Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.07.1917, Page 4

Dýraverndarinn - 15.07.1917, Page 4
52 DÝRAVERNDARINN hana meö staf sínurn, kva'öst hann mundu drepa hana, ef hann heföi sverö í hendi. En nú kemur þaö, sem margir kannast við, þó að þeir þekki jafnvel ekki sjálfa söguna. Hann heyröi ösnuna mæla. Þetta vita margir og brosa, eöa ypta öxlum, og gefa sér svo alls ekki tíma til þess að grenslast eftir hvaö asnan sagöi. En hún sagði: „Hvaö hefi eg gjört þér, er þú hefir nú barið mig þrisvar? Er eg eigi asna þín, er þú hefir riöiö alla þína æfi fram á þennan dag? Hefi eg nokkurn tíma verið vön aö gjöra þér þetta?“ Þá lætur engillinn Bileam vita, aö ef asnan heföi ekki vikið úr vegi, þá heföi Bíleam veriö deyddur, — „en ösnuna mundi eg hafa látið lífi halda“. Þaö brosa margir aö þessari sögu, en hún flytur margvis- legan lærdóm. Út frá þessari sögu má tala viö börn og ung- linga, svo aö þaö veröi þeim ógleymanlegt. Þaö væri ekki úr vegi, aö láta börnin skrifa stíl um þetta efni: „Ef skepn- urnar gætu talað“. Já, ef þær gætu talað, hvaö mundi þá margur hesturinn og margur hundurinn segja? Hvað hefi eg gjört þér? Er eg ekki hesturinn þinn? Hvers vegna hefir þú bariö mig svo oft? Hvers vegna ætlar þú aö selja mig og láta aðra berja mig, þegar eg er búinn að þjóna þér svo lengi?“ Er ekki eins og vér höfum heyrt margar skepnur tala? Höfum vér ekki á svip þeirra séö ánægju þeirra og sorg? £g vil benda mönnum á bók, sem leyfir dýrunum að taka til máls. Bókin er eftir sænsku skáldkonuna Selmu Lagerlöf og heitir: „Nils Holgerson underbare resa genom Sverige." Það væri skemtilegt aö eiga samskonar bók á íslensku, svo aö börnin væru snemma handgengin þvi, sem lífsanda dregur, hefði opiö auga og eyra fyrir því, sem landið okkar hefir að geyma. Viö eigum ekki aö láta hið andlega veröa á eftir hinu tím- anlega, viö eigum aö láta hiö sanna jafnvægi haldast. Þegar svo er til oröa tekið: „Eins og hindin, sem þráir vatnslindir, jrnáir sál mín j)ig, ó guð“, þá er auövitaö aöalatriðið hér þráin eftir guði. En kennarar og foreldrar verða líka aö vekja eftirtekt barnanna á sjálfri myndinni og skýra hana meö dæmum, og þá verður það sem myndin táknar, enn ljós- ara. Athugulir menn sjá hindina hlaupa og leita eftir vatni, og j)á vakna góöar tilfinningar í brjósti þeirra, og þess er óskaö, aö hún nái vatninu. Þá gleöjumst viö, eins og j)egar

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.