Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1959, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.12.1959, Blaðsíða 6
hafrarnir á Hóli séu miklu betri en sama góðgæti í hesthúsinu þínu. Þeir verða víst ekki lengi að hlaupa þennan spöl.“ „Ég veit það, en samt finnst mér þú ættir nú að bíða, fara heldur með birtingu í fyrramálið." „Vertu nú ekki að þessu,“ mælti Jórunn. „Gunnar fer snemma af stað og verður kominn fyrir hádegi, og ég vil ekki hann komi að öllu köldu. Þú veizt nú, að þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti, sem ég ek þennan spotta. Veðrið er gott, og bráðum er komið glampandi tungl- skin, svo ég veit ekki, hvað ætti að geta að okkur orðið. Vertu sæll og blessaður og þakka þér kær- lega fyrir í þetta sinn. Gleðileg jól.“ „Sæll, og gleðileg jól!“ kölluðu börnin og veif- uðu Jóhanni bónda. Þau sátu vel búin í sleðan- um, næstum á kafi í hálmi, og á þau var breiddur þykkur loðfeldur. Þau voru hress og glöð, rjóð og hýreyg, hlökkuðu til að geysast í tunglsljósi yfir hjarnið. Jórunn lét hvína í svipunni, og hestarnir brugðu við og þeyttust af stað. Hún þurfti víst ekki að hafa mikið fyrir að stjórna þeim. Þeir rötuðu engu síður en hún, og börnin hlógu og skríktu af ánægju. Sólin var sigin, en ennþá brá roða á hjarn- breiðuna. „Heyrðu, mamma!" kallaði Randíður, sem var elzt af systkinunum. „Hann Jóhann hefur gleymt að hleypa honum inn, honum Trygg. Hann kemur þarna á þanspretti á eftir okkur.“ Móðir hennar leit um öxl. Jú, þama kom hund- ur í loftköstum á eftir þeim. „Æ, greyið hann Tryggur," sagði hún. „Við skulum bíða eftir honum og taka hann upp í sleð- ann.“ Hún kippti í taumana, en hestarnir voru ekki á að stanza. Þeir frísuðu, brettu eyrun, sveigðu makkann og rykktu síðan í taumana. Það var engu líkara en þeir væru hræddir við eitthvað. Jórunn ávarpaði þá í gælnum tón, en þeir blésu og frísuðu, iðuðu sitt á hvað í atktygjunum og hertu á hlaupunum. „Nei, sko, mamma!“ kallaði Haraldur. „Þarna kemur þá annar hundur á hvinandi sprettinum.“ „Já, og fleiri, sýnist mér,“ bætti Randíður við, „sko, þarna út úr runnunum." Og litli bróðir, sem ekki var orðinn altalandi, skríkti af gleði og sagði: „Jepp, jepp, góu jepp, jepp!“ Jórunn brá við hart og leit á ný um öxl. Já, reyndar var þetta ekkert bull. Þarna komu hvorki fleiri né færri en fimm hundar á harðahlaupum .. . Hundar! Æ, það voru engir hundar. ÍJlfar voru það! Og nú skildi hún, við hvað hestarnir voru hræddir. Þeir höfðu haft veður af þessum villi- dýrum. Enn var upp undir það klukkutíma akstur heim að Hóli — og áður en hún kæmist alla þá leið . . . Guð almáttugur mátti náða hana og bless- uð börnin. Ekki hafði hún neina byssuna. Eina vopnið hennar var svipan. Og ekki þurfti hún að slita ólinni á lendum hestanna. Þeir þutu áfram eins hratt og fæturnir gátu borið þá. „Reynið þið nú að sitja róleg!“ mælti Jórunn við börnin, eilítið höst. Svo leysti hún af sér strókhettuna og sagði við Randíði: „Troddu í þetta hálmi og hugsaðu þér, að þú ætlir að hafa það fyrir brúðu, — heldurðu ekki þú getir það?“ Randíður horfði forviða á móður sína. En Jór- unn leit snöggt um öxl. Nú voru úlfarnir ekki meir en í hundrað metra fjarlægð. „Heyrðu mig, Randíður," sagði hún rólega. „Þegar þessi dýr . . . þe-þessir hundar eru búnir að ná okkur, þá kastar þú brúðunni til þeirra. Skilurðu mig?“ „Já, en hettan þín, mamma?“ „Vert þú ekkert að hugsa um hana, — gerðu bara eins og ég segi þér.“ Nokkrar mínútur liðu. Hestarnir geystust yfir hjarnið, en úlfarnir drógu óðum á þá. Svona nú! Þar voru þeir búnir að ná þeim. Sá, sem fyrstur fór, rak upp ýlfur og stökk í áttina til sleðans. „Kastaðu þessu!“ hrópaði Jórunn. Nú voru börnin orðin hrædd. Þessir hundar voru eitthvað svo tryllingslegir. Haraldur og litli bróðir voru farnir að gráta. Randiður fleygði troð- inni hettunni eins langt og hún gat aftur fyrir sleðann, og úlfarnir stönzuðu. Þeir voru glor- hungraðir og réðust á böggulinn urrandi og ýlfr- andi, reyndu að bægja hver öðrum frá þessari ímynduðu bráð. Þeir tættu hettuna í sundur, og 86 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.