Dýraverndarinn - 01.06.1930, Blaðsíða 4
DÝRAVERNDARINN
18
greipst sundiö djarft og þróttmikiö, klaufst flaum-
inn hraustlega og haggaöist ekki þótt eg sæti þér
á baki. Mitt var það eina a'ö fylgjast með hreyfing-
um þínum, láta þig ótruflaðan um áframhaldið —
og alt fór vel. En báðir voru fegnir landtökunni
hinum megin.
---------Eða manstu eftir læknum um sumar-
málin i stórrigningunni, þegar við höfðum verið
saman á ferð frá því um miðjan morgun til nátt-
mála. fyrst i snjó og ófærð, svo yfir langt og
strangt sundvatn. eg i bát, en þú á sundi?
Svo komum við að læknum, sem aldrei hafði ver-
ið þér nema i hné og stundum minna. Kolmórauð-
ur flaut hann yfir alla bakka. Manstu eftir förun-
um, sem lágu þá frá vonda vaðinu staksteinótta ?
Líklega hefði eg reynt að rekja þau til baka, hefð-
ir þú ekki verið ófáanlegur til að snúa aftur.
Heim, heim hugsaðir þú, og þvi fékstu að ráða.
Þú fórst yfir, beina leið, ýmist á sundi, eða með stein
undir einum fæti og á sundi á hinum.
Hvað var þá eftir af ófærum að brjótast yfir?
Aðeins litli lækurinn, sem brúaður var með fjár-
húshurðinni. Hvað var þá sprænu að óttast? Þú
vildir þó heldur fara mjóu brúna af gömlum vana,
en synda á ný yfir vaðið. Eg steig af baki, hugsaði
þar með að gera rétt og teyma þig yfir. En straum-
urinn skelti mér út af hurðarflakinu öðru megin
en þér hinum megin. Er það þá löðurmannlegt að
standa ekki i straum, sem ekki er dýpri en í mitt
læri ? En skinnsokkarnir sóluðu, þótt góðir séu, eru
hálir í straumvatni, það fann eg þá.
Nú varstu orðinn styggur alt í einu, þegar eg
seildist eftir taumunum og var sjálfur kominn á
land. Sundið var ákaft, en bakkinn hár, svo að nú
dugðu ekki sundtök þín, þótt sterk væru. —
En augunum þínum þá,
g 1 e y m i e g a 1 d r e i.
Þegar beizlið svo bilaði og þú
varst kominn hálfur upp úr.
Manstu þá, góði, svarti klárinn
minn, hvað þú varst rólegur á
meðan eg náði af mér lykkjusnún-
um prjónatrefli og festi um háls
þér? Vegna trefilsins kornumst við
báðir upp úr það sinn; þá hefði
skki fínni hálsbúnaður dugað betur.
En þá misti eg þig, þegar upp
úr kom og náði þér ekki —• og
pað var versta nóttin, sem þú hef-
ír átt hjá mér. Það er líka sú nótt
ein, sem eg hefi vakað til enda.
Að vita þig sundvotan og slæptan
úti í einhverju því mesta slagviðri,
sem Suðurlandið getur boðið; á-
veðurs, skjálfandi og hlaupandi,
titrandi á sinunni, síhorfandi og
hugsandi heim, en alt ófært, sem eftir var. Ekki
hefðir þú vílað fyrir þér sprænurnar á leiðinni,
sem eftir var, ef þú hefðir ekki verið búinn að
sjá og reyna, að þær mundu með öllu ófærar.
Báðir urðum við fegnir að sjást morguninn eftir.
Og báðir höfum við munað eftir töðutuggunni og
nýmjólkurfötunni, sem þér var borin þá.......Hitt
er lika víst, að hvorugur okkar hefir beðið hrepps-
nefndina afsökunar á því, þó að hurðarflakið færi
af Litlalæk, kveldið, sem hann ætlaði að drepa þig.
--------Eða vetrarferðirnar um Mosfellsheiði —
manstu ekki eftir þeim? Ertu kannske búinn að
gleyma því, þegar við vorum einir á ferð í 22
stundir við að brjótast frá Miðdal austur að Kára-
stöðum ? Og þó er sú leið aðeins 6 stunda lesta-
gangur. Manstu hvað okkur báðum var þá erfiður
gangurinn austur yfir heiðina. Þetta var að úthall-
Skuggi 15 vetra.