Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1959, Blaðsíða 9

Dýraverndarinn - 01.12.1959, Blaðsíða 9
YNGSTU LESENDURNIR „Já, satt er þa'ð . . Það var einu sinni hér áður fyrrum, að maður, sem var mjög stórskorinn og þótti ósköp ófríður, var verzlunarþjónn í sérlega vinsælli búð í Reykja- vík. Þetta var mesti dugnaðarmaður, og áreiðan- legur var hann. Líka var hann lipur og gaman- samur og því mjög vinsæll, og ekki lét hann sér bregða við það, þó að einhverjum yrði starsýnt á hann. Hann hafði meira að segja til að brosa að því. Eitt sinn fundu gárungar upp á að segja karli austan úr sveit, frekar fáfróðum og ekki vel greindum, en afar forvitnum, að nú hefðu þeir tekið upp á því í einni búðinni í Reykjavík að hafa apa við afgreiðslustörf. „Hvað er að heyra þetta?“ sagði karlinn. ,,Er hægt að nota hann við þess konar verk?“ ,,Ég held það svari því,“ sagði einn af gárung- unum. „Þú ættir bara að sjá, hvað lipur hann er við fólkið, — hann er meira að segja farinn að tala sæmilega íslenzku og miklu skárri en sumir Danirnir, sem eru hérna búðramenn.“ „Skoðum þann stutta!“ sagði karlinn. „Kannski þú viljir sjá hann?“ sagði annar af gárungunum. sem sett er samkvæmt lögum nr. 21 frá 13. apríl 1954, verði fjárflutningatæki þau, sem annast eiga fjárflutninga, látin mæta til skoðunar fyrir þann tíma, sem fjárflutningarnir hefjast að haustinu. Verði flutningatækin ekki tekin gild til búfjár- flutninga nema stjórnendur þeirra geti sýnt skoð- unarvottorð upp á fullgildingu þeirra. Ketlumálið (Frá Dýraverndunarfélagi Reykja- víkur): Með því að búið á Ketlu á Rangárvöllum er rekið af Reykvíkingum og eftirlitsmaður D. R. hefur sannprófað, að meðferð fjár austur þar hef- ur verið mjög ábótavant, þá hefur stjórn félagsins rætt ýtarlega kæru þá, sem fram hefur komið frá dýralækninum á Hellu og sögð er í rannsókn. Stjórn D. R. skorar á sambandsstjórnina að láta mál sem þetta til sín taka og fylgja fast eftir og heitir stuðningi sínum og aðstoð í því efni. Enn- fremur óskar stjórn D. R. eftir skýrslu sambands- stjórnar um málið fyrir næsta fund, sem boðaður er 18. þ. m. Stofnun dýraverndunarfélaga: Arsþingið sam- þykkir að fela sambandsstjórn að vinna sjálf að stofnun dýraverndunarfélaga í nágrenni Reykja- víkur og leita til starfandi félaga um aðstoð þeirra um félagsstofnanir hið næsta sér. Ennfremur að stjórn sambandsins ráði hæfan mann til að fara um landið og gangast fyrir stofnun dýraverndun- arfélaga, enda megi sambandsstjórn verja til þessa allt að fimmtán þúsund krónum af fé sambands- ins. Hækkun á ríkisstyrk: Ársþingið skorar á stjórn sambandsins að beita sér fyrir hækkun á styrk frá ríkissjóði til sambandsins. Miklar umræður urðu um þessi mál, en sam- þykktirnar voru allar gerðar einróma. DÝRAVERNDARINN 89

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.