Dýraverndarinn - 01.11.1973, Síða 5

Dýraverndarinn - 01.11.1973, Síða 5
Kennslustund á Dalsvatni Dalsvatn er heiðartjörn nærri syðst í Dalaheiði í Mýrdal. Það er ca. 450 metrar frá austri til vesturs yfir það þvert, lítt skemmra norður og suður. Snöggt á litið virðist það að mestu hring- laga. Nokkrir hólmar eru í því austanverðu, og suðvestan eru tveir litlir hólmar. Þar rennur úr því smálækur, sem að vatns- magni fer eftir úrkomu, en þorn- ar aldrei. Vatnið iiggur í 212 m hæð yfir sjó. Mesta dýpi þess er um 1 m, en víðast frá 50-70 cm. Bakkar liggja að því á þrjá vegu, víðast um 1 m á hæð, en að vest- an er lítið gróinn melur, og er þar malar- og sandfjara að vatninu. Á korti herforingjaráðsins er Dalsvatn ranglega nefnt Dal- tjörn, en það örnefni er á starar- flóði í engjum Stóradals og Fjósa. Nokkur gróður er í Dalsvatni, enda verður það volgt á heitum sólskinsdögum, og ekki hef ég komið að því öllu botnfrosnu, þó að frosthörkur hafi verið búnar að ganga. Mest er þar áberandi heldur smávaxin þráðanikra Po- tamogeton filiformis. Nokkurt dýralíf mun vera í vatninu, þó að ekki sé þar fiskur. Þar er t. d. lónabobbi og smávax- m skel (samloka), sem ég af slóðaskap hef ekki fengið greinda DÝRAVERNDARINN til tegundar. Á sumri hverju er nokkurt fuglalíf við vatnið. Þann 10. júní 1964 sá ég þar lómahjón með einn lítinn unga, sem virtist þá rétt nýskriðinn úr eggi. Hreið- ur þeirra hafði verið í öðrum suðvesturhólmanum. Ekki veit ég til að lómur hafi orpið við Dalsvatn áður, enda lítið um hann hér um slóðir, nema lítilsháttar við Heiðarvatn. Þar verpa oftast 2 til 3 pör og hafa gert það í mörg ár, enda er þar gott til bús fyrir lómana, því að mikill silungur cr í vatninu, en stundum hafa netin orðið þeim að aldurtila. Á lognkyrru blíðviðriskvöldi 21. júní var ég að ihuga að fuglum í sunnanverðri Dalaheiði og kom að Dalsvatni kl. 1.30 um nóttina, stundina, sem mófuglarnir þeygja. Ekkert rýfur kyrrðina nema ár- niður í fjarska og eitt og eitt garg í svartbaknum, sem finnst ég vera tortryggilegur. Þó læt ég fara svo lítið fyrir mér sem mér er kleyft, því að nú hafði ég hugsað mér að athuga betur hátt- erni lómsins, og ég fór ekki er- indisleysu. Ég kom að vatninu rétt hjá hreiðri lómsins og lagð- ist þar milli þúfna rétt við vatns- bakkann, þar sem vel sást yfir vatnið. Skammt austutr með bakkanum var fullorðinn lómur og ungi. Úti á miðju vatni var annar fullorðinn lómur, sem virt- ist vera að gefa hinum gætur. Synti hann annað veifið nokkuð í átt til þeirra, en síðan til baka. Virtist mér hann alltaf synda í sporöskjulöguðum hringjum og færast smátt og smátt nær fuglin- um með ungann. Ég ályktaði, að þarna væri um aðkomufugl að ræða, og langaði að sjá móttök- urnar, sem hann fengi, þegar hann kæmi til hinna. Úr þessu varð þó ekki, því að eftir um það bil hálfa klukku- stund heyrði ég vængjaþyt yfir mér, og í sömu svipan renndi sér lómur niður að vatninu og settist skammt frá fuglinum með ung- ann. Sýnilegt var að hann var að koma úr aðdráttarferð, því að út úr öðru munnviki hans iöfðu tvö spegilgljáandi síli, að sjá annað hvort trönusíli eða sandsíli. Þeg- ar ekki sást merki þess, að eftir honum væri tekið, vældi hann nokkrum sinnum og kom þá held- ur hreyfing á þá, sem fyrir voru. Fuglinn, sem var einn á miðju vatni hóf sig til flugs og hvarf til austurs, en unginn tók að synda í átt til þess aðkomna og fylgdi fullorðni fuglinn honum eftir. Þegar unginn nálgaðist þann með veiðina, virtist hann hafa mik- inn áhuga á því að ná í sílin. En það var ekki eins auðvelt og virt- ist, því að þegar hann var rétt að ná til þeirra, herti sá gamli sund- ið og stefndi í átt að hreiðrinu. Var þetta mér stórum í hag, því að þá gat ég betur séð hvað gerð- ist. Þegar fuglinn með sílin átti skammt eftir að hólmanum, hægði hann á sér, en er unginn var kominn að hlið hans, stakk hann sér á kaf í vatnið. Reyndi þá unginn að gera slíkt hið sama, en það gekk ekki vel, því að dún- ungi er léttur og rnikið flotmagn í dúninum. Samt hafði hann það að mestu í þriðju atrennu, en allt- af stóð þó gumpurinn upp úr, og áfram varð hann að synda í kaf- inu. Þegar þeir komu upp, var annað sílið horfið. Nú hafði komið svo lítið bil á milli ungans og gamla fuglsins, og beið hann nú kyrr á meðan 5

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.