Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.06.1930, Qupperneq 13

Dýraverndarinn - 01.06.1930, Qupperneq 13
DÝRAVERNDARINN 27 upp og ofan, og er hann sér enga leið yfir hann, hendir hann sér fram af háum bakka, í hvítfyssandi stórgrýtta ána, talda ófæra, og syndir út fyrir gar'öinn og hleypur si’öan heim. Var þá reynd önnur aðferÖ, sem hepnaÖist. Þá er til tamningar kom, þótti hann í meira lagi óþjáll, en fljótt bar á því, að hann mundi veröa fjörugur og vel traustur, enda reyndist þaö svo er stundir liðu, að hann var fullerfiður í reið, þegar skap var komiÖ í hann, en sjaldan reyndist hann mér óþægur. Eitt sinn um vetrartíma skrapp eg á honum að Nýjabæ (þriggja bæjarleiða veg). Á fyrri leiðinni fór að hríða, og það svo mjög, að ekki átti að sleppa mér frá Nýjaljæ. En heimilisástæður mínar leyfðu enga bið, svo að eg hélt af stað heimleiðis. Hafði þá hríðin aukist stórum, og sá ekkert frá sér. En stormurinn beint í íangið og leiðin mikið til slétt. Þegar hríðin var orðin svona dimm, tók eg þau úr- ræði, að sleppa táumunum á Grána og láta hann ráða ferðinni. Skilaði honum rösklega áfram, og mun eg sjaldan hafa fengið betri skeiðsprett hjá honum en þá, og ekki nam hann staðar fyr en við hesthús- dyrnar sínar. Sem merki um þol hans, get eg þess, að einu sinni var honum riðið einhesta héðan frá Jökli til Akur- eyrar, og verið 8 klst. i burtu. — Til skýringar má geta þess, að hvor leið er röskur 10 klst. klyfjagangur. Ekki var Gráni talinn stór (52 þuml. á hæð), en þrekinn. og aldrei held eg hann hafi brugðizt ætlunar- verki sínu til dauðadags; hrepti hann þó oft fullerfitt hlutverk, bæði i læknisferðum og öðrum nauðleitum. Haustið 1916 lógaði eg Grána og vóru þá lítil elíimörk að sjá á honum. Mynd á eg af honum, stækkaða eins mikið og kostur var á, og hefi hana við rúmið mitt. Meðan hún er við líði varir þó minning Grána míns. Skjóni. Fyrri maðurinn minn, Vigfús Jónsson, átti hann fullorðinn, er við giftumst. Vilja- og traust- leika hestur. Reið Vigfús honum jafnan og þótti lrvorum vænt um annan. Hrekkjalaus var hann og gæfur. En eftir að Vigfús lagðist í rúmið, e'ða hafði litla fótavist, tók Skjóni upp á því að verða ljónstyggur, og það svo, aö næstum ómögulegt var að reka hann inn, eða koma honum nálægt húsi, nema þá helzt að kveldi til. Jafnframt varð hann svo skap- illur, að stálpaðir unglingar gátu ekki rekið hann úr túni, sem hann var þrásækinn í. Var mér þetta bagalegt, þar sem venjulega var enginn fullorðinn á fóturn á heimilinu, nema eg. Slapp því Skjóni við margt ómakið, og fékk marga tuggu úr túninu. Eitt sinn þurfti nauðsynlega að fylgja stúlkukrakka yfir Eyjafjarðará, en ekkert hross við nema Skjóni og enginn til að ná honum nema eg. Fór eg nú að rölta við hann, en það gagnaði ekkert. Ætlaði eg þá að reka hann inn, en það var alveg sama. Ómögulegt að handsama hann á neinn hátt. Fór eg inn að segja manni mínum frá þessu; hann var þá veikur í rúm- inu. Segir hann méraðkomaSkjónasvonálægthlað- varpanum, sem hægt sé; sjálfur segist hann ætla að reyna að skreiðast í bæjardyrnar og vita, hvað þá gerist. Kont eg nú Skjóna heim undir hlaðvarpann, en Vigfús kallar til hans úr dyrunum: „Stattu nú kyrr, Skjóni minn!“ með fleiri gælu-orðum. En nú brá svo við, að eg gat gengið að honum, þar sem hann stóð hreyfingarlaus, og beizlað hann. Um þessar mundir varð eg að hirða skepnur mín- ar sjálf að vetrinum að miklu leyti. Var það þá oft í hríðum, að eg fór í gamla treyju utan yfir, sem Vigfús átti. Venjulega, þegar eg var í treyjunni, þefaði Skjóni af henni og kumraði við um leið. Sýni- lega þekti hann treyjuna, og var þó þá komið á ann- að missiri frá þvi að hann hafði séð eigandann í henni. Þegar Vigfús sá dauðann fyrir dyrum síðasta haustið sem hann lifði, lét hann leiða Skjóna heim einn dag. Komst með veikum burðum út og skaut hann. Var þá klárinn að eins 13 vetra. Þetta var bæði hin síðasta fótaferð Vigfúsar og síðasta verk. Dröfn. Dröfn var keypt vorið 1904, þriggja vetra, og átti eg hana í 10 ár. Hún var góð mjólkurkýr, og vit hennar og eftir- tekt meira en venjulega gerist um kýr. Skal hér greina frá atvikum, sem benda í þá átt. Þegar eg hafði verið fjarriheimilimínudagshluta eða heila daga og kom heim og gekk inn göngin, (gengið í fjósið úr göngum) þá var það æfinlega að kusa tók til að baula hástöfum. Hefir heyrt fóta-

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.