Dýraverndarinn - 15.07.1917, Side 10
58
DÝRAVERNDARINN
En ekkert af þessu virSist duga; á hverju ári veröur ein-
hver hugsunarlaus unglingurinn til þess aö hryggja og særa
þessa meinlausu og varnarlausu smælingja, sem ættu aö vera
öllum, ungum og gömlum, til yndis og gleöi, og sem öllum
ætti aö vera ánægja aö friöa og vernda.
Þaö er ekki ýkja-oft, sem kaupstaöabörn hafa tækifæri til
að gera sig seka í þessu ódæöi; en þá sjaldan tækifærið býðst,
er þaö, því miður, ekki látiö ónotaö.
Skemst á aö minnast; um daginn leituöu tveir þúfutitlingar
sér skjóls til hreiöurgerðar í einum túnblettinum í Reykjavík.
Þeir fengu báðir friö til þess að smíöa bústaðinn, og þeir urðu
hvorugur var viö neinn óvin, meðan þeir voru aö verpa; lífið
lék í lyndi, af því aö enginn vissi af þeirn þarna.
Svo fann drengur í næsta húsi bæöi hreiðrin. Hann átti
góðan pabba, og góöa mömmu, sem höfðu gert honum skilj-
anlegt, hve ljótt er aö angra saklausar skepnur. Hann haföi
svo mikiö yndi af fuglunum, að hann hlakkði til að komast
á fætur á hverjum morgni til aö gægjast álengdar, svo að
fuglarnir yröu ])ess sem minst varir, inn til þeirra.
En fuglarnir urðu hans varir; þeir sáu lika, aö hér var
ekkert aö óttast.
Drengurinn kom l)ara augnablik og hvarf þegar aftur; litlu
mæðurnar höföu séð hann svo oft, aö þeim brá ekkert við,
þó aö honum l)rygöi snöggvast fyrir.
Svona gekk um stund, og eftirvænting mæðranna óx; þær
fundu á sér, aö lífsafkvæmin voru aö eins ókomin. Þá mundi
byrja skemtilegasti tíminn, umönnunin fyrir ungunum meö
öllum búsaðdráttunum og mötun unganna.
En sá tími kom aldrei. Hgsunarlaus drengur haföi fundiö
hreiöriö; hann vildi aö líkindum ekki gera neitt mein, hafði
ef til vill ekki ásett sér aö drepa fuglinn eða ræna hann eggj-
unum. En hann langaði til aö veiða liann. Hann læddist aö
hreiörinu og reyndi aö ná í fuglinn meö því að bregða húfunni
sinni fyrir innganginn til hreiðursins. Þaö mishepnaöist; fugl-
inn smaug út og hvarf út í bláinn. Þess þarf ekki að geta, aö
hann vitjaði hreiöursins ekki aftur.
Nú ætla eg þeim börnum, sem ])etta lesa, eða þessa sögu