Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.07.1917, Page 9

Dýraverndarinn - 15.07.1917, Page 9
DÝRAVERNDARINN 57 anir stjórnarvalda, nreöan almenningsálitiö þolir unrtalslaust svona sveitabúskap, svona meöferö búpenings? Vitanega ekki neitt. Hugsunarhátturinn þarf aö breytast. Óvíst aö allir skilji aö það sé s k a ö i aö fara illa með búpening sinn; en öllum þarf aö skiljast, aö þaö er „bæöi skörnrn og skaði“. Þá en fyr ekki hverfur þessi ósómi úr sögunni. Hvaö oft hefur veriö sagt: „Bóndi er bústólpi, bú er land- stólpi.“ Bóndi, senr sveltir skepnurna.r sem búiö á aö lifa af, er ekki bústólpi, heldur búskussi. Og bú, sem heídur líftórunni í gagnslausum skepnum af hor, er ekki landstólpi, heldur land- plága. Tveir bændur — annar úr Árnessýslu, hinn úr Rangárvalla- sýslu — eru undir ákæru fyrir brúkun þróttlausra hesta af hor. Enginn efi er á því, aö þeir veröa dæmdir til fjárútláta. Þaö er nýlunda. Dýraverndunarfélagiö kæröi; þaö gat ekki annað; heföi að öörum kosti vanrækt skyldu sína. En það er allra síst tilgangur þess félagsskapar, aö fá menn dæmda til útláta, heldur sá, að opna augu manna fyrir því, hvílíkur ósómi þaö er, aö fara illa með skepnur, og með því breyta hugsunarhætti, sem er skaðlegur fyrir bændurna sjálfa, og til skammar fyrir þá þjóö, sem að ööru leyti á heimtingu á því, aö vera talin meö siðuöum þjóöum. Ýmislegt var rætt á Sambandsþingi búnaöarfélaganna, og heyrðum vér minst af því. Eitt máliö, sem ekki var rætt, en sem þörf heföi veriö' aö ræöa, er h o r i n n. — LJÓTUR SIÐUR er þaö, aö hrekkja og styggja fugla i hreiörum. Foreklrar áminna börn um að gera þaö ekki. Lestrarbækur barnanna vara viö því, og kennararnir reyna aö gera börnunum skiljan- legt, hve ljótt þetta er; sýna þeim fram á, að i raun og veru sé þetta engin ánægja fyrir nokkurt barn, en baki fuglunum mikla sorg.

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.