Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1959, Blaðsíða 2

Dýraverndarinn - 01.03.1959, Blaðsíða 2
Aðgerðir gegn olíuiiiengun sjávar HINN 26. júlí 1958 gekk í gildi alþjóðlega sam- þykktin um varnir gegn olíumengun sjávar, sem samin var á þingi 32 þjóða í Lundúnum 1954. Þetta var stórt skref fram á við í þaráttunni við olíumengun sjávar. En — samt þarf mörg stór skref að taka áður en sigri er náð Fullur sigur telst eigi unninn fyrr en búið er að setja undir olíuleka í sjó, ár eða vötn. Tvennt takmarkar nú gagnsemi Lundúnasam- þykktarinnar frá 1954. 1 fyrra lagi, að allar þjóðir hafa ekki undir- ritað hana — og í öðru lagi er hún eigi nógu víðtæk. Fyrra atriðið er augljóst, þegar vitað er, að 26. júlí 1957 höfðu aðeins 10 ríki samþykkt og undirritað samþykktina. Tíunda ríkið var Frakk- land, og samkvæmt samþykktinni skyldi hún ganga í gildi ári eftir að tíu ríki hefðu undirritað. Hin rikin eru Bretland (1955), Mexico, Svíþjóð, Vestur-Þýzkaland, Danmörk og Kanada (1956), og Noregur, Eire (Irland), Belgía og Frakkland (1957). Búizt er við að Finnland og Holland lýsi yfir samþykkt sinni fljótlega. Þessi 10 ríki ráða yfir 20 millj. tonna skipaflota, sem annast olíu- flutninga. Tilfinnanlegt er, að mörg ríki, sem eiga stóran tankskipaflota, standa enn utan við samtökin gegn olíumenguninni, t. d. Italía, Grikkland, Jap- an, Panama, Honduras, Libería, Costa-Rica og Bandaríki Norður-Ameríku. — Það vakti heims- athygli í janúar 1957, er ríkisstjórn Bandaríkj- anna réðst harkalega að Svíþjóð, Danmörku og Noregi með ásökun um að olíuflutningaskip þeirra ötuðu hinar frægu baðstrendur Floridaskaga olíu og minntu þessar þjóðir á Lundúnasamþykktina. Bandaríkin hafa síðan óspart verið minnt á, að þau geta ekki gert tilkall til verndar Lundúna- samþykktarinnar, meðan þau eru ekki meðal að- ildarþjóðanna. Þrátt fyrir harðar hríðir á Banda- ríkin um að gerast aðili að Lundúnasamþykktinni, hafa þau haldið sig utan við og borið það fyrir sig, að erfitt yrði að framkvæma ákvæðin og allt eftirlit yrði aðeins á pappírnum. Takmarkanirnar á samþykktinni sjást bezt, þegar eftirfarandi meginatriði eru athuguð: Engin 500 tonna skip eða stærri mega hella olíu í sjóinn innan 50 milna frá ströndum. Tankskip mega ekki hella olíu í sjóinn innan 30 breiddargráða vestur af Greenwich. Þetta svæði nær þó eigi suður yfir Biscaya-flóa. Við strendur Norðursjávar nær þetta olíubannsvæði 100 mílur út frá ströndun- um. I lögum þeim, sem Bretar settu samtímis því, að þeir undirrituðu samþykktina, er kveðið svo á, að brezk skip mega ekki hella olíu í sjó innan við 1000 mílna fjarlægð frá ströndum Bretlands- eyja. Megintakmörkunin er fólgin í því að bannið nær ekki til allra hafsvæða og skipa. Tankskipafloti þeirra 10 þjóða, sem hafa undir- ritað samþykktina, er tæplega helmingur alls tankskipaflota heimsins. Yfir næstum því jafn- stórum flota ráða Bandaríkin, Líbería, Holland, Italía og Panama. Frá tankskipunum stafa mestu vandræðin, þar sem þau skola tanka sína á sjó úti eftir að hafa losað hráoliu til olíustöðva í Evrópu. I samþykkt- inni er kveðið svo á, að hver þjóð, sem undirritar, verði að koma upp mótttökustöðvum í nokkrum höfnum viðkomandi lands, til þess að tankskip geti dælt í þær skolvatni. Þessar móttökustöðvar þurfa að vera sem víðast, svo að skipaeigendur geti ekki skotið sér undan að skila skolvatni á örugga staði vegna þess, að langt sé til næstu stöðvar, og síðan stolizt til að skola út tanka skips síns á hafi úti. Enn eru of fáar hafnarborgir búnar slíkum móttökustöðvum. Talmouth og Car- diff, Amsterdam og Hamborg eru meðal þeirra borga, sem eru vel búnar slíkum stöðvum. Augljóst er, að framkvæmd samþykktarinnar verður eigi auðveld. Samþykktin kveður á um það, að á hverju tankskipi skuli færa olíu-skýrslu, en samkvæmt þeim megi fylgjast með framferði skipshafna um skolun tanka. Þetta olíuvandamál er gömul erfðafylgja mannsins frá þeim tímum, sem honum þóttu lög- ur — já, jafnvel láð — svo víðáttumikil, að hann 2 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.