Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1959, Blaðsíða 11

Dýraverndarinn - 01.12.1959, Blaðsíða 11
Snjóhundar MIKIÐ fjártjón varð — eins og öllum landsins lýð er kunnugt — í áhlaupaveðri í nóvember s.l. — og þá einkum á norðausturlandi . . . Er illt til þess að vita, að bændur missi fé sitt, sem er í þessum sveitum þeirra aðalbústofn. En er nokkurt vit og nokkur forsjá að gleyma svo mislyndi veðr- áttunnar hér á íslandi að hafa fé uppi á fjöllum og heiðum, þegar komið er fram í nóvember? Það mun þykja illa sitja á mönnum, sem lengstum húka í stofuhita, að spyrja svona, og víst mundi spauglaust að halda fé nærri bæjum, þegar jörð er auð og enn vel gróin á fjöllum og heiðum, en samt er svo mikið í húfi, að Dýraverndarinn telur skyldu sína að spyrja — af vinsemd, en fullri alvöru. En svo skal hér vikið að öðru. Það kom greinilega fram í blaðafregnum, að hundar, sem gæddir eru þeirri hvöt og gáfu að finna fé í fönn, urðu að miklu gagni, jafnvel hvolpur, sem hafði þennan mikla eðliskost, varð eiganda sínum mikils virði. Hér hefur áður verið skrifað um snjóhunda. Erlendis eru hundar þjálfaðir til að grafa fólk úr fönn, og þá einkum það, sem orðið hefur fyrir snjóflóðum. Eru haldin skipuleg námskeið, þar sem hundunum er kennt og þeir þjálfaðir, og svo eru og menn vandir við að stjórna þeim. Bæði fyrr og síðar hefur það sýnt sig, að íslenzki hund- urinn virðist í allríkum mæli gæddur hvöt og hæfni til að finna fólk og fé, sem fennt hefur, og í þessu hefti Dýraverndarans segir íslenzkur mað- ur, sem býr fjárbúi á Rogalandi í Noregi, frá hundi af íslenzku kyni, gæddum þessari hvöt og hæfni. Hvers vegna tekur ekki Búnaðarfélag Islands sig til og hefur forgöngu um ræktun og þjálfun snjóhunda hér á iandi? Slíkir hundar eru oft beztu fjárhundarnir — og hví skyldi svo ekki hver fjárbóndi eiga einmitt slíkan hund? Aðgerða- leysi um þetta merka mál er með öllu óafsakan- legt, vitnar um deyfð, framtaks- og hirðuleysi. Hundur að grafa mann úr fönn Veiðimenn — girnisspottar — húsdýr Hermann Eyjólfsson oddviti Ölfushrepps hit.ti mig að máli í sumar og sagði mér eftirfarandi tvær sögur: ,,Víða í Ölfusi eru silungsár góðar. Silungs- veiðar hefjast snemma, og veiðimenn fara með löndum, svo að bakkar ánna og lækjanna verða vegir þeirra og athafnasvæði. Af ýmsum ástæð- um verða eftir á bökkunum girnisspottar frá veiðitækjum þeirra. Þessir sömu bakkar eru fyrstu beitilöndin í byrjun sumars fyrir sauðfé. Á s.l. sumri kom ég að lambi, sem hoppaði um í hafti. Ég náði lamb- inu. Um framfætur þess hafði vafizt girni, og svo hafði það hertzt að, að sár voru að beini á fótum lambsins. Þá var það einnig í sumar, að ég tók eftir kind, sem rölti um og virtist lítið bíta. Ég fór og at- hugaði kindina. Er hún varð handsömuð, kom í ljós, að út úr munni hennar lafði girnisendi. All- langt girni var dregið upp úr henni. Mundi girnið hafa orðið henni að bana, ef eigi hefði það verið f jarlægt.“ ,,Hér er eigi mannvonzku um að kenna,“ sagði Hermann, „heldur gáleysi — og að veiðimönnum er eigi þessi hætta ljós.“ Dýraverndarinn kemur þessu hér með á fram- færi, og fyrir n. k. sumar mun Samband dýra- verndunarfélaga íslands birta tilkynningu, þar sem veiðimenn eru varaðir við að kasta frá sér girni á víðavangi. Þorst. Einarsson. DÝRAVERNDARINN 91

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.