Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1940, Blaðsíða 11

Dýraverndarinn - 01.05.1940, Blaðsíða 11
dýraverndarinN 35 sé að veita þeim þá aðhlynningu á sjóferðinni, sem nauSsyn er og þeir eiga fulla heimtingu á, hvernig sem á er litið. lig veit þess ekki svo íá dæmi, að yrðlingar hafa hreint og beint drepist á slíkurn ferðum, og þola þeir þó oft furðu mikið. Má um það segja, að fyr megi rota en dauðrota. Stafa slík mistök langoftast af þrengslum í kössunum, sem yrðlingarnir eru fluttir í, svo að ekki er hægt að deila fóðrinu sem skyldi til þeirra, sem minni máttar eru, og auk þess háir þeirn oft þorsti. Þetta ætti að vera næsta auðvelt að lagfæra, með þeim cinfalda hætti, að löggjöfin gerði skipafélögunum skylt að taka aldrei við lifandi loðdýrum um borð i skip, fyr en svo er um þau búið, aö hægt sé að veita þeim nauðsynlega aðbúð. Væri slíkar reglur áreiðanlega til 1)óta fyrir alla aðila, en ekki síst eig- andann sjálfan og þá, sem um dýrin eiga að hiröa á sjóferðinni. Aldrei mættu fleiri en I—2 dýr vera saman i kassa og sem jöfnust að stærð, og góðir hentugleikar á að halda kössunum þrifalegum. En umfram alt ilát fyrir vatn og svo náttúrlega nægi- legt og gott fóður. Þetta væri mikið til bóta, þó ekki væri meira, og ætti að vera öllum viðráðanlegt kostnaðarins vegna. En þó um kostnaðaráuka væri að ræða, má ekki fást um það. lditt verður að ráða, aö um lifandi dýr er að ræða, sem eiga heimtingu á þvi, að vel sé með þau farið. Dýrin finna hvað að þeim snýr. Og auk þess er arðsvonin meiri, þeg- ar vel er farið með dýrin. Að síðustu vildi eg minnast litillega á aflífun loðdýra, sem í girðingum eru haldin. en það mun vera nokkuð á reiki hvernig hún er framkvæmd. Margir munu forðast skot, af ótta við að skemma skinnin, en nota í þess stað rothögg með trésleggju, eða svæfandi lyf. Rothöggið getur verið allgott, cf vanir og höggvissir menn framkvæma það, en jafnast þó hvergi á við skot. Væri fyllilega tíma- bært að leita um það upplýsinga hjá loðskinna- kaupmönnum, hvort ekki er kostur á að nota skotið alment, án þess að skaða belginn. Sjálfur hefi eg aflifað nokkur dýr með skoti; notað til þess litla fjárbyssu, en haft þykkan lejrji yfir höfði dýrsins þegar skotið er. Sé leppurinn þykkur, ver hann al- gjörlega að hárið sviðni út frá skotinu. Með þess- um hætti verður gatið eftir kúluna næsta lítiö á- berandi, og alls ekki sjáanlegt nema holdrosumeg- in, eftir að feldurinn er orðinn þur. Fáist um það upplýsingar, að hægt sé að nota skotið, án þess að skaða skinnið, er sjálfsagt að banna aðrar deyðing- araðferðir, því að engin aðferð er hreinlegri né betri. Njáll Friðbjörnsson. Vinir og félagar. Svo mun löngum talið, að lítil vinátta sé með hundum og köttum. En út aí því getur þó brugðið og er saga sú, sem fer hér á eftir, glögt dæmi þess. Birtist hún fyrir skömmu í ensku vikublaði og er talin sönn. En nokkuð mun um liðið, síðan er hún gerðist: — Þegar eg var drengur heima hiá foreldrum minum, segir sögumaðurinn, átti faðir minn sálugi fallegan og stóran hund, sem talinn var mjög skyn- samur og öllum þótti vænt um. Köttur var og á heimilinu (högni), allra-skemtilegasta grey. Og nú gerðist það, sem sjaldan skeður, að kötturinn og seppi urðu alda-vinir. En þeim mun hafa fundist, að móðir mín ætti að sýna þeim fyllri rausn i við- urgerningi, en hún gerði að öllurn jafnaði. Nú var það einhverju sinni að morgni dags, að mamma lét disk með brauði og skál með rjóma inn i eldhússkápinn, lokaði skápnum með silerli og ætl- aði aö nota brauðiö og rjómann síðar um daginn. Seppi var eitthvað að sniglast í eldhúsinu, meðan jiessu fór fram, en virtist ekki hafa gát á neinu sérstöku. Fór svo út og sást með kettinum litlu síðar. Þá er líða tók á daginn, átti pabbi leið fyrir cldhúsdvrnar. Hurðin stóð i hálfa gátt og heyrðist honu.m eitthvert þrusk inni fyrir. Lítur hann nú inn og sér lnmdinn vera að basla við að opna skáp- inn — þ. e. snúa snerlinum. Beitir hann hægri fram- löpp að því verki, en gengur ekki sem best, því að nokkurt átak þurfti til. Hafðist þó að lokum. Kisa sat á eldhúsborðinu og horfði á. Og er tekist hafði að opna skápinn, greip hundurinn nokkurar brauð- sneiðar og át, en stakk sér síðan hálfum inn í skáp- inn og gæddi sér á rjómanum. Fór svo úr skápn- mn, sleikti út urn og leit á kisu, En hún brá við þegar og hljóp i skápinn. Bragðaði lítið eitt á brauðinu, en gerði rjómanum hin bestu skil. Þá er kötturinn hafði fengið nægju sína, greip hund- urinn enn brauðsneið og át. Reyndi því næst

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.