Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.07.1917, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 15.07.1917, Blaðsíða 6
54 DÝRAVERNDARINN i8, sem óx á einni nóttu og hvarf á einni nóttu. Og mig skyldi ekki taka sárt til Ninive, hinnar miklu borgar, þar sem eru meira en hundrað og tuttugu þúsundir manna, er ekki þekkja hægri hönd sína frá hinni vinstri, og fjöldi af skepn- um?“ Hvílíkur kærleikur í þessum orðum. Hvílíkur mun- ur fyrir skepnurnar að vera úti á mörkinni i sólskini og lífs- fjöri eða vera í þrælkun í Ninive. Hjartagóðir menn gleðjast, er þeir lesa þessi orb heilagrar ritningar. Á einum stað í biblíunni eru þessi orð: „Hinn rétt- láti er nærgætnari um þörf skepna sinna.“ (Orðskv. 12, 10). Guðræknir og hjartagóðir menn hljóta að fara vel með skepn- ur. Frans frá Assisi talaði um systur sinar, svölurnar. Hann prédikaði fyrir úlfinum í Gúbbío. Yið dánarbeð hins heilaga manns heyrðist yndislegur lævirkjasöngur. W. Scott segir svo á sínum efri árum: „Eg fer nú aldrei framar á dýraveiðar, þó að eg væri allgóð skytta, en reyndar leið mér aldrei vel við þá skemtun. Það fór hrollur um mig í hvert sinn, er eg hafð hitt vesalings fugl, um leið og eg tók hann upp horfði hann á mig með brestandi augum, eins og hann væri að ákæra mig fyrir morð. Eg vil ekki látast vera betri og hógværari en aðrir menn, en vaninn hefir ekki getað afmáð þá tilfinningu, að hér væri um grimd að ræða. Nú þeg- ar eg get fylgt tilhneiging minni með frjálsum vilja, þá segi eg það blátt áfram, að það fær mér meiri ánægju, að horfa á glaða fugla á flugi.“ Það vekur ávalt hlýjar hugsanir að sjá samúð með skepn- um. Fyrir nokkurum árum kom Þórhallur sálugi biskup heim úr utnaför. Þegar hann kom frá skipi og var kominn heim að tún- garðinum i Laufási, komu hestarnir hans hlaupandi á móti honum. Eg mun seint gleyma þeirri sjón. Látum hið fagra hvetja til góðra verka. Látum fögur dæmi verða til uppörfunar þessu félagi, sem stafar af samúð við skepnurnar, þeim til hjálpar. Slík samúð eykur einnig á holla gleði. En þar sem starf er knúð áfram af kærleika, samúð og gleði, ])ar má búast við heillaríkum og gagnlegum ávöxtum. Eg hefi þá föstu vissu, að meðlimir ])essa félags fái aftur og aftur að sjá, að þetta starf er ekki til ónýtis.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.