- inn“ og látiS ráSast nokkurn veginn, hversu til tak- ist um afkomuna. — Þykir liætt viS því, aS viSar sé pottur brotinn í þessu efni en í SkagafirSi, og er sliku háttalagi og kæruleysi vissulega á engan hátt Irót mælandi. — Færi vel á því, aS bréfrit- arinn, hinn ágæti dýravinur, léti ekki úr hömlu dragast, aS senda dómsmálaráSuneytinu áskorun- arskjal þaS, er hann nefnir í bréfi sínu, en vitan- lega er þaS gagnslaust án undirskrifta. — Dýra- verndunarfélag íslands væntir þess, aS dýravernd- unarfélagiS á SauSárkróki taki (eSa hafi nú þegar tekiS) mál þetta til íhugunar og rannsóknar, því aS ekki getur hjá því fariS, aS stjórn þess sé kunnugt, hversu viS muni horfa í þessum efnum. Af skjali því til dómsmálaráSuneytisins, sem nefnt er hér aS framan, virSist og Ijóst, aS sýslumanni Skag- firSinga hafi veriS gert aSvart um þaS, aS illa hafi veriS búiS aS hrossum héraSsbúa í vetur og eins hitt, aS hann hafi látiS svo um mælt, aS hann mundi „taka þetta til athugunar".

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.