Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.03.1915, Blaðsíða 11

Dýraverndarinn - 15.03.1915, Blaðsíða 11
D Ý R AV ERNÐARINN 7 um lcoll, en virtust ekki rífa liann meö neinni grimd; hættu brátt ofsókninni og héldu heim. En flóttanum var haldiö áfram, þó ekki eins hratt og átSur. Piltarnir stóöu enn á hlaðinu og horföu á eftir rakkanum. Lík- lega hefur einhver óþægileg tilfinning gert vart viö sig í brjósti aðstoðarmanns Steina; hann sagði eins og við sjálfan sig þar sem hann starði á eftir hundinum: „Skyldi ekki snæris- skrattinn geta slitnað.“ Steini skildi hvað hann fór, og sagði um leið og hánn gekk í bæinn til að vitja matar síns: „Eg held hann megi halda“ — og var hinn rólegasti. Og snærisspottinn hélt. Rakkinn kom hvergi til bæjar; hann stal ekki oftar; hann fanst dauður milli bæja um vorið og hrossleggurinn hjá honum. Snærisspottinn hafði haldið eins lengi og þurfti. SVANURINN FRIÐAÐUR. Margan mann hefur svanahljónmrinn hrifið, og fegurð þessa yndislega fugls. Börnin fagna konm hans á vorin og gleðjast af söng lians á tjörnunum. Ferðamaðurinn veröur hugfanginn af „svanasöng á heiði“ ; hvílík hressing og hugarlyfting i þögn- inni og einverunni. Skáldin yrkja honum lofdrápur. Öllum kem- ur sanian um aö tigni fuglinn hvíti veki ljúfan unað og gleði hvar sem liann kemur og lætur heyra „svanasönginn“. í sumum sveitum hefur hann lengi átt friðland; orpið í sama tjarnarhólmanum ár eftir ár; lifað í friði með afkvæmi sin alt sumariö og komið aftur næsta vor. Hann hefur sjálfur notið sveitasælunnar í fullum mæli, og hann hefur aukið á sveitasælu mannanna. Þeir mundu sakna hans eins og góðs vinar, ef hann kæmi ekki aftur. En svo eru aðrar sveitir, sem honum hefur aldrei verið vært í. Síst i sjávarsveitum og við kaupstaöi. Hann verður að hafast við að vetrinum við sjávarsíðuna, en reynir að halda sig svo fjarri mannabygð sem hann getur. Hann þjáist ekki af kaup- staðasótt, eins og fjöldi manna. Einn tók sig ekki alls fyrir löngu út úr, kom sem gestur á Tjörnina við Reykjavík. En hann var ekki lengi' í þeirri paradis. Hann lifði ekki daginn. Skyttan var hittin og riffillinn góður. Þessi tigni gestur borgarinnar var skotinn á löngu færi.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.