Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1959, Blaðsíða 7

Dýraverndarinn - 01.12.1959, Blaðsíða 7
svo nusuðu þeir af heyinu. Og á meðan á þessu stóð, þutu hestarnir drjúgan spöl. En brátt höfðu úlfarnir komizt að raun um, að ekkert ætilegt væri í bögglinum, og aftur hófu þeir eltingarleik- inn. Þá hafði Jórunn látið Randíði búa til aðra brúðu — og nú úr sinni hettu. Og á ný var sýnd- arbráð fleygt fyrir úlfana. Þeir námu aftur staðar, og sleðann bar spölkorn undan háskanum. Síð- an brugðu úlfarnir við og þreyttu kapphlaupið að nýju. Jórunn lét Randíði troða út peysur af þeim báðum, henni og Haraldi, og fleygja aftur fyrir sleðann. Og alltaf stönzuðu villidýrin. Loks fleygði Randíður til þeirra fimmta bögglinum, út- troðnu fótaskjóli. Þá námu aðeins þrír af úlfun- um staðar, en tveir stórir, gráir vargar stukku yfir böggulinn án þess að líta við honum og þöndu sig allt hvað af tók, unz þeir voru komnir á hlið við hestana, sinn hvorum megin við sleðann. Klár- arnir hneggjuðu af skelfingu, og í svitakófi æddu þeir áfram enn hraðar en nokkru sinni áður. Börnin kúrðu sig niður í hálminn og nötruðu af ótta. Nú virtist öll von úti. En Jórunn nísti svipu- skaftið, stóð á fætur í sleðanum og beið færis. Tílfurinn, sem var hægra megin við sleðann, stökk í loft upp og hugðist glefsa í hálsinn á hestinum. En hestinn bar hratt yfir, og úlfurinn drattaði niður með lendinni á honum. Þá lét Jórunn höggið ríða á haus og hrygg þessarar gráu skepnu, sem hungrið og eltingarleikurinn höfðu gert hamstola af grimmd og blóðþorsta. Og úlfurinn hrein við hátt, byltist á hjarnið og brauzt þar um. Svo beit Jórunn saman tönnunum og sló líka úlfinn, sem var vinstra megin við sleðann. Höggið lenti ein- ungis á trýninu á honum, en hann ýlfraði af sárs- auka og stökk út undan sér. En ekki leið á löngu, unz þeir hófu á ný kapp- hlaupið, og nú voru hinir þrír í för með þeim. Aftur og aftur kom Jórunn höggi á vargana með svipunni, og ávallt ýlfruðu þeir og hrukku undan. En í næstu andránni voru þeir orðnir espir á ný, þeyttust froðufellandi fram með sleðanum. Það gljáði á hvassar vígtennurnar, og rauð tungan lafði út úr skoltunum. Loks var svo komið, að Jórunn var orðin ör- magna. Heim til hennar voru ekki eftir nema þrír, fjórir kílómetrar, en handleggirnir voru orðnir máttlausir, og henni sortnaði fyrir augum. Hún beit á jaxl og reiddi svipuna ennþá einu sinni, lét hana ríða í úlfahópinn. Svo . . . En . . . en hvað var þetta, — var það ekki hófa- tak? Börnin hrópuðu hástöfum, og einhver svar- aði. Þarna kom ríðandi maður á móti þeim á þanspretti. Það kvað við skothvellur, ýlfur heyrð- ist, og einn úlfurinn hné á hjarnið. Annað skot, og annar úlfur byltist til jarðar. Og þá hrukku hinir undan, flýðu sem fætur toguðu út í tungl- skinsmóðuna. „Pabbi, — það er hann pabbi!“ kölluðu börnin. Og það var Gunnar á Hóli. Hann hafði lagt fyrr af stað heim en hann hafði búizt við, gripið í tómt heima og síðan riðið á móti konu sinni og börnum, sem hann þóttist vita að væru á heimleið. Auðvitað grétu konan og börnin við brjóst Gunnars, þegar hann hafði stigið af baki og sezt hjá þeim á sleðann. En aldrei hafði fjölskyldan á Hóli lifað jafngleðileg jól og þau, sem runnu yfir sléttuna með morgunsólinni fám dögum eftir þennan atburð. Merkileg nýjung Á ársþingi Sambands Dýraverndunarfélaga ís- lands skýrði einn af fulltrúum Reykjavíkurdeild- arinnar frá því, að fundin hefði verið upp í Am- eríku byssa, sem úr væri skotið sprautu með efni, er svæfði dýrin. Þegar skotið hittir, sprautast efnið inn í blóðið, en sprautan losnar úr sárinu, og má síðan nota hana á ný. Nú er í athugun, hvort ekki megi nota einmitt þessa nýstárlegu byssu við útrýmingu villikatta, þar eð skjóta má með henni dýr á fimmtíu metra færi. Væri þá kötturinn fyrst svæfður með slíkri byssu, en síðan skotinn þannig með kúlu, að ör- uggt væri, að hann léti þegar lífið. DÝRAVERNDARINN 87

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.