Dýraverndarinn - 01.11.1973, Síða 14
Hundurinn
Vígi
Þá cr Ólafur konungur Tryggva-
son var á írlandi, var hann stadd-
ur í herför nokkurri, og fóru þeir
með skipum. Og er þeir þurftu
að strandhöggva, þá ganga menn
á land, og reka ofan fjölda bú-
smala. Þá kemur þar bóndi einn,
og bað Ólaf gefa sér kýr þær er
hann átti. Ólafur bað hann hafa
kýr sínar, ef ann mætti kenna:
„og dvel ekki ferð vora.“ -
Bóndi hafði þar mikinn fjár-
hund; hann vísaði hundinum í
nautaflokkana, og voru þar rek-
in mörg hundruð nauta. Hundur-
inn hljóp um alla nautaflokkana
og rak brott jafnmörg naut, sem
bóndinn sagði að hann ætti, og
voru þau öll á einn veg mörkuð;
þóttust þeir þá vita, að hundur-
inn mundi rétt kennt hafa. Þeim
þótti hundur sá furðu vitur. Þá
spyr Ólafur, ef bóndi vildi gefa
honum hundinn. „Gjarna,“ segir
bóndi. Ólafur gaf honum þegar í
stað gullhring og hét honum vin-
áttu sinni. — Sá hundur hét Vígi
og var allra hunda beztur; átti
Ólafur hann lengi síðan.
Ólafur konungur féll í Svold-
arorrustu árið iooo. Eirikur jarl
Hákonarson eignaðist með sigr-
inum skip konungs, Orminn
langa. Einar þambarskelfir og
þeir menn aðrir, er Eiríkur jarl
hafði grið gefið eftir bardagann,
fóru norður til Noregs með jarli.
Vígi, hundur konungs, hafði
legið í fyrirrúmi á Orminum fyr-
Orðsending til lesenda
Dýraverndarinn heitir á alla vel-
unnara sína, að senda blaðinu
efni til birtingar. Alltaf eru að
gerast atburðir i s amskiptum
okkar við dýrin, sem frásagnar-
verðir eru. Verið ekkert feimin
við að færa þá í letur og senda
blaðinu.
Til er sjóður. sem heitir „Minn-
ingarsjóður ]óns Ölafssonar
bankastjóra“. Hlutverk þessa
sjóðs er að veita verðlaun fyrir
beztu ritgerð um málefni dýr-
anna, sem birt er í Dýraverndar-
anum. Verðbólgan hefur að vísu
farið ilia með þennan litla sjóð,
ir lyftingunni um daginn, meðan
orrustan var, og svo alla stund
síðan. En er jarl kom aftur í Vík-
ina með Orminum, þá gekk Ein-
ar þambarskelfir þar til sem
hundurinn lá, áður hann gekk á
land og mælti: „Drottinlausir er-
um vér nú, Vígi,“ segir hann. Við
þessi orð spratt hundurinn upp
gnístandi, og gnöllraði hátt, svo
sem hann hefði hjartverk tekið;
eins og aðrar bankainnstæður, en
samt sem áður á nú að veita eina
viðurkenningu fyrir ritgerð um
dýravernd á næsta ári, eða 1974.
- Þess má geta, að góðar sögur
af dýrum koma vel til grcina og
yfirleitt öll skrif um dýravernd.
Sendið þetta til: Dýravemdar-
ans, pósthólf 993, Reykjavík.
Þctta pósthólf er það, sem Sam-
band Dýraverndunarfélaga Is-
lands notar. - Þá eru það og
vinsamleg tiimæli til þeirra kaup-
enda Dýraverndarans, sem skipta
um bústað, að þeir láti vita um
nýja heimilisfangið í síma 16597.
rann hann á land með Einari, og
gekk upp á einn haug; þar lagð-
ist hann niður, og vildi að eng-
um manni mat þiggja, en þó
varði hann öðrum hundum, dýr-
um og fuglum, fæðslu sína. Tárin
hrundu úr augunum niður um
trýnið, svo grét hann sinn lánar-
drottin, og þar lá hann tii þess er
hann var dauður.
14
DÝRAVERNDARINN