Dýraverndarinn - 01.12.1959, Blaðsíða 12
íslenzkir landnemar
í Noregi
Sögumaðurinn er íslenzkur maður, sem býr búi sínu á
Rogalandi í Noregi. Hann hefur sent söguna Dýraverndar-
anum og sömuleiðis myndina af Mons, sem er af íslenzkum
landnema kominn. — Ritstjóri.
MONS er ættaður norðan af Raufarhöfn. Faðir
hans fór til Noregs og lifði þar til hárrar elli, virt-
ur og vel metinn. En upphaf þess, að hann gerðist
landnemi í Noregi, var það, sem nú skal frá skýrt.
Frá Karmey, sem er skammt frá Haugasundi,
eru gerð út mörg skip á síldveiðar við strendur
íslands. Þau koma oft að landi í vondum veðrum,
leggjast við akkeri og ná sér í vatn og vistir.
Eitthvert sumarið á árunum 1920—25 bar svo
til, að eina af Karmeyjarskútunum þraut matar-
vatn um það bil, sem vertíð var lokið og halda
skyldi heim til Noregs. Hún fór undir land og
varpaði akkerum fram af ósi lítillar ár. Hásetar
voru síðan sendir eftir vatni á skipsbátnum. Þeir
höfðu með sér tunnur og jusu í þær úr ánni.
Meðan þeir voru að þessu, komu til þeirra börn
frá bæ einum, sem stóð í grænu túni við ána.
Með þeim var gulgrár hundur. Hann gelti mjög
að sjómönnunum norsku. Einn þeirra, sem hafði
komið mörgum sinnum til íslands og gat talað
einhvern blending af íslenzku og norsku, spurði
börnin af hálfgildings rælni:
„Hvað setjið þið upp fyrir þennan hund?“
„Viltu kaupa hann?“ spurðu þau í kór.
Honum leizt mjög vel á rakkann, og hann lang-
aði til að hafa hann með sér til Noregs. Samningar
tókust með krökkunum og þeim norska, og þegar
báturinn lét frá landi, voru ekki einungis í honum
Norðmennirnir og vatnstunnurnar, heldur líka
hundurinn. Og börnin héldu heim fimm krónum
ríkari en þegar þau gengu úr garði til fundar við
sjómennina. En fimm krónur voru talsverð upp-
hæð í þá daga.
Nokkrum árum síðar var ég á ferð á Karmey,
og var mér þá sögð þessi saga. Ég spurði, hvað
orðið hefði af hundinum. Mér var sagt, að maður-
Mons horfir til fjalla handan yfir Dælisvatnið
inn, sem hafði keypt hann, hefði selt hann fjár-
bónda austur í Dölum. Ég kannaðist við bóndann,
enda bjó hann búi sínu ekki ýkjalangt frá mér.
Þeir sögðu, Karmeyingarnir, að honum hefði litizt
svo vel á hundinn, að hann hefði borgað fyrir
hann allháa upphæð.
Þegar ég kom heim, tók ég að spyrjast fyrir um
hund, sem kominn væri út af Raufarhafnarseppa,
enda fór mikið orð af honum sem góðum fjár-
hundi. Loks tókst mér að ná í hvolp, sem var
undan honum. Og sannarlega varð ég ekki fyrir
vonbrigðum, því að betri og þarfari hund hef ég
aldrei eignazt. Ég kallaði hann Mons.
Mons var með afbrigðum þefvís og var ein-
staklega naskur á að finna kindur, sem lent höfðu
ofan í gjótur eða fennt að haustinu í fyrstu snjó-
um. Einu sinni leituðum við marga daga að kara-
kúlhrút, sem var mjög verðmætur. Hann hafði
dottið i gegnum snjóbrú ofan í lækjarfarveg. Mons
var heima, var ekki nema hálfvaxinn hvolpur og
lítið reyndur, og lengi vel kom mér ekki í hug að
hafa hann með í leitina. En einn morgun datt það
í mig. Félagar mínir sögðu, að það yrði nú lík-
lega lítið gagn í þessu hvolpkvikindi, og raunar
voru þeir orðnir vonlausir um, að hrúturinn mundi
vera enn á lífi. Við fórum þangað upp eftir, sem
hann hafði dottið ofan í, og ég lét Mons þefa gegn-
um gatið. Svo héldum við með hægð niður með
læknum. Alltaf var Mons að þefa af snjónum, en
langt vorum við komnir þaðan, sem gatið var á
snjóbrúnni, þegar hann tók að grafa með fram-
92
DÝRAVERNDARINN