Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1959, Blaðsíða 14

Dýraverndarinn - 01.12.1959, Blaðsíða 14
mmm GÓÐUR og mikilsvirtur miðaldra borgari segir frá:: Þegar ég var sjö ára gamall, var ég orðinn svo duglegur að sitja hest, að ég fékk að fara í kaup- stað með pabba og mömmu. Við komum þangað ekki fyrr en seint um kvöld og gistum svo hjá móðursystur minni, sem var gift utanbúðarmanni verzlunarinnar. Um morguninn fór ég með móður minni í verzl- unarbúðina og fannst þar margt furðulegt að sjá og heyra. En þetta var í kauptíðinni, og í búðinni voru margar konur, sem mamma þekkti. Þær fóru að tala saman, og svo þurfti mamma að skoða og skoða, áður en hún verzlaði, og ráðgast við hinar konurnar. Loks fór mér að leiðast, og ég spurði mömmu, hvort ég mætti ekki fara út. Þó að geithafrar hafi það til að vera brellnir, einkanlega ef þeim er gerður sá óleikur að binda þá við staur, þar sem allir geta á þá glápt, þá eru margar geitur mjög mann- elskar, og sjáið þið nú bara svipinn á telpunni með kiðlinginn. En sú ánægja! dýr njóti lögverndar þeirrar, sem gildandi lög og reglugerðir mæla fyrir um. Stjórnina skipa nú: Ingimar Bogason formaður Guðbrandur Hlíðar dýralæknir ritari Guðmundur Andrésson dýralæknir gjaldkeri Meðstjórnendur: Árni Hansen verkstjóri Sæmundur Hermannsson tollþjónn. Eitt af þeim málum, sem félagið hyggst beita sér fyrir í framtiðinni, er öruggt eftirlit með fóð- urásetningi, og að fóðurbirgðalögunum sé hlýtt. Þá mun félagið á næsta hausti beita sér fyrir því að reglugerð um meðferð búfjár við rekstur og flutning með vögnum o. fl., sem gefin var út af menntamálaráðuneytinu 6. sept. 1958 og birt var í Lögbirtingablaðinu 10. sept. s.l. nái fram að ganga í fullu gildi og að ökutæki, sem ekki hafa löglegan umbúnað til flutnings á búfé, verði tafar- laust stöðvuð, séu þau ætluð til slíkra flutninga. Þá vill félagið vinna að útrýmingu á olíumeng- un sjávar við höfnina og á hafnarsvæðinu, i félagi við aðra aðila, sem þar kunna að verða til kvaddir. Sinubruni er eitt af þeim málum, sem félagið þarf að fylgjast með í framtíðinni. Sé sinubruni er eitt af þeim málum, sem félagið þarf hann að fara fram svo snemma vors að full- komlega öruggt sé, að eggjum og lífi fugla verði ekki grandað af þeim sökum. Mörgum fleiri málum mun félagið þurfa að sinna í náinni framtíð. 94 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.