Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1940, Blaðsíða 12

Dýraverndarinn - 01.05.1940, Blaðsíða 12
36 DÝRAVERNDARINN aS loka skápnum meö snerlinum, en gekk illa og uppgafst aö lokúm. Eftir þaö löbbuSu „syndar- arnir“, hundur og köttur, út úr eldhúsinu, en rákust þá á pabba. Lét kisa sem ejkkert hefSi i skorist, en hundurinn gerðist æriö vandræSalegur, flaSraSi upp um föSur minn og sýndi honum óvenju-mikil vinahót. Pabbi lét sem hann hefSi ekki tekiS eftir neinu óvenjulegu, klappaði rakkanum og talaSi viS hann. FlaSraSi hann þá enn upp um húsbónda sinn, en fór svo leiSar sinnar, glaSur og ánægSur. Eftir þetta gerSust þeir félagar æriS djarfir um óleyfilegar matartökur. Át hundurinn ávalt fyrst, en kisa fékk leifarnar. En kæmi þaS fyrir, aS kött- urinn fengi ekki torgaS, tók hundurinn viS og lauk því, sem eftir var. Þótti þaS sýna, aS vel hefSi hann getaS etiS meira en hann gerSi í „fyrstu umferS“, og ætlaS vini sínum nóg og stundum riflega þaS. YrSi kötturinn þess var, að einhvers staSar væri mat aS fá utan máltiSa, þá leitaSi hann hundinn uppi og snerti ekki á matnum, fyrr en hann hafSi etiS fyrst aS vildi sinni. En rakkinn hafSi þann siS, ef kötturinn var ekki viSstaddur, er hann komst i æti, aS ljúka ekki þeim skömtum, sem hann komst yfir, en gerSi annaS tveggja, aS sækja köttinn eSa bera leifarnar til hans. — AS lokum varS þessi starfsemi þeirra félaga svo rnikil og kom sér oft svo illa, aS pabbi skarst í leikinn, stóS rakkann aS verki og refsaSi honum harSlega. Bar hann sig þá all-aumlega og baSst vægSar meS öllu látæSi sínu. Var og lmugginn lengi á eftir, líkt og iSrandi syndari. En eftir þetta brá svo viS, aS hann tók ekkert í óleyíi innanhúss. En utan dyra var leitaS af kappi og einatt mikill fögnuSur, ef eitthvaS fanst þar matarkyns. Hetta mín. Mig langar aS segja lesendum Dýraverndarans ofurlitla sögu af hænu þeirri, er eg veit elsta orSiS hafa, og færa þeim mynd af henni, 15 ára gamalli! Hún var fædd voriS 1924. Var liún snemma ó- venjulega þroskuS og hneigS fyrir aS unga út. Hetta. Hún fékk því alt af aS liggja á eggjum á hverju vori, frá því hún var ársgömul og þar til hún var 15 ára. ÁriS sem hún var 8 ára byrjaSi hún aS verpa fyrst í febrúar, en er kom fram yfir sumar- málin vildi hún fara aS liggja á. Eg lagSi þá undir hana 10 egg og ungaSi hún þeim öllum út. FóstraSi hún þá upp í 10 vikur, en byrjaSi svo aftur aS verpa. Þegar kom fram yfir leitirnar leiddist henni aS láta ræna sig eggjum og smaug því um opna gætt i kúahlöSunni, (sem full var af heyi), og fór svo langt inn undir sylluna, a'o ómögulegt var aS ná til hennar. Hún ungaSi þarna út 8 eggjum og kom út meS ungana í síSustu sum- arvikunni. FóstraSi hún þá fram yfir áramótin, en fór þá aftur aS verpa. Þegar hún var 14 ára, ungaSi hún út 10 eggjum og fóstraSi þá unga alla upp, en á 16. sumrinu, sem varS hennar síSasta, átti hún engin egg. Eg hafSi löngu ákveSiS aS lofa henni aS lifa svo lengi, sem hún gæti lifaS þolanlegu lífi, þó aS lum hætti aS verpa, en í haust misti hrin sjón- ina á öSru auganu, og er kom fram undir nýáriS fór sjónin á hinu auganu líka. Gat hún þá ekkert rataS og hvergi fariS, auminginn, og lét eg þá stytta henni aldur. Eftir því sem eg kemst næst, hefir hún ungaS út og fóstraS 130—140 unga, og hugsa eg hana hafa sett met í þeirri grein. Um tölu eggja þeirra, er húu átti, reyni eg ekki á aS geta neins, en alt af var hún talin meS allra bestu varphænum, Hún var einstak- lega góS aS „fóstra", og í sumar, er hún átti enga unga, hjálpaSi hún ungamæSrunum viS barnaupp- eldiS, kallaSi ungana til sin, ef hún fann eitthvaS

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.