Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.06.1930, Page 12

Dýraverndarinn - 01.06.1930, Page 12
26 DÝRAVERNDARINN Blesi Ólafs Bergssonar, fyrrum bónda á Skriðufelli. — Féll haustið 1926 — Austur berast læt eg ljóð, lands um breiða velli, ])angað er seitlar bana-blóð Blesa á Skriðufelli. Fyrrum ])ekti eg fákinn þann fljúga má það viða: alla kosti átti hann einn, sem hest má prýða. Tvenn hann hafði tíu ár tölt um landsins grundir; lék við tauminn, fimur, frár, friður, prúður undir. Altaf þótti einhver glans yfir tilþrifonum; aldrei brást hann eigandans allra dýrstu vonum. Klauf hann margan kyngi skafl, krafta átti valda, , ])egar við hann þreytti afl Þ j ó r s á r-strauma kalda. Hann var ekki að hika þá horfði djarft að landi, þó að bryti brjósti á boðar hvítfyssandi. Frægur varð af ferðunum fjalla haust og vorin: Hreppamanna-afrét’t um átti hann flestu sporin. Oft um harðan hófaskell heyrðust dvergar lesa þegar undir A r n a r f e 11 Ólafur hleypti Blesa. Marga nótt í Nauthaga nutu hvíldar saman og sáu morgun-sólina signa jökla í framan. * * Þeirra samfylgd er nú öll auðn á fornum slóðum. Oftar ríður ekki um fjöll Ólafur Blesa góðum. Svona slítur samvistum, — svo er EIli að boða Ólafs fækki ferðunum fjöllin gömlu að skoða. Selhöfða ei skortir skjól, skógar inzt í lundum þar er síðast Blesa ból búið af Ólafs mundum. Vegfarendur síðar sjá sem um dalinn riða Blesa haugi blakta á bjarkarhríslu fríða. Dýrasögur. (Sögur Jíessar eru ritaðar um 1917 og vóru ætl- aSar „Dýravininum", en útgáfu hans var þá hætt vegna gífurlega aukins prentkostnaðar i þann tíma. Nú fyrir skömnui komst „Dýraverndarinn" yfir sögur ])essar og þykir vænt um að geta 'hirt þær). Gráni. Mér var gefinn hann árið 1894, þá á þriðja ári. Ekki er hægt að' segja, aS hann fengi vandaS upp- eldi, nema hann gekk undir móður sinr.i, þar til hann var nær tveggja ára; ]iá átti aS „færa honum frá“. Var þá fariS meS þau bæSi fram á svonefnd- an Hóladal, folinn skilinn þar eftir meS fleiri trypp- um, en farið heim meS hryssuna. GrjótgarSur var til fyrirstöSu, sem þótti óyggjandi. Eftir lítinn tima er Gráni kominn heim, og skildu menn ekkert í ])vi. Var þá fariS meS hann i annaS sinn, og beSiS viS garSinn, til aS sjá, hvaS hann hefSist aS. Gráni kom þá fljótlega aS garSinum og hleypur meS honum

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.