Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1959, Blaðsíða 4

Dýraverndarinn - 01.12.1959, Blaðsíða 4
veiðina — og hafa ekki sízt fyrir þessar sakir vakið samvizku ráðamanna hjá Sameinuðu þjóð- unum. 1 Mývatnssveit mundu vera 50 veiðibænd- ur, og fullyrt er, að hver bóndi hafi fjörutíu net. Hvert net mun vera 30 metra langt, og mundi því öll trossan vera 60 kílómetrar á lengd. Til þess að menn geri sér betur grein fyrir þessari netatrossu, skal því hér viðbætt, að hún er um það bil jafn- löng og þjóðvegurinn frá Akureyri að Breiðumýri — og ná mimdi hún frá Reykjavík austur að Sel- fossi. Dr. Finnur Guðmundsson, hinn mikli fræði- og áhugamaður um fuglana og líf þeirra, hefur áætl- að, eftir þeim upplýsingum, sem hann hefur getað fengið gleggstar um eggjatöku við Mývatn, að tekin séu þar árlega 50 þúsund andaregg. Hann hefur og þótzt mega telja, að við vatnið muni verpa 40 þúsund andahjón. Margar endur koma úr hreiðri fjölda afkvæma, en segjum, að þar megi vænta þess, að fimm lifi, ef hvorki bíði þeirra háski af völdum manns né minks. Ef svo væri, næðu þroska við Mývatn 200 þúsund ungar. Auðvitað hafa slíkir óvitringar ávallt farizt í net- um Mývetninga, og lifinu er nú einu sinni þannig farið, enn sem komið er, að um slíkt er ekki að sakast, ef ekki liggur við eyðingu, þótt enn ömur- legra sé til þess að hugsa, að drekkt sé ungviði en fullvöxnum fuglum. En hyggið nú að því, að stærð alls Mývatns er 38 ferkílómetrar, og netatrossan, sem í það er lögð, er 60 kílómetra löng. Hugsum okkur, til þess að gera okkur enn gleggri grein fyrir málinu, að Mývatn væri ferhyrningur, sem væri jafn á alla vegi — eða 6165 metrar á hvern veg. Þver- girðum hann svo með netunum, leggjum girðingu við girðingu með jöfnu millibili og sama bili til landa. Þær heljar girðingar yrðu tíu — og þá auðu bilin, milli 1. og 10. girðingar og lands og milli girðinganna sjálfra 556 metrar. Setjum okkur svo fyrir sjónir á þessu ferhyrnda vatni 40 þúsund ungamæður með samtals 200 þús- und unga. Það verða 6316 fuglar á hvern fer- kilómetra, eða meira en 6 fuglar á hvern fer- metra. Hvernig er nú unnt að hugsa sér, að andarung- arnir, þessir litlu óvitringar, geti forðazt hina válegu tækniþróuðu vél Loka í vatninu, sem er grynnst allra meginvatna hér á landi, þar eð mesta dýpi er einungis hálfur fimmti metri? Þing- eyingur, sem talað hefur um þetta mál af fyllstu sanngimi í garð Mývetninga, en er mikill aðdá- andi Mývatnssveitar og þá ekki sízt hins undur- samlega fuglalífs á vatninu og — ennfremur ein- iægur dýravinur — hefur haft eftir áhyggjufullum og ábyrgum Mývetningum í áheyrn ritstjóra þessa blaðs, að fleiri andarungar ánetjist en silungar á degi hverjum um hásumarið. Ef við erum nú svo lítilþægir fyrir hönd veiðimannanna að áætla þeim aðeins 40 silunga í dagveiði í 40 net og síðan 50 andarunga, þá nemur silungsveiðin dag hvern samtals 2000 silungum, en 2500 andarungum. Ef aðalhættutíminn er 50 dagar, sem varla mundi of í lagt, nemur tala þeirra unga, sem farast, 125 þúsundum. Segjum nú, að yfirleitt vari þær sig á netunum, ungamæðurnar — og þær auk þess ánetjist mun síður en litlu greyin í hinum smá- möskvuðu silunganetum. En alltaf mun það hafa viljað við brenna, að fullorðnir fuglar festu sig í silunganetum, og sannfrétt hef ég, að æðarfugl vari sig síður á hrognkelsanetum úr nælon en úr garni. Mundi of í lagt, að tvær ungamæður ánetj- uðu sig daglega í hverri netatrossu — eða 100 alls — og samtals yfir sumarið einn áttundi hluti allra ungamæðra við Mývatn? Þá er að taka tillit til þess tolls, sem minkurinn tekur af hinni „vængj- uðu hjörð“. Mundu ekki Mývetningar sjálfir vilja telja, að af hans völdum væru nokkrar þúsundir anda á ýmsu aldursskeiði sviptar lífi? 1 öllum þessum útreikningum kann sitthvað að vera á annan veg og ef til vill lakari en staðreynd- irnar sýna þeim, sem nákunnugir eru, en tölurnar mundu nægilega nærri sanni til að gera það ljóst hverjum heilvita manni, sem þær sér og íhugar, að ægileg vá er búin þeirri dásamlegu fuglapara- dis, sem af langförulunum og margvísum náttúru- fræðingum og náttúruskoðurum er talin sú feg- ursta, f jölbreyttasta og unaðslegasta, sem til er í öllum heiminum. Það er ómetanlegt tjón þjóðinni allri og varðar meira að segja allan hinn menntaða heim, en mest er tjónið hjá Mývetningum sjálf- um, heiðurstjón, gleðimissir, svipting á göfgandi uppeldisaðstæðum og loks tap þeirrar hollu vor- bjargar, sem frá landnámstíð hefur verið þeim mikil búbót. Og hversu er svo um sjálfan hinn víðfræga Mývatnssilung? Mundi stofninn þola, að veiðarnar yrðu stundaðar framvegis af sama eða 84 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.