Dýraverndarinn - 15.03.1915, Page 16
12
DÝRAVERNDARINN
er viss um aö þeir sakna hans allir, því nú — þvi miöur — fer
hann frá Laugarnesinu i vor, og því miður er ekki séð aö
Reykjavíkurhestarnir fái annan eins húsbónda í staöinn.
Bæjarstjórn Reykjavíkur byggir Laugarnesiö — og um býl-
iö kvaö hafa sótt 40—50 menn. Bæjarstjórn Reykjavíkur ætti
aö hafa þaö hugfast aö byggja þaö þeim eina manni, sem
væri þektur aö því að sýna skepnum velvildarhug. „Dýra-
verndarinn" mundi veröa henni þakklátur, ef svo reyndist aö
hún geröi þaö.
JÖH. ÖGM. ODDSSON.
NAFNIÐ.
Að því hefur veriö fundið, að „Dýraverndunarfélag I s-
1 a n d s“ kallar sig því nafni, og það fyrir borið, aö félagíð
liafi veriö stofnað fyrir Reykjavíkurbæ, og heföi því átt aö
heita „Dýraverndunarfélag Reykjavíku r“.
Um þetta ætti ekki að þurfa að deila. Meö því að kalla sig
því nafni, sem félagiö nú heitir, vill þaö auövitaö tákna, aö
starfssviö þess sé ekki Reykjavikurbær eínn, heldur alt landiö.
Það vill bæöi meö málgagni sínu og annari starfsemi ná tök-
um á öllum landsmönnum, eöa svo mörgum, sem kostur er á.
Eitt af því, sem félagið vill beita sér fyrir, er það, að hvetja
til stofnunar dýraverndunarsamtaka út um alt land, smærri fé-
laga, meö sama markmiði. Fer þá vonandi svo meö tímanum,
að nánari samvinna tekst með öllum þeim félögum, sem stofn-
uö veröa, meö sameiginlegum fulltrúaþingum viö og viö, og
sameiginlegu málgagni.
Nafniö skiftir i sjálfu sér minstu, en ekki verður séö, aö
félagið villi á sér heimildir með þvi að kalla sig „Dýravernd-
unarfélag Islands". Aöalatriöiö er það, aö allir vinni saman,
og fái sameiginlegan áhuga fyrir því máli, sem félagiö hefur
markað á sinn skjöld, mönnum og málleysingjum til far-
sældar.
Lög félagsins, sem auglýst eru á öðrum staö í þessu blaði,
eru auövitað til l)ráðabyrgða, og þeim þarf að breyta meö
tímanum, — ]>egar nokkuö mörg félög eru stofnuö víðsvegar
á landinu, svo aö ástæða sé til að stofna til sambands þeirra
innbyrðis. Enn er aðeins eitt félag stofnað fyrir tilstilli „Dýra-