Dýraverndarinn - 01.11.1973, Side 10

Dýraverndarinn - 01.11.1973, Side 10
Olympíuleikar dýranna Á síðustu Ólympíuleikum í Þýzka- landi mættu margar stjörnur úr heimi íþróttanna til leiks. Þar voru slegin gömul heims- og Óiympíumet og frammistaða margra vakti að vonum heimsat- hygli. Við skulum nú gefa hug- myndafluginu lítið eitt lausan tauminn, hugsa okkur, að dýrin ættu þess kost að mæta á Ólym- píuieikum og þreyta keppni sín í milli. Reynt verður að gefa inn- sýn í hæfileika þeirra, án þess að ábyrgjast neina sérstaka augna- biiks nákvæmni í þeim efnum. Ef við hefjum leikinn með spendýrunum, getum við með nokkru öryggi veðjað nokkrum gullskildingum á fótfráasta land- dýr jarðarinnar, hlébarðann, sem einnig er nefndur veiðihlébarð- inn, en hann var um margra alda skeið þjálfaður til veiða hjá ind- verskum furstum og höfðingjum. Leggi hlébarðinn sig allan fram nær hann 120 km hraða á klukkustund. Það samsvarar 100 metrum á 3 sekúndum! Um silf- urverðlaunin verður óefað hörð keppni milli antílópa, geitna og gasella. Margar tegundir þeirra geta náð yfir 100 km hraða á klukkustund, ekki sízt hinar litlu íturvöxnu og fjaðurmögnuðu gas- cllur. - Eflaust mundu þær ná mestri hylli áhorfendaskarans og aðdáun. Það er ekki út í bláinn að þess- um fegurstu dýrum eyðimerkur- innar er sungið lof og prís í kvæð- um austurlenzkra skálda, og enn þann dag í dag syngja arabískir götusöngvarar um hraðhlaup og yndisleik gaselunnar. Skáldin líkja augum hennar við hvarmaljós sinnar heittelskuðu. Ættum við ekki að verða sammála um að gasellan hljóti „silfrið“? Þá er það þolhlaupið. - Þar kæmi helzt til álita norðuramer- íski geithafurinn, - hraðasti hlaupari, sem væntanlegur hand- hafi gullsins í þoli. Hann þýtur sem stormsveipur yfir óravíðáttur sléttanna, hæðir og fjalatinda með slíkum hraða, að fætur eygjast sem rimlar í hjóli, og í úthaldi á hann engan sinn líka, en þrátt fyr- ir þetta mun hlaupagikkur cins og strúturinn koma fyllilega til greina, þegar um þolhlaup er að ræða. Strúturinn hefur geysikröftug- ar hlaupalappir og þeysist fram úr veðhlaupahestum og hundum. Karldýrið, sem er um 2V2 metri á hæð, tekur auðveldlega 4 metra í skrefi. - Það munar um það! - Þá skyldi ekki gleymast að minn- ast á kengúruna í Ástralíu, sem heldur hraða á við fótfráasta hjört tímum saman. Þótt undarlegt megi virðast mun fíllinn vekja töluverða at- hygli áhorfenda. Finnski hlaupa- kóngurinn Nurmi setti á sínum tíma heimsmet í að lilaupa 19210 metra á klukkustund, en fíllinn brokkar auðveldlega 20 km á sama tíma. Þá gcta Norðmenn kinnroða- laust sent konung *skógarins - elginn, í þolJilaupið. - Arabar munu einnig senda sinn fótfráa og göfuga hest til leikanna, en þeir halda því fram, að hann hafi vcrið skapaður úr sunnanbJænum. Fuglum verður að skipa í sér- flokk. Þá verður ábyggilega um geysispennandi keppni að ræða, einfaldlega vegna þess, að lærð- ustu fuglafræðingar og grúskarar geta engan veginn bent á hrað- fleygast fuglinn og þar er heims- metið hvergi skráð, - eða í öllu falli ekki viðurkennt. Þó mun svalan mega teJjast til valsins í flughraða. Talið er að indverska turn- svaJan nái allt að 300 km hraða á klst., en það eru um 100 metrar á sekúndu, með ræsingu, - þetta er næstum ótrúlegt. Ég hef séð á prenti, að örninn eigi viðurkennd- an hraða um 200 km á ldst. Franskur flugmaður gefur gert tilraunir með að ná flughraða nokkurra fugiategunda. Hann mældi hraða villigæsanna 88 km á klst. og vilJianda 94 km. Eitt sinn elti hann hræfugl þar tiJ hann náði 176 km liraða á klst, þá gafst fuglinn upp, steypti sér niður og beygði af. Sennilega kemur hann til greina í keppni. Þá skyldi engum 10 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.