Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.03.1915, Blaðsíða 18

Dýraverndarinn - 15.03.1915, Blaðsíða 18
14 DÝRAV ERNDARINN 4- gr. Allir hafa rétt til að gerast meðlimir félagsins, karlar jafnt sem konur, ef þeir borga i krónu í inntökugjald. Árgjald skal vera i króna, en æfigjald io krónur. Inntökugjald og árstillög unglinga frá 8—18 ára aldurs sé helmingi lægra en hjá fullorSnum. Árstillög borgist fyrir i. nóvbr. ár hvert, en hver sem ekki hefur greitt gjald sitt fyrir árslok missir félagsréttindi sín. 5- 8''- Reikningsár félagsins er almanaksáriS. 6. gr. Fundi heldur félagiS annanhvorn mánuS frá i. október til i. maí — og einn fund á tímabilinu frá i. maí til i. október. Aukafundi kallar stjórnin saman þegar henni þykir til þess þörf, eSa ef io félagsmenn óska þess skriflega. Auk félags- mála skal á fundurn félagsins halda fyrirlestra þegar tími er til. ASalfundur skal haldinn í febrúarmánuSi, skulu þá fram- lagSir reikningar endurskoSaSir, og stjórn kosin. Fundir skulu auglýstir meS viku fyrirvara í tveimur þeirn blöSum, sem fjöl-lesin eru. Fundur er lögmætur, ef löglega er til hans boSaS. 7- gr- Stjórnina skipa 5 menn. FormaSur, skrifari, féhirSir og tveir meSstjórnendur skulu kosnir á aSalfundi ár hvert. Þá skal og kjósa 3 menn til vara og tvo endurskoSendur. Stjórnin fer meS málefni félagsins á milli funda. 8. gr. Á öllum fundum félagsins ræSur afl atkvæSa úrslitum, nema um lagabreyting sé aS ræSa, sjá 9. gr. 9- gr- Lögum þessum má ekki breyta nema á aSalfundi, og þá þvi aS eins aS tveir þriSju atkvæSa viSstaddra félagsmanna sam- þykki breytingarnar, og aS auglýst sé í fundarboSinu, hverjar þær séu. Samþykt á aðalfundi félagsins 14. febrúar 1915.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.