Dýraverndarinn - 01.11.1973, Síða 18
Efst á baugi, um þessar mundir
jafnskjótt og ég stóð upp og
reyndi að fá þá til að elta mig,
þegar ég gekk uppréttur, brugð-
ust þeir, skimuðu leitandi í allar
áttir, iiema upp til mín, og ekki
leið á löngu áður en þeir hófu
upp þetta nístandi tíst frávilltra
andarunga, sem oftast er kallað
„grátur“. Þeir gátu með engu
móti sætt sig við þá staðreynd,
að móðir þeirra væri orðin svona
há. Ég varð því að setjast á hækj-
ur og hreyfa mig í þeim stelling-
um, ef ég vildi fá þá til að fylgja
mér. Þetta var sem nærri má geta
heldur óþægilegt. En ennþá meiri
óþægindi bakaði mér ..sú stað-
reynd, að andamóðirin gargar í
sífellu. Ef ég hætti í hálfa mínútu
að syngja „Kvegegegeg“, urðu
hálsar unganna lengri og lengri
(en það svarar tii þess, þegar
barnsandlit „verður langt“ af
undrun), og ef ég tók ekki undir
eins til að garga aftur, fóru þeir
að „gráta“ sárlega. Jafnskjótt og
ég þagnaði, virtust þeir halda, að
ég væri dauður eða þætti ekki
lengur vænt um þá. Og það er
nóg ástæða til þess að gráta!
Reynið að ímynda yður þetta: að
mjaka sér áfram á hækjum sín-
um og garga í sífellu fullar tvær
klukkustundir!
í þágu vísindanna hef ég
klukkustundum saman gegnt
þessu lýjandi starfi. Á hvíta-
sunnudag fór ég fram og aftur -
á hækjum mínum og sígargandi -
með dagsgamla stokkandarung-
ana um vorgræna grasflötina í
garðinum mínum. Ég var í sjö-
unda himni yfir því, hve unga-
hópurinn, sem vappaði eftir mér,
hlýddi mér fljótt og vel. En einu
sinni, þegar ég leit upp, sá ég, að
mörg nábleik andlit störðu á mig
yfir girðinguna. Þetta var þá
Annir eru alltaf miklar hjá stjórn
S.D.I., bæði við ýmsar kvartanir
um slæma meðferð á dýrum víðs
vegar um landið, og margvísleg
samskpiti við erlend dýravernd-
unarfélög.
Vegna þess að mikið var
kvartað yfir að enginn svaraði
í síma S.D.Í á skrifstofunni á
Hjarðarhaga 26, var gripið til
þess ráðs, að fá símsvara á sím-
ann. Símsvarinn gefur síðan upp
símanúmer formannsins, Jórunn-
ar Sörensen, og geta menn síðan
leitað til hennar.
Þannig standa málin nú með
dýraspítalann, að beðið er eftir
svari frá samtökum sveitarfélaga
um þátttöku í rekstri hans.
Reykjavíkurborg hefur boðizt til
að gefa lóð undir spítalann og
einnig borga grunn undir hann
og allar lagnir að honum. Er það
mjög þakkarvert. Nú ríður á
mestu að þau bæjar- og dýra-
verndunarfélög, sem standa eiga
að rekstri spítalans, vinni vel
saman og tryggi reksturinn fjár-
hagslega.
ferðamannahópur, sem horfði á
hið óskiljanlega atferli mitt með
skelfingu. Og það var ósköp eðli-
legt: Þeir sáu þarna einungis
stóran mann með alskegg, sem
skreiddist á hækjum sínum um
Sendimaður frá I.S.P.A. mun
koma til íslands næsta sumar og
kynna sér ástandið hér á landi í
dýraverndunarmálum. Verður
fróðlegt að fylgjast með athug-
unum hans. Hann mun kynna sér
sláturhús, dýragarða og aðra þá
staði, sem dýr eru geymd á veg-
um þess opinbera 0. m. fl.
Flóamarkaður var haldinn
þann 21. október s.l. að Hallveig-
arstöðum. Ágóði var 180.000,00
krónur og verður honum varið til
dýraspítalans. Stjórn S.D.l. þakk-
ar af alhug öllum þeim, er gáfu
muni á markaðinn, eða unnu við
uppsetningu og afgreiðslu á mun-
unum.
Stjórn S.D.l. sótti um það til
ríkisskattstjóra nýlega, að þeir
er styrktu starf S.D.l. með fjár-
framlögum, fengju að draga þau
frá skattaframtali. Þessari mála-
leitan var vel tekið og leyfið
fékkst. Þessvegna, kæru velunnar-
ar, styrkið okkur í starfi og lækk-
ið um leið skattana.
grasflötina í ótal bugðum, lítandi
annað veifið um öxl og sígarg-
andi. En ungana, sem hefðu get-
að skýrt fyrir þeim málið, gátu
þeir því miður ekki séð, því að
þeir voru á kafi í grasinu.
18
DÝRAVERNDARINN