Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1940, Blaðsíða 14

Dýraverndarinn - 01.05.1940, Blaðsíða 14
38 DÝRAVERNDARINN mannkindinni gengi illa aö finna hann, eöa sæist yfir hann, þó leit yrSi hafin aS hreiörinu. Jafnframt þessu yröi aö vera til staöar bjargvænlegir mögu- leikar til þroska fyrir ItlessuS börnin þeirra, þá er þau tækju aS stálpast. Loksins liaföi þaö orðiS aS ráði, aS velja hreiSrinu staö sunnan í þúfu, þar setn ntargar þúfur voru saman, sem allar litu líkt út og allar voru gráar af mosa. Móðirin var grá líka og þaS var þvi ekki óliklegt, aS jarSbundnum dýrum mundi sjást yfir hreiSriS, sem séS var um, aS sem minst bæri á. Og svo hafSi samvistum þeirra hjónanna veriS slitiS, en íyrir móSurina byrjuSu langir legudagar. ÞaS hafSi reynt á þolinmæSina, aS liggja þarna nótt og dag, hungruö og þyrst. Einstöku sinnum hafSi hún þó skotist af eggjun- um til þess aS fá sér aS drekka, en breitt þá sinu- strá vandlega yfir eggin. En eftir þaS, aS hún varS vör viS líf i eggjunum, þoldi hún bæSi hungriö og þorstann og hreyfSi sig ekki af þeim. En nú voru j^essar hættur og þrautir sigraSar og gleöin yfir ungunum og ástin til þeirra var mikil. En öndin komst brátt aS raun um ])aS, aS nýjar hættur voru á sveimi í kringum hana. Mennina þurfti nú ekki aS óttast. Ungarnir voru of litlir til þess, aS þeir sæktust eftir þeim. En ])ví óttalegri voru vargarnir i loftinu, hrafnar, fálkar og svart- bakar. Öndin vissi af þessari hættu, og þess vegna lagSi hún af staS meS ungana aS læk, sem var spöl- korn i burtu. Þar voru slútandi bakkar og því hent- ugir felustaöir, ef háska bæri aS og þar aS auki von um meira bjargræöi. FerSalagiS gekk fremur seint. Ungarnir þurftu aö skoSa svo margt og elta flugur og móöirin var altaf aS kalla á þá og á- minna þá um þaS, aö halda áfram og fara sér ekki aS voSa. Stundum vantaSi einn og þá varS hún aS bíSa eftir honuni og stundum þutu þeir í allar áttir. Alt í einu breyttist hljómfalliS í kvaki andarinn- ar. Rap, rap varö harSara, styttra og hvellara. Þetta hafSi þau áhrif, aS ungarnir urSu hræddir, hlupu til móSurinnar og vildu fela sig undir vængj - unr hennar. Nú kom fyrir atvik, senr eg skildi ekki strax. Öndin leyfSi ungunum ekki aS fara undir vængi sína. HvaS olli ? Hún liaföi séS fálka í víga- hug. í dauSans ofboSi flýtti hún sér nreS ungana til lrests, senr þar var á beit og fór nreS þá undir kviS hestsins. Um leiS og hest'urinn færöi sig á beitinni, færSi öndin sig meS ungana líka, svo aS Minningarsjóður Jóns Ólafssonar bankastj. Sjóðnum hafa nýlega borist — 35 — þrjátíu og fimm - krónur frá Auðuni Ingvarssyni í Dalsseli, er liann hefir safnað meðal kunningja og vina, en lagt sumt til frá sjálfum sér. Kvittast liér með fyrir þessa upphæð með þakklæti. Fyrir hönd sjóðsstjórnarinnar. ÓLAFUR ÓLAFSSON. hún varS ávalt undir kviSnum á hestinum. Falk- inn varS frá aS hverfa í svip, en fór ekki langt, heldur beiS nú eftir tækifæri aS ná sér í unga. Lengi dags beiS hann .þangaS til honum leiddist og hvarf meS öllu. ÞolinmæSi og móSurást andar- innar, ásamt sérstöku hyggjuviti, hafSi sigraS. Nú skildi eg hvers vegna hún leyfSi ekki ungunum undir vængi sina. Öndin vissi af þeirri hættu á þurru landi, aS fálkinn mundi slá sig i rot, þar sem hún sat á ungunum og því væri henni og þeim bráSur bani vis. Á vatni var hægt aS stinga sér og forðast þetta. En sú hætta, aS hesturinn kynm aS stiga ofan á ungana var minni, en sá voSi, sem af valnum stafaöi. Bjarni Sigurðsson. RODDIN. 1'heodore Parker, merkisklerkur og dýravinur vest- an hafs (f. 1810, d. 1860), segir frá því, að ein- hverju sinni, er hann var á bafnsaldri, hafi hann rekist á skjaldböku, sem lá á tjarnarbakka einum og „sleikti sólskinið“. Fanst honum ])á alveg sjálf- sagður hlutur, að reyna að verða dýrinu að bana, og gæti hann svo hælt sér af verkinu við kunningja sína og jafnaldra. Segir hann að sá hafi verið hátt- ur sumra drengja, er hann þekti, að kvelja og drepa unga í hreiðrum, íkorna og önnur smá dýr, er þeir komust i færi við. Hafði hann iðulega verið sjónar- vottur að ])essum leik drengjanna, en ekki tekið þátt í honum sjálfur. — Bar nú vel í veiði, er skjald-

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.