Dýraverndarinn - 01.12.1959, Blaðsíða 8
Samþykktir ársþings
Sambands
dýraverndunarfélaga Islands
8. nóvember 1959
Tillögur frá sambandsstjórn
Olíuplágan: Ársþingið harmar og átelur þann
drátt, sem átt hefur sér stað á því, að nefnd sú
ljúki störfum, sem ríkisstjórn Islands skipaði 1955
til þess að undirbúa og athuga aðild Islands að
alþjóðasamþykkt um að fyrirbyggja óhreinkun
sjávar af völdum olíu og semja frumvarp til laga
um varnir gegn óhreinkun sjávar af völdum olíu
við strendur Islands. Samþykkir þingið að skora
á ríkisstjórn íslands að leggja fyrir næsta reglu-
legt Alþingi þingsályktunartillögu um heimild til
þess að undirrita alþjóðasamþykktina. Ennfrem-
ur skorar þingið á ríkisstjórn Islands að veita
nefndinni nauðsynlega aðstoð til þess að ljúka at-
hugunum varðandi kostnað við útbúnað á skipum
og olíustöðvum til þess að fyrirbyggja óhreinkun
sjávar af völdum olíu og semja frumvarp til laga
um ráðstafanir gegn olíumengun hér við land.
Otflutningur hrossa: Ársþingið samþykkir að
fela væntanlegri stjórn sambandsins að standa vel
á verði gegn því, að öryggi og líðan hrossa verði
nokkuð skert, frá því sem mælt er fyrir í lögum
nr. 42 frá 1958 um útflutning hrossa, og sam-
þykkir, að unnið skuli að þvi, að hross séu aðeins
flutt í gripaflutningaskipum milli landa. Ennfrem-
ur ályktar þingið, að fenginni reynslu, að eftirlit
með útflutningi hrossa sé bezt borgið í höndum
yfirdýralæknis.
Hjarðfjós: Ársþingið ályktar, að eigi sé fullrann-
sakað, hversu líðan mjólkurkúa sé varið í hjarð-
fjósum, og beinir því þeim tilmælum til Landbún-
aðaráðuneytisins og Búnaðarfélags Islands, að eigi
sé leyft að reisa hjarðfjós nema í tilraunaskyni
og rekstur þeirra sé falinn sérfræðingum.
Ráðstafanir gegn slysum á búfé af völdum um-
ferðar: Ársþingið samþykkir að fela stjórn sam-
bandsins að leita samstarfs við Dýraverndunarráð
ríkisins og Dýralæknafélag Islands um ráðstafanir
gegn slysum á búfé af völdum umferðar.
Arnarstofninn: Ársþingið þakkar Menntamála-
ráðuneytinu þá rannsókn á arnarstofninum, sem
það lét framkvæma á s.l. sumri, og treystir því,
að í samræmi við niðurstöður hennar verði gerðar
þær ráðstafanir, sem þurfa þykir til þess að við-
halda stofninum.
Eyðing minka: Ársþingið ályktar, að ráðstafanir
þær um eyðingu minka, sem stofnað hefur verið
til samkv. lögum frá 5. júní 1957, hafi borið lít-
inn árangur, eins og sést bezt á því, að minkurinn
leggur undir sig, með hverju árinu sem líður, ný
landsvæði. Vegna þessa samþykkir þingið að skora
á ríkisstjórn Islands að láta fara fram endurskoð-
un á lögunum og lögfesta aðrar aðgerðir til eyð-
ingar minkum.
Hreindýrin: Ársþingið samþykkir að fara þess
á leit við Menntamálaráðuneytið, að hraðað sé
rannsókn á hreindýrastofninum og hvernig megi
bezt koma við nytjum hans á mannúðlegri hátt en
nú tíðkast.
Verndun fuglalífs við Mývatn: Ársþingið skorar
á Náttúruverndarráð ríkisins og Fuglafriðunar-
nefnd ríkisins að hraða sem mest má verða athug-
unum á leiðum til að hindra hinn mikla fugla-
dauða af völdum neta í Mývatni.
Tillögur frá einstökum félögum
og f ulltrúum
Forðagæzla og ásetning (flutt af Ingimar Boga-
syni að tilhlutun Dýraverndunarfélags Skagafjarð-
ar): Ársþingið samþykkir að fela stjórn S.D.I. að
leita samráðs við stjórn Búnaðarfélags Islands,
búnaðarsambanda úti á landi og sýslumenn í hér-
uðum landsins um stóraukið og hert eftirlit með
forðagæzlu og fóðurásetningu búfjár, ásamt með
nægum og viðhlítandi húsakosti. Bendir þingið á,
að til reynslu verði tekinn upp nýr háttur á skip-
un forðagæzlumanna, þannig, að hreppar skiptist
á um menn til forðagæzlustarfsins, er skoðast
megi óhlutdrægir í þessu ábyrgðarstarfi.
Flutningur búf jár (frá sama aðila): Ársþingið
samþykkir að fela stjórn S.D.I. að vinna að því
við sýslumenn, lögreglustjóra og bifreiðaeftirlit
ríkisins, að samkvæmt reglugerð um fjárflutninga,
88
DÝRAVERNDARINN