Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.01.1916, Síða 10

Dýraverndarinn - 15.01.1916, Síða 10
6 DÝRAVERNDARINN ÚTFLUTNINGUR HROSSA Lög um útflutning lirossa voru sett 1907, og reglugerö um útflutning hrossa setti stjórnarráöiö áriö eftir (10. des. 190S). Lögin voru góð og hafa þó verið bætt siðan; og reglugerðin er góð. En — þeim greinum laganna og reglugeröarinnar, sem verulegustu réttarbæturnar eru fólgnar í, e r e k k i h 1 ý 11. Skipin eru e k k i „hagkvæmlega útbúin i því skyni“ ; umbún- aður um hrossin í skipunum er e k k i eins og lögin og reglu- gerðin mæla fyrir; fóður hrossanna hefur stundum e k k i reynst gott; skýrslur um hross sem deyja á ferö milli landa, og af hvaða orsökum þau haía farist, eru ekki sendar stjórnar- ráðinu, eins og reglugerðin þó mælir fyrir. Það dregur ekki lítið úr gleði dýravina yfir þarfri og nauð- synlegri lagasetning dýrunum til verndar, aö sjá þau lög og fyrirskipanir fótum troðin. Ilvað vantar? Það vantar duglega lagagæslu. Það er jafnharður dauðdagi fyrir sauðféð aö krókna af kulda eða svelta í hel, þó að það standi svart á hvítu að fyrir allan sauöfénað eigi aö vera næg hús og nægilegt vetrarfóður. Þjáningar útflutningshrossanna eru jafnsárar fyrir því, þó að konungsstaðfesting hafi fengist á lögum um góða meðferð á þeim, — ef þeim lögum er alls eigi hlýtt. Sýnishorn af þrifnaði og hirðingu á hrossunum gæti þessi litla saga verið. Eitt hrossaflutningsskipið — eg trú ]jað heiti „Perm“ — kem- ur til Akureyrar í fyrrasumar. Full lestin af hrossum og margt á þilfari. Stúlka úr Reykjavík gengur fram á brúna, sem skipiö liggur við. Henni verður starsýnt á hrossin á þilfarinu; döpur voru þau í bragði og eymdarleg, og stóðu þarna upp fyrir hóf- skegg í forinni. Skipið var á leið til útlanda með farm sinn. En margt af hrossunum hafði veriö s e x d a g a i skipinu ])egar það kom til Akureyrar — var henni sagt. Hey var hrossunum gefið á þann hátt, að því var kastað út yfir hópinn. Tuggu og tuggu hafa hin snarráðustu náð í áður en heyið féll niður í forina; en j a t a n, sem þau áttu annars að eta úr, var forin undir þeim á þilfarinu. Gestinum blöskrar sóða- skapurinn og hann langar til að eitthvað verði að gert. Hringir

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.