Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1959, Blaðsíða 12

Dýraverndarinn - 01.03.1959, Blaðsíða 12
Hver var þjófurinn? ÞAÐ var á þeim árum, sem síldin — silfur hafs- ins — þyrptist ákafast að ströndum landsins, fyllti vasa fólks af mynt Mammons og auðgaði andann af fögrum og djörfum framtíðardraumum. Flestir — karlar og konur — voru fúsir að fara á síld, þangað var svo margt að sækja. Auðs- vonin hefur margan lokkað lengra en landshluta á milli, og á norðlenzku höfnunum höfðu síldar- verksmiðjumar risið upp, þar óð síldin uppi undir landssteinum, og þangað flykktist fólkið. Þar var líf og fjör, sem átti vel við æskuna. Þegar vel fiskaðist, fylltust síldarþrærnar fljótt, og þá var ekki um annað að gera en bíða þess að komast að til að landa og — njóta lífsins sem bezt á með- an, bæði í glöðum hópi fornra og nýrra félaga og við faðm hinnar sumarfögru norðlenzku nátt- úru. Einn af þeim, sem allt þetta seiddi, var bróðir minn. Ekki var hann sjómaður að atvinnu, en fleira þurfti að vinna á síldarskipunum en að inn- byrða hinn fagra fisk, þar á meðal að matreiða fyrir mannskapinn, og bróðir minn réð sig sem kokk á einn bátinn. Einstöku samúðarorð minnir mig nú að féllu frá okkur systrum hans í garð skipshafnarinnar! og gátum við þó ekki þrætt fyrir það, að kokkurinn væri þrifinn og — mat- vandur sjálfur. En hvað um það — skipverjar komu heilu og höldnu til síns heima um haustið — og kokkurinn einnig! Um afla og útkomu þetta sumar man ég ekki, enda skiptir það engu máli fyrir þessa frásögn, en það var eitt atvik úr lífinu um borð í bátn- um, sem bróðir minn sagði okkur frá, sem varð mér minnisstætt og vera má, að fleiri hafi gaman af að heyra. Tíðarfarið þetta sumar var gott, og létt var yfir lífinu um borð; þó var það eitt, sem um skeið skyggði á ánægju kokksins. Það fór að bera á þjófnaði af matvælum bátsins, en þó var það að- allega ein tegund matar, sem hvarf. Hvað eftir annað hafði kokkurinn keypt egg, sem svo voru horfin, þegar hann ætlaði að fara að nota þau; kom þetta sér að vonum æði illa, og grunar mig, að hann hafi ekki stillt sig um að segja nokkur vel valin orð við strákana, um innræti ófrómra sálna! — en fengið á móti óþvegin andsvör al- saklausra manna. Gekk þetta svo um hríð, en aldrei tókst kokksa að standa þjófana að verki. Þá var það einn dag, er þeir lágu inni á Siglu- firði og biðu löndunar, að skipverjar höfðu allir farið í land, nema okkurinn, sem hafði verið að draga í búið og flytja matvæli um borð. Veður var yndislegt, logn og sólskin, og sældarlegt yfir Siglufjörð að líta, eins og þeir bezt þekkja, sem hafa séð höfnina morandi af smærri og stærri skipum, svo möstrin verða eins og skógur yfir að líta, og hvert síldarplan er sem litskreytt af marglitum skýluklútum og skærgulum hlífðarföt- um handfljótra kvenna, sem hamast við að salta, en hafa þó tíma til að gefa sjógörpunum auga, þegar þeir spígspora kampakátir í kringum þær, en glensyrðin fljúga á milli. Upp úr verksmiðju- reykháfunum hnyklast dökkir mekkir, sem í logn- inu breiða hægt úr sér og sveima inn á milli him- inhárra fjallanna, unz þeir fylla allan litla dalinn þéttum þokubakka, sem geislar sólarinnar megna ekki að smjúga í gegnum, svo þeir verða að láta sér lynda að lita efsta slæðinginn bláum blæbrigð- um og bara gylla fjallatindana í kring. En fólkið, sem sveitt og þreytt hamast við heyskapinn i nærliggjandi sveitum, fitjar upp á nefið yfir ódaun þeim, er auðæfum getur fylgt. En svo við snúum okkur aftur að kokknum og vandamálum hans, þá hugðist hann hvíla sín lúin bein í kyrrðinni um borð, þegar starfi hans var lokið, og hallaði sér upp í koju sína í lúkarnum, sem bæði var svefnstofa og matstofa skipverja, auk þess að vera eldhús og jafnvel birgðageymsla! Mannfátt var á flotanum í kring, því flestir voru í landi, svo friður og næði var í bátnum. Kokksi lá í koju sinni og sneri sér fram; þaðan sá hann til uppgöngunnar og einnig elda- vélina. Við hlið hennar lá hálffullur kartöflupoki, en bak við hann var skorðuð fata með eggjum í — nýkeyptum. Vel bjart var í lúkarnum, því auk ljósa var opið lúgugatið. Báturinn hreyfðist lítt 12 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.