Dýraverndarinn - 01.11.1973, Blaðsíða 15

Dýraverndarinn - 01.11.1973, Blaðsíða 15
Hitt og þetta Hve lengi ganga spendýrin með afkvœjjú sín? Það er áreiðanlega mismun- andi eftir tegundum, hve spen- ^ýrin ganga lengi með afkvæmi Sln- Fíllin hefur vinninginn sem er tuttugu og tveir mánuðir. Elg- urinn, sem er sá stærsti af hjört- unum, lætur sér nægja níu mán- U<H og krónhjörturinn tæplega bað. Hjá rándýrunum er fjöl- breytnin minni: úlfurinn, hundur- inn og kötturinn ganga mcð í níu vikur, refurinn aðeins skemur. Björninn gengur með í sjö-átta Vlkur. Nagdýrin eru yfirleitt Fjótari: hérinn sex vikur, íkorn- fjórar-fimm vikur. Og síðan eru það kengúrurnar, sem ganga að- eins með í fimm—sex vikur, - jafnvel stærstu tegundirnar. En hve gömul eru spendýrin, Þegar þau byrja að eignast af- kvæmi? tökum dæmi frá hinum fyrrnefndu dýrum: Elgurinn og krónhjörturinn eru 'hálfs annars ars> björinnn fjögra ára, úlfurinn tve8gja ára, refurinn ársgamall, hérinn og kanínurar sex-sjö mán- aðar og íkorninn nokkru yngri. Egg. Ætli margir geri sér grein fyr- lr 'lve egg hænunnar og reyndar aUra fugla eru stórkostlegt fyrir- kýraverndarinn bæri? Blómin í egginu er lang- stærsta fruma sem fyrirfinnst, al- veg tröllaukin í samanburði við egg annarra dýra. Egg spendýranna eru ekki stærri en svo, að þau verða vart greind með berum augum. Og okkar eigin fátæklega stærð í upphafi hefði haft jafn mikið pláss inni í o-i, og við höfum nú í venjulegu herbergi. En meira um hænsnaeggin. Þegar blóminn (rauðan) losnar frá eggjastokknum, fer hann í gegnum eggjaleiðarann. Þar um- lykst hann eggjahvítunni á um það bil þremur klukkutímum, og á tveimur tímum myndast himn- urnar utan um eggjahvítuna. Síð- an líða fimm til sex klukkustund- ir þar til eggjaskurnin er tilbúin og hænan getur verpt. Og ef hæn- an er látin liggja á egginu, eða það er sett í útungunarvél, bank- ar unginn í skurnina, til að kom- ast út í hinn stóra heim, nákvæm- lega þremur vikum seinna. -X Hve lajigan tíma tekur að tvöfalda fceðingarþyngdina? Fyrir mig og þig, lesandi góð- ur, tók það um það bil hálft ár að tvöfalda fæðingarþyngd okkar. En það tekur manneskjuna mjög langan tíma í samanburði við dýrin. Folald er tvo mánuði að tvöfalda sína fæðingarþyngd, kálfur einn og hálfan mánuð, grís tvær vikur og kettlingur og hvolpur eru varla tíu daga. En borið saman við fuglana, cru spendýrin miklir eftirbátar, a. m. k. þeir minnstu .tvöfalda þyngdina frá einum degi til ann- ars. En ef við athugum skordýrin, er hraðinn á þyngdaraukning- unni svimandi. Býfluga er lirfa í sex daga og á þeim stutta tíma eykur hún þyngd sfna fimm- hundruð sinnum. Ef við hefðum þennan hraða á þyngdaraukning- unni, hcfðum við vikugömul veg- ið meira en hálft annað tonn. -k Kettirnir í Londoji. Á dyrum nýlenduvöruverzlun- arinnar í Chelsea stendur: „Vegna þess að við höfum kött í verzluinni, biðjum við þá við- skiptavini, sem hafa hund með- efrðis að hafa hann í taumi. Þökk fyrir.“ Það cru ekki kettir í ölium verzlunum í London, en í mörg- um og næstum öllum krám (public bar). Það eru alltaf vel- hirtir kettir, svartir, rauðir, bröndóttir og þrílitir. Á dýra- spítölum í London er komið með til meðferðar næstum eins marga ketti og hunda. 15

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.