Dýraverndarinn - 01.06.1930, Side 17
DÝRAVERNDARINN
3i
en þaS var á'Grundarstíg. Þar íítti eg heima ár-
langt og virtist Hrefna kunna þar vel við sig.
Voriö 1917 fluttist eg að Sigtúnum viö Ölfusár-
brú. Þegar eg var aö taka mig upp til þess að flytja
alfarinn austur ætlaöi eg aö grípa kisu mína með, en
hún fanst þá hvergi, þrátt fyrir langa leit og eftir-
grenslan. Bað eg því samibýlisfólk mitt í húsinu
fyrir hana, en það varð hennar aldrei vart og skorti
þó sízt að það héldi spurnum fyrir henni. Þóttist
eg þvi viss um, er frá leið, að kisa mundi mér töpuð
meö öllu, og þótti ilt að við skyldum þannig skiljast.
Þó hafði eg gát á hverjum einasta svörtum ketti,
sem líar fyrir aug'u mér í þau skifti, er eg var á
ferð í Reykjavík.
í öndverðunn júlí þá um sumarið fór eg skyndi-
för til borgarinnar, og ók um kvöldið fram hjá
húsinu á Laugaveg 15. Sá eg þá fyrir utan húsið
svartan kött, og kallaði samstundis: „Jdrefna!"
Kiptist kisa við, reisti eyrun og leit til mín. Bað
eg þá bifreðastjórann að nema staðar, steig út á
götuna og kom kisa strax á rnóti mér.
Þarna var þá Hrefna mín komin; en svo var hún
horuð og illa leikin að eg ætlaði varla að þekkja
hana. En hún ])ekti rniig og leyndi sér ekki að hún
varð bæði glöð og fegin við að hitta mig.
Að sjálfsögðu tók eg lcisu með mér austur um
kvöldið, enda var það sízt of fljótt, því að daginn
eftir gaut hún.
Trúað gæti eg því, að sumir sem línur þessar
lesa, telji atvik það ómerldlegt, sem eg lrefi hér frá
slvýrt. En mér er öðruvísi farið. Mér finst það bera
vott um hugsun og vitsmuni hjá kisu. Hún veit að
mig eða mína er eklci að finna á Grundarstíg. En
þegar hún hefir verið á flæking um bæinn langan
tíma og finnur sig þurfa sérstakrar hjúltrunar við,
leitar hún heim að húsi því, sem hún hafði komið í
með mér fyrir rúmu ári siðan. Eg tel ekki að það
liafi verið tilviljun ein, er rak hana til þess, heldur
hafi hún vonast eftir að liitta mig, eða einhvern
annan á þessum stað, sem hún mætti treysa að líkn-
aði sér, eins og þá var ástatt fyrir henm. Og þær
vonir brugðust ltenni ekki.
Hrefna lifði í mörg ár eftir þetta og yfirgaf
aldrei heimili mitt upp frá því.
Daníel Daníelsson.
Skógræktarfélag Islands.
Þau tíðindi gerðust í sambandi við Alþingishá-
tiðina á Þingvöllum, að haldinn var fundur í
Almannagjá og þar ákveðið að stofna Skógræktar-
félag íslands.
Aðal hvatamaður þessarar félagsstofnunar er
Sigurður Sigurðsson búnaðarmálastjóri, en liann
hefir nú í meir en aldarfjórðung unnið mjög að
aukinni trjárækt í landinu. Hafði Sigurður á aðal-
fundi „íslandsdeildar félags norrænna búvísinda-
manna“, sem lraldinn var 10. maí i vor, borið fram
tillögu í þessu skyni, en deildin tók þegar málið
að sér og kaus 5 manna nefnd til þess að annast
allan nauðsynlegan undirbúning málsins.
Á stofnfundinum í Almannagjá voru samþ. lög
fyrir félagið, er nefndin hafði samið. í þeim lögum
segir að „tilgangur félagsins sé að klæða landið
trjágróðri, eftir því sem unt er.“ En tilgangi sínum
vill félagið ná með ])ví:
a. að auka ])ekkingu og áluiga almennings á trjá-
ræktamxálum,
b. aö veita leiðbeiningar í öllu er að trjárækt lýtur,
c. að koma á stöðvum í öllum landsfjórðungum,
])ar sem aldar séu upp trjáplöntur, sem mönn-
um gefist kostur á að fá til gróðursetningar,
d. að hvetja einstaklinga og félög til að gróður-
setja tré og runna kringum hús og bæi,
e. að komið verði upp sérstökum trjáræktarsvæð-
um,
f. að vinna að verndun þeirra skógarleifa, sem
nú eru í landinu,
g. að leita samvinnu við skóggræðslu ríkisins til
framkvæmda á verkefnum félagsins,
h. að leita fjárhagslegs stuðnings frá ríkinu, fé-
lögum, stofnunum og einstaklingum.
Kosnir voru á stofnfundinum 5 menn i stjórn
félagsins og hlutu þessir kosningu: Einar Árnason,
fjármálaráðherra, Jón Ólafsson, alþm. og banka-
stjóri, Maggi Magnús, læknir, H. J. Hólmjárn og
Sigurður Sigurðsson búnaðarmáastjóri.
Eins og nafnið bendir til, þá er hér um félags-
skap að ræða, sem ætlazt er til að nái um alt land.
Þetta skildu og gestir þeir, sem voru á Alþingis-
hátíðinni. Var tala félagsmanna orðinn um 800 er