Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.03.1915, Qupperneq 19

Dýraverndarinn - 15.03.1915, Qupperneq 19
D Ý R AV ERNDARINN 15 KEYRSLUH£STARN£R. Flestir keyrsluhestar Reykjavíkur eru ljómandi fallegir og eigendunum til hins mesta sóma, en því miöur þó, er ekki hægt að neita því, aö til eru hér i bænum nokkrir keyrsluhestar, sem ekki eru eins vel feitir, eins og þeir þyrftu og ættu aö vera. Eg hef tekið eftir nokkrum undanfarna daga, sem alls eigi mega neitt rnissa hvaö hold snertir, og væri mjög æski- lcgt aö eigendurnir vildu bæta við þá fóður —■ og helst minka við þá brúkun — þar til þeir væru orðnir feitari, enda á. mönnum, sem hafa næga vinnu, ekki að vera-slikt vorkunar- mál, að láta vinnudýrum sínum góðan mat og nægan í té. Þá fyrst, ef þau eru í sæmilegum holdum, er hægt að heimta af þeitn fullkonma vinnu en f y r e k k i. Aö brúka horaðan hest fyrir æki, er Itæöi s y n d og skömm, og ekki einungis skönnn fyrir eigandann, heldur og skönnn fyrir það bæjarfélag eða sveit, sem maðurinn býr í. Vonandi verður úr þessu bætt af hlutaðeigendum hið bráð- asta, á því er brýn þörf. Nöfn manna í þessu sambandi ætla eg ekki að nefna að- þessu sinni, það máske gefst tækifæri til þess síðar. JÓH. ÖGM. ODDSSON. SITT AF HVERJU. Stundum hafa menn orðið þess áskynja i vetur, að keyrslu hestar hafa runnið i spori, þegar þeir hafa verið að stritast áfram með hlaðna vagnana; kemur það til af því, að járnin undir þeim liafa verið orðin gengin. Slíkt er slæmt og getur verið hættulegt. Fyrst og fremst á hesturinn miklu erfiðara með að draga — og svo geta taugar hans reynst á því, að ganga illa járnaður fyrir þungu æki. Þykir ykkur sjálfum ekki slæmt að standa á hálku illa járnuðum, og ef svo er — þá bætifr úr járningu hestanna ykkar hið bráðasta. * * * „Engir aka hér eins hart um göturnar og bakaríisstrák- arnir,“ er oft viðkvæðið hjá fólki. Það er satt, þeir aka eins og flón og aðgæta víst lítið hvað framundan er, bara að kom- ast áfram í fluginu — og skeyta elcki urn neinar settar reglur.

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.