Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1965, Blaðsíða 10

Dýraverndarinn - 01.05.1965, Blaðsíða 10
þetta verði liægt í náinni framtíð. Jafnvel þó unnt væri að fjarlægja allan úrgang frá fiskvinnslustöðv- um og sláturhúsum (sem eflaust mundi hafa í för með sér mikinn kostnað), þá er enn eftir allt sorpið frá bæjum og kauptúnum auk alls þess úrgangs, sem hent er í sjóinn, þar sem gert er að fiski um borð, en þann úrgang eiga máfar rnjög auðvelt með að hag nýta sér. Greiðsla verðlauna fyrir eyðingu meindýra Þessi aðferð hefur verið mjög mikið notuð í rnörg- um löndum, t. d. Bandaríkjunum, Bretlandi, á Norð- urlöndum og víðar. Nú á seinni árum hefur mikið verið rætt og ritað um þessa aðferð, en kornið hefur í ljós, að í langflestum tilvikum, sem rannsökuð liaía verið, hafa þessar verðlaunaveitingar reynzt algjör- lega gagnslausar. Samkvæmt því hefur aðferðin verið lögð niður víðast hvar. Einna iengst hefur hún hald- ið velli í Bandaríkjunum, en þar er nú hvert ríkið á fætur öðru að leggja Itana niður. Nýlega var sam- Jjykkt á fundi alþjóða-fuglaverndunarráðsins álykt- un þess efnis, að skora á öll aðildarríki ráðsins að hætta slíkum verðlaunaveitingum, þar sem þær væru gagnslausar að mestu. Það sem einkum mælir á móti verðlaunaveitingum er þetta: 1. Það hefur sýnt sig, að þeir einstaklingar, sem drepnir eru vegna verðlaunanna, eru nær ávallt svo fáir, að engu máli skiptir fyrir heildarstofninn, nerna lrann sé mjög lítill. Þessar verðlaunaveitingar hafa því oftast verið bein sóun á fé. 2. í þau fáu skipti, sem aðferðin liefur borið ár- angur, hefur liún reynzt mjög kostnaðarsöm, og hefði verið unnt að ná sama árangri á mun ódýrari hátt en með veitingum verðlauna. 3. Oft eru það tiltöiulega fá dýr, sem mestu tjóni valda, og er þá oftast reynt að drepa þau, án tillits til þess, hvort til verðlauna er að vinna eða ekki. 4. Alls staðar, þar sem þessi aðferð hefur verið not- uð, hefur verið töluvert um svik í sambandi við hana. Nægir í þessu sambandi að nefna nærtæk dæmi, eins og tilbúning minkaskotta og greiðslu verðlauna fyrir ýmsar aðrar máfategundir en svart- bak. 5. Þessi eyðingaraðferð er fremur ógeðfelld, þar sem hún hvetur menn til þess að taka sér byssu í hönd og drepa dýr, eingöngu í þeim tilgangi að hljóta verðlaun fyrir. Það ætti því að vera ljóst af ofanrituðu, að kom- inn er tími til, að allar verðlaunaveitinagr í sam- bandi við eyðingu meindýra verði lagðar niður hér á landi, og raunar er Jtað ekki íslendingum tif sórna, hversu lengi jjcssi úrelta aðferð hefur haldizt hér. Athugasemdir um frumvarp til laga um eyðingu svartbaks Samkvæmt ákvæðum Jjessa frv. skal ráða sérstaka menn til að vinna að eyðingu svartbaks og skulu þeir vera vel búnir að öllurn tækjurn og lyfjum, sem bezt henta. Gert er ráð fyrir, að laun, bílkostnaður, svo og nauðsynlegur áhaldakostnaður Jjessara manna skuli greiðast úr ríkissjóði. Auk Jjess er kveðið svo á, að greiða skuli kr. 20 í verðlaun fyrir hvern unn- inn svartbak, og greiði ríkissjóður 5/6 hluta Jjeirra, en sýslusjóður 1/6 hluta. Hér að framan hefur verið leitazt við að færa að Jjví rök, að veiting verðlauna í Jjví skyni að eyða meindýrum eins og svartbökum sé tilgangslaus og aðeins sóun á fé. Ennfremur hefur verið reynt að sýna fram á, að Jjað er tilgangslaust eða óframkvæm- anlegt að reyna að fækka hér svartbökum með öðru en eitri eða svæfandi lyfjum. Fækkun svartbaka, með hvaða aðferð sem er, eru stóraðgerðir, sem hljóta að kosta mikið fé, og er alls ekki ósennilegt að Jjað borgi sig betur að reyna fremur að verja ein- stök æðarvörp fyrir ágangi svartbaka. Þá hefur verið bent á, að ekki er vitað, hversu mikinn Jjátt fjölgun svartbaka hefur átt í hnignun æðarvarpa, og Jjví allt á huldu um Jjað, hversu mikil áhrif fækkun svart- baka rnundi hafa á vöxt og viðgang þeirra. Hér að framan hef ég komizt að þeirri niðurstöðu, að eyða Jjurfi a. m. k. 125.000 svartbökum á ári til Jjess að vænta megi verulegrar fækkunar. Skal nú athugaður kostnaður við eyðingu Jjessara svartbaka, sé farið eftir frumvarpinu við Jjær aðgerðir. Fyrir 125.000 svartbaka mundu verðlaunaveitingar nema 2.500.000 króna. Það má teljast mjög góður árangur, ef einurn veiðimanni tekst að eyða 5000 svartbökum á einu ári, og er Jjá miðað við, að sá maður geri ekk- ert annað. Það Jjarf Jjví a. m. k. 25 fulllaunaða veiði- xnenn til Jjess að ná Jjessum árangri. Ef laun til þeirra eru áætluð 100.000 á ári, mundu laun til veiðimanna samtals nema um 2.500.000 króna. Ef áætlað er, að beinn kostnaður (skot, eitur, agn o. s. frv.) við dráp livers svartbaks sé 5 krónur (eflaust algert lágmaxk), yrði Jxessi kostnaður við eyðingu 125.000 svartbaka 42 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.