Dýraverndarinn - 01.11.1973, Side 27
reiðhestunum, og þeir litu til hans,
horfðu á hann og þökkuðu hon-
um fyrir. „Komdu sæll“, sögðu
þeir, þegar hann kom með meis-
mn, og hölluðu að ihonum eyranu
tð þess að láta hann klóra þeim,
°g það gera hestar ekki nema við
beztu vini sína. Svo var líka gam-
an að því, hvernig þeir töluðu við
hann með nösunum; þær titruðu
þá svo skringilega; það gerði ekki
kisa, og enginn nema þeir. Um
þcssar ánægjustundir var hann að
hugsa á kvöldin, þegar hann var
háttaður, minnast á hvert atlot,
hvert augnaráð. Hver hafði sitt
ttllit, alveg ólíkt hinum; hann
hefði verið hárviss að þekkja alla
þessa vini sína hvern frá öðrum,
þó að hann hefði ekki fengið að
s)á nema sjálf augun gegnum göt
á grímu.
Smám saman valdist þó einn
ur hópnum, sem honum var kær-
ustur; það var Styggi-Jarpur,
fjögra vetra reiðhestsefni, sem
S>ggi vissi auðvitað hvorki að
héti Jarp ur eða væri styggur.
Jarpur var dulur og seintekinn,
en því innilegri þegar liann var
unninn, og ótrúlega tiltektarsam-
ur og mislyndur, því að stundum
á svo illa á honum, að hann ætl-
aði varla að líta við, jafnvel þeg-
ar Siggi kom með meisinn. En
nieð árunum fann Siggi orsakirn-
ar ril hvers dutlungs hjá Jarpi.
Oftast var það, að of blautt var
undir honum, heyið ekki svo sem
honum líkaði, of seint gefið eða
vatnað, eða eitthvað af því tægi.
Og svo var Jarpur vinavandur,
að hann þokaði sér frá sumum
tnönnum, eins og ólykt væri af
þuim, og lagði kollhúfurnar, þeg-
ar ]>eir klöppuðu honum eða
struku og leit ekki við. En það
ann Siggi þá þegar fyrsta vetur-
DvRAVERNDARINN
inn, og enn betur seinna, að
Jarpur gladdist í hvert sinn sem
hann sá hann og skyldi það und-
arlega vel, þegar Siggi kom í
hryggum hug eða var grátandi, og
því flýði Siggi fram eftir öllum
aldri til hans með tár sín og ang-
ur ,og var svo að gráta hjá hon-
um, þangað til hann var orðinn
kátur aftur.?
En Jarpur fann líka þegar Siggi
kom að segja honum einhver
gleðitíðindi; þá urðu augun öll í
ljósi, og hann horfði oft lcngi á
Sigga, lengur en allir aðrir. En
svo varlega varð Siggi að fara að
við Jarp, að aldrei mátti hann
strjúka neinum eða klappa, og
því síður klóra, svo að Jarpur
sæi, því að þá varð Jarpur dap-
ur á svipinn og erfði það oft lengi,
en við þetta varð traust Sigga og
ást á Jarp enn þá meira og inni-
legra og til hans mátti hann koma
með allt, því að hann skildi allt.
Um þcssa launfundi þeirra
vinanna vissi enginn af heimilis-
mönnum, en það sáu allir, að
Jarpur gekk oft að Sigga, þegar
þeir voru úti, þó að cnginn mætti
nærri honum koma annar, og
hann gekk að Jarp í haganum
eins og orfi eða hrífu, sem annars
var ekki nokkurt viðlit að ná,
nema hann væri traðaður með
mannsöfnuði.
„Það er líklega af því að hann
er máilaus", sagði fólkið, og sagði
víst sumt vitlausara en það, þó
að skilningurinn næði ekki svo
langt, að það gæti ráðið þessa
gátu.
Svona lifði Siggi litli lífi sínu
eingöngu með hestunum og kisu
og síðar með sauðfénu. Hann
skildi skcpnurnar, hvert viðvik,
hvert augnaráð, og þær skildu
hann eins og þær skilja hver aðra.
Og svona leið fram eftir öllum
aldri, enda var hann mest hjá
þeim við gæzlu þeirra og hirð-
ingu, því að hver smokraði þeim
störfum af sér sem gat yfir á
Sigga cins og flestum öðrum. Á
þessum vinahóp varð ekki önnur
breyting en sú, að nýir komu í
stað hinna, sem aftan úr slitnuðu.
Og Siggi var ánægður yfir því og
hróðugur með sjálfum sér, að
dýrin voru honum eftirlátari en
öllum öðrum og töluðu meira við
hann; eiginlega töluðu þau við
engan mann nema hann.
Við fólkið varð Sigga ekkert
betur, þótt hann eltist, því að
bæði var það, að fólkið átti þetta
varamál, sem hann átti ekki, og
svo var kalinn, sem alltaf lifði,
og traustleysið, svo að hann vildi
til cinskis flýja og gat til einskis
flúið með angur sitt og áhyggjur,
og ofan á það allt bættist, hve illa
var farið með nær alla vini hans.
Menn þorðu nú síður til við
kisu, þegar Siggi fór að komast
upp undir tvítugt, að minnsta
kosti þegar liann sá til, því að
það vissi, að hann vildi ekki láta
fara illa með kisu og að honum
var alvara. En sérstaklega tók
hann sárt til hestanna að sjá þá
lamda og óskaði margsinnis að
þeir vildu bíta eða slá í staðinn,
og það jafnvel föður hans, sem
honum var þó bezt við.
Til allrar mildi þurfti sjaldan
að slá í Jarp. Þó var það cinu
sinni, að bróðir Sigga lamdi Jarp
illilega í reiði, af því að Jarpur
vildi ekki fara frá hrossunum. En
þá slepti Siggi sér alveg og réðst
á bróður sinn, reif hann af baki og
lét svipuna ganga á honum þang-
að til þeir voru skildir, og var þó
Siggi tveimur árum yngri. Hann
27