Dýraverndarinn - 01.05.1940, Blaðsíða 10
34
D Ý RAV'E RNDARINN
Um meðferð og
aflífun loðdýra.
ÞaS er sameiginlegt öllum mönnum, a’ö taka
meiri þátt í kjörum þeirra málleysingja, sem þeir
hafa umgengist, en hinna, sem þeir ef til vill hafa
ekki séð. Eítir því sem viðkynningin er lengri
verður sambandið nánara. Jafnvel flækingsrakki,
sem allir í rauninni vilja vera laitsir við, vinnur
sér á fáum dögum nokkra samúð, þó að ekkert
komi þar til greina, annað en umgengnin ein. Öll
þau húsdýr, sem maðurinn á yfir að ráða, verða því
næstum óafvitandi meiri og minni vinir okkar, sem
við tökum meira tillit til en villidýrsins, strax og
eitthvað ber út af, þó gamlar venjur og ihugunar-
leysi geri okkur oft of sljó fyrir ýmsu, sem aflaga
fer í aðbúðinni. Hvað þessi viðkynning verður náin,
fer nokkuð eftir lifnaðarháttum tegundanna, sem
um ræðir og svo upplagi eigandans eða þess, sem
dýrin umgengst.
Refurinn er sú tegund „húsdýra", sem nýjust er
hjá okkur og hefir haft næsta lítið af hjálpsemi
mannanna að segja í hinum erfiðu lífskjörum, sem
honum eru búin á fjöllunum; hann hefir ekki enn
nema að mjög litlu leyti, samið sig að þeim breyttu
lifnaðarháttum og þröngu hibýlum, sem honum eru
ætluð. Þar af leiðandi þarf alveg á sérstakri vin-
áttu og nærgætni að taka, ef gera á honum lifiö
viðunandi, sem liúsdýri. En með nógu mikilli alúð
og ástundun er hægt að vinna traust og vináttu
dýranna og er þá um leið yfirstíginn einn alörðug-
asti hjallinn, að gjöra elcli þeirra sæmilega staðfast-
an atvinnuveg. Það er því bæði mannúðar- og hags-
munamál, að búa svo vel að þessum dýrum og öðr-
um, sem auðið er. Sá hugsunarháttur má ekki eiga
sér stað, að lágfóta, livort sem hún er í girðingum
eða á víðavangi, hafi ekki til neinnar slikrar sam-
úðar unnið í nábýli við manninn á undangengnum
öldum. Það má þó öllum vera ljóst, að hún hefir
að eins breytt í samræmi við það náttúrulögmál,
sem henni var liúið og hefir því ekki til neinnar
refsingar unnið. Og kynni ekki að finnast eitthvað
áþekt í pokahorninu hjá okkur sjálfum, ef vel væri
leitað. Enginn skyldi þó skilja mig svo, að eg ætlist
til, að refurinn sé látinn afskiftalaus í heimkynn-
um sínum, þó að hann máske ætti á því einhvern
rétt. Hitt meina eg fremur, að þar eigi engin gömul
andúð að koma til greina, þó að hann sé veiddur af
hagsmunalegri nauðsyn, sem verðmætt loðdýr, en
skaðlegt búpeningi. . Þess verður þó að gæta, að
ekki sé gengið svo á stofninn, að honum aí þeim
sökum sé hætta búin, því það væri tæplega vansa-
laust. Veiðiaðferðir, meðferð fanginna dýra (yrð-
linga) og aflífun ber auðvitað að haga i fullu sam-
ræmi við það, sem öðrum dýrum er sýnt, eftir því
sem við verður komið, en á því er nokkur mis-
brestur, eins og nú hagar til. Það er t. d. ekki óal-
gengt, að stálpaðir yrðlingar, sem búnir eru að fá
mjög mikið vit, séu — eftir að hafa verið svo sólar-
hringum skiftir sveltir i greninu — settir, þegar
heim kemur, margir saman í örlitla kassa, sykur-
kassa eða því um likt, og látnir hírast þar í svarta-
myrkri svo vikum skiftir, án þess að undan þeim
sé hreinsað, eða annað um þá hugsað, nema hvað
íleygt er í þá einhverju matarkyns á málum. Hefi
eg sjálfur séð hvita yrðlinga tekna upp úr einum
slíkuni kassa, þannig útlítandi, að ómögulegt var
að greina hinn náttúrlega lit þeirra, nerna litillega
á höfðinu, einkum kringum munninn.
Slík meðferð er, auk þess að mega teljast mjög
ómannúðleg, best til þess fallin, að gjöra dýrin al-
gjörlega óhæf sem verðmæt loðdýr, því að yrð-
lingar, sem orðið hafa fyrir slíku, ná sér venjulega
aldrei, og kemur þetta því fyr eða síðar eigandanum
sjálfum í koll, hvort sem hann á dýrin áfrarn eða
selur þau öðrum. Það er ekkert heimili svo illa statt,
að ekki sé kostur á, að liafa nægilega rúmt um yrð-
lingana í kösstim, ef ekki er um annað en káss"1.
að ræða, t. d. hafa tvo eða þrjá saman, eftir stærð
(ekki einn og einn). Hafa svo heyrusl eða því um
líkt undir í kössunum og skifta um það daglega. E.
t. v. væri gott að bora nokkur göt á kassabotninn.
svo að Jjvagið sígi þar niður jafnharðan. Þessi
umbúnaður kostar ekki mikið, en hægt að láta fara
sæmilega um dýrin eftir ástæðum, eina til tvær
vikur, ef þrifnaðar er gætt.
Enginn er þó að halda því fram, að illa. sé farið
með alla yrðlinga, sem veiðast; sumir fara mjög
vel með þá, sumir sæmilega og aðrir illa, alt eftir
kunnáttu og upplagi. Elitt mun vera enn algeng-
ara, að um yrðlinga, sem með skipum eru fluttir,
‘stunclum langar leiðir, sé ekki þannig búið, að hægt