Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1959, Blaðsíða 15

Dýraverndarinn - 01.03.1959, Blaðsíða 15
Bæði var það, að hann þurfti svo oft að drekka, að hann gat ekki verið nema fram á hádegi, og svo var ég hrædd um, að hann færi í kindur og týndist. En þegar hann var orðinn stærri og far- inn að rata heim, lét ég hann fara, þegar hann vildi. Stundum kom hann ekki fyrr en kýrnar voru sóttar. Gaman var að sjá Fífil, þegar hann ætlaði að berjast við kýrnar; þá var hann heldur en ekki mikill með sig og kom hoppandi að þeim og setti undir sig hausinn, en ekki varð mikið úr honum, þegar þær tóku á móti og hentu honum frá sér. Einu sinni var ég send út að húsum, og fór Fífill með mér. Þá stoppaði hann hjá smágirð- ingu, sem móðir hans var stundum höfð í í vor, þegar verið var að reyna að venja hann undir hana. Fífill var aldrei illur, en hefnigjarn var hann. Ef hann var fyrir í heyinu og honum var ýtt frá, þá þurfti hann alltaf að ýta við manni líka og var tregur til að hreyfa sig úr stað. 1 haust vildi ég ekki að Fífli væri lógað heima, eins og talað hafði verið um. Fékk ég því ráðið. Hann var fluttur á bíl á sláturstaðinn, daginn sem hann var felldur, en hin lömbin voru rekin daginn áður. Fífill vó 44 kg. á fæti, og fall hans var rúm 19 kg. Ég læt hér fylgja tvær myndir af honum, önnur er tekin í vor, en hin seint í ágúst. Hvern ber nú að garði ? spyr Fífill, — hann sá, að gestur riður heim túnið. — Nú, það er hann Guðmundur minn á Ingunnarstöðum, bætir hann við. Góða fóstra stendur róleg, meðan fósturbörnin sjúga. UNESCO viðurkennir mikilvœgi dýraverndunar Tilkynning frá stjórn Sambands dýraverndunarfélaga Islands. Á SEINASTA þingi UNESCO í París var stjórn Alþjóðadýraverndunarsambandsins leyft að kjmna starfsemi sína. Með leyfi þessu var mikilvægi dýraverndunar viðurkennt í fyrsta skipti af valdamiklum sam- tökum, sem vinna á alþjóðlegum grundvelli. Alþjóðlega dýraverndunarsambandið, W.F.P.A., hefur innan sinna vébanda dýraverndunarfélög eða sambönd dýraverndunarfélaga fjörutíu þjóða, sem búa í öllum álfum heims. Meginstörf sambandsins eru að auka þekkingu og skilning á dýravernd og mannúðlegri meðferð dýra. Að þessum meginstörfum sínum vinnur sam- bandið með margvíslegu móti, og má þar nefna: 1. Með því að stuðla að stofnun dýraverndunar- félaga hjá sem flestum þjóðum. 2. Með örvun og leiðbeiningum um lagasetningu um dýravernd hjá einstökum þjóðum sem víðast um heim. 3. Með efling alþjóðlegrar samvinnu um laga- setningu. 4. Með varðgæzlu þeirra laga og samþykkta, sem þegar eru til um dýravernd. 5. Með víðtækri fræðslu um allt, sem að dýra- vernd lýtur. hýraverndarinn 15

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.