Dýraverndarinn - 01.11.1973, Blaðsíða 17
Eg gerist
andamamma
Hér d eftir verðnr birtur kafli úr
bókjnni „Talað við dýrin“, eftir
binn heimskunna vísindamann og
dýrasálfrœðing Konrad Lorenz■
Einu sinni var ég að gera til-
raunir með ungar stokkendur og
reyna að finna ástæðuna til þess,
að andarungar, nýskriðnir úr egg-
mu, sem klekjast út í útungunar-
vél, eru styggir og mannfælnir.
Þessu er öfugt farið um grágæsar-
unga. Þeir hlaupa í trúnaðar-
trausti eftir fyrsta manni, sem á
vegi þeirra verður, og telja hann
rnóður sína. Stokkandarungarnir
vddu aftur á móti ekki sjá mig.
Þegar ég tók þá úr útungunarvél-
mni og þeir voru enn óskrifað
blað, hræddust þeir mig samt,
flýðu og hnipruðu sig í næsta
rnyrkraskoti. Hvernig stóð á
þessum mun? Ég minntist þss, að
einu sinni hafði ég látið Mexíkó-
önd unga út nokkrum stokkand-
areggjum og að litlu ungarnir
vildu ekki þýðast hana sem móð-
ur. Jafnskjótt og þeir voru orðnir
þurrir, hlupu þeir brott frá henni
og ég átti fullt í fangi með að
safna þeim saman. Aftur á móti
hafði ég eitt sinn látið feita, hvíta
aliönd unga út stokkarandareggj-
ur, og þessa fósturmóður höfðu
ungarnir þýðzt, eins og hún væri
þeirra rétta móðir. Þetta hlaut
að stafa af kallhljóði hennar, því
að í útliti var aliöndin ennþá ó-
líkari stokköndinni en Mexíkó-
öndin. Það, sem henni var sam-
eiginlegt með stokköndinni, var
kallhljóðið (en stokköndin er
hinn villti forfaðir aliandarinn-
ar), sem hafði haldizt svo til ó-
breytt, enda þótt hún væri fyrir
löngu orðin húsdýr. Af þessu dró
ég þessa ályktun: Ég verð að
garga eins og stokkönd til þess að
fá ungana tii að fylgja mér.
Ég kom þegar þessari hugsun
minni í framkvæmd. Þar sem
hópur hreinræktaðra stokkandar-
unga átti einmitt að skríða úr
eggjunum laugardaginn fyrir
hvítasunnu, lagði ég eggin í út-
ungunarvélina, tók því næst ung-
ana í umsjá mína jafnskjótt og
þeir voru orðnir þurrir og hermdi
eftiir kallhljóði móður þeirra
eins vel og ég gat. Þessu hélt ég
áfram í margar kfukkustundir
eða hálfan dag. Þetta bar ákjós-
anlegan árangur. Litlu andarung-
arnir báru fullt traust til mín, og
þegar ég, sem hélt sífellt áfram
að garga, fór með hægð burt frá
þeim, fylgdu þeir mér fúslega eft-
ir í þéttum hópi, alveg með sama
hætti og ungar fylgja móður
sinni. Með þessu hafði ég ótví-
rætt fært sönnur á tilgátu mína.
Ungar, nýskriðnir úr egginu, eru
gæddir meðfæddum andsvörum
við kallhljóði móðurinnar, en
ekki við útliti hennar. Ailt, sem
gefur frá sér hið rétta kallhljóð,
telja þeir móður sína, hvort sem
það er nú feit, hvít Peking-önd
eða maður, sem er langtum
stærri. StaðgengiU móðurinnar
má þó ekki vra of hár. Ég hafði
setzt í grasið hjá andarungunum,
þegar ég hóf tilraunina, og mjak-
aði mér sitjandi frá þeim til þess
að fá þá til að fylgja mér. En
dýraverndarinn
17